Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 35 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Led húsnúmer Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum · Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer Einnig hægt að hringa í sími 775 6080 · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer Led húsnúmerinn er einnig hægt að skoða og versla hjá Skómeistaranum í Smáralind Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta samhliða mikilli átgetu á síðari hluta meðgöngunnar. Því stærri sem búin eru, því auðveldara er yfirleitt að leysa þetta vandamál en þá eru búnir til nokkrir mismunandi fóðrunarhópar þar sem holdafarinu er stýrt nokkuð stíft. Á minni búum er fjöldi gripa einfaldlega ekki nógu mikill til þess að það sé mögulegt eða hagkvæmt að búa til mismunandi fóðrunarhópa. Á móti kemur að þá er hægt að taka gripi í einstaklingsmeðferð og forðast því þannig að fá alltof feita gripi. Tvö tímabil í geldstöðunni Geldstaðan er talin vera hæfilega löng ef hún er 45–60 dagar, en tilraunir hafa sýnt að sá tími hentar júgurvefnum best til að undirbúa sig undir komandi mjólkurframleiðslutímabil. Erlendis er oftast í dag miðað við 6–7 vikur í geldstöðu og raunar ekki lengur talað um geldstöðu sem slíka yfir allt tímabilið heldur nú orðið talað um tímabilin allt að 3 vikum fyrir burð og svo 3 vikum fyrir burð og að burði. Þessi tvö tímabil kallast á ensku „far-off“ sem kalla mætti fyrri hluta geldstöðu og svo „close-up“ sem er þá síðari hluti geldstöðu. Ástæða þess að þessi tvö tímabil eru höfð aðskilin í geldstöðunni, er breyting á fóðrun og ástandi bæði kvígna og kúa. Fyrri hluti geldstöðunnar Á þessu tímabili fara þær á hefð- bundið geldstöðufóður, sem er töluvert orkulægra í styrk en þegar kemur að síðari hluta geldstöðunnar. Síðari hluti geldstöðunnar Á þessu tímabili er fósturvöxturinn á sínu lokastigi og orkuþörf kúnna og kvíganna mikil en samtímis er átgetan minni og minnkar oft enn frekar þegar líður að burði. Þetta er óheppilegt í alla staði enda eiga kýrnar helst ekki að vera í of miklu neikvæðu orkujafnvægi fyrir burðinn. Af þessum sökum er fóðruninni breytt á þessu tímabili og orkustig þess hækkað en þó ekki meira en svo að gripirnir séu rétt undir orkujafnvæginu því þá örvast brennsla á fituforða sem er mikilvægt ferli þegar mjólkurmyndunin er komin í fullan gang. Viku fyrir burð mælum við einnig með því að sett sé góð joðdýfa á spenana bæði á kvígunum og kúnum svo minnka megi líkurnar á því að þær fái júgurbólu um eða eftir burðinn. Þessa síðustu viku er líkaminn undir miklu álagi og mótstöðuaflið er í ójafnvægi, m.a. vegna breytinga á hormónastarfseminni. Á sama tíma er júgurvefurinn að hefja framleiðslu sína og oft losnar um keratín-tappana í spenaendunum samhliða. Þá geta bakteríur komist inn í spenann og júgurholið og samtímis eru möguleg áhrif lang- virkra geldstöðulyfja, hafi þau verið notuð, orðin hverfandi og því hamla þau ekki lengur fjölgun á bakteríum. Með því að hlífa spenaendunum með góðri dýfu er hins vegar hægt að draga verulega úr líkunum á því að þetta gerist. Fóðrunargæðin Í raun þarf að þrískipta fóðri í geldstöðunni. Fyrsta fóðurgerðin er gefin þegar kýrnar eru að geldast upp, önnur fóðurgerðin á fyrri hluta geldstöðunnar og svo þriðja fóðurgerðin á síðari hluta geldstöðunnar. Hvernig fóðrið á að vera samsett er auðvitað háð því hvaða fóðurgæði eru í boði hverju sinni á viðkomandi búi en hafa þarf sérstaklega í huga orkustig fóðursins eins og hér að framan segir, en einnig að bæði steinefni og vítamín séu í samræmi við þarfirnar. Rétt er að benda á að alltaf er mælt með því að fóðuráætlun sé gerð af fagfólki með sérmenntun á þessu sviði. Í raun þarf að þrískipta fóðri í geldstöðunni. Fyrsta fóðurgerðin er gefin þegar kýrnar eru að geldast upp, önnur fóðurgerðin á fyrri hluta geldstöðunnar og svo þriðja fóðurgerðin á síðari hluta geldstöðunnar. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.