Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Nýtt ræktunartakmark í íslenskri hrossarækt Á aðalfundi FEIF sem haldinn var á Íslandi í byrjun febrúar var samþykkt nýtt ræktunartak- mark fyrir íslenska hestinn. Það var Ísland, ásamt kynbótanefnd FEIF, sem lagði til breytingar á hinum almennu ræktunarmark- miðum fyrir íslenska hestakynið og vægistuðlum eiginleikanna í aðaleinkunn. Einnig hefur dóm- skali einstaklingsdóma verið uppfærður og var ný útgáfa hans einnig samþykkt á FEIF þinginu. Almenn ræktunarmarkmið Ræktunarmarkmið í íslenskri hrossarækt er annars vegar skilgreint í almennum markmiðum og hins vegar í sérstökum markmiðum. Hin almennu markmið ná yfir heilbrigði, frjósemi og endingu, þar sem ræktunartakmarkið miðar að því að rækta heilbrigðan, frjósaman og endingargóðan hest – hraustan íslenskan hest; liti, þar sem ræktunartakmarkið er að viðhalda öllum mögulegum litaafbrigðum innan stofnsins og stærð, en hið opinbera ræktunartakmark gefur færi á allmiklum breytileika hvað varðar stærð hrossanna. Þá fjalla hin sérstöku ræktunar­ markmið um hver stefnan er innan sköpulags og reiðhestshæfileika. Skilgreining ræktunarmarkmiðsins fyrir íslenska hestinn felst einnig í þeim eiginleikum sem metnir eru í kynbótadómnum, skilgreiningu úrvalseinkunnar innan hvers eig­ inleika og vægi hvers og eins eig­ inleika í aðaleinkunn. Búið er að yfirfara hin almennu og sérstöku markmið og útlista betur hver þau eru. Það hefur verið gert með því að bæta inn lýsingu á hlutverkum hestsins og gera grein fyrir mark­ miðinu hvað geðslag hestsins varð­ ar. Stefnan hvað bygginguna snert­ ir hefur verið uppfærð með aukna áherslu á byggingarlag sem stuðlar að eðlisgóðri ganghæfni. Þá hefur markmiðið með ganglag hestsins verið skrifað á mun ítarlegri hátt, þar sem æskilegu ganglagi og líkams­ beitingu hestsins er lýst almennt eða óháð gangtegund. Nýjustu útgáf­ una af hinum almennu og sérstöku markmiðum má nálgast inn á heima­ síðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbún­ aðarins, rml.is, undir Kynbóta starf/ Hrossarækt. Rækt unar markmiðinu innan hvers eiginleika er lýst í einkunninni 9,5­10 en lýsingu á því má finna í stigunarkvarða einstak­ lingsdóma sem er birtur á sama stað inni á heimasíðu RML. Vægi eiginleikanna Þá hefur vægi eiginleikanna í að­ aleinkunn verið breytt og helstu breytingarnar eru í stuttu máli þessar: Vægi reiðhestskostanna hefur verið hækkað úr 60 í 65% og því lögð enn meiri áhersla á ganghæfni hrossanna. Þetta gaf færi á því að hækka heildarvægi grunngangtegundanna (fet, brokk og stökk) en það er gert til þess að leggja meiri áherslu á hina fjölhæfu hestgerð innan stofnsins, hvort sem hún býr yfir fjórum eða fimm gangtegundum. Hægt stökk er nú skilgreint sem sér eiginleiki. Gæði á hægu stökki hefur verið hluti af einkunn fyrir stökk hingað til en verðmætt er að hægt stökk hafi bein áhrif á aðaleinkunn hrossa. Aðgengilegt er að skilgreina hægt stökk og stökk sem tvo eiginleika þar sem um tvær gangtegundir er í raun að ræða, þrítakta hægt stökk og fjórtakta hratt stökk og er talað um þetta sem tvær gangtegundir í mörgum löndum. Þá hefur vægi á bak og lend verið hækkað þar sem rannsóknir á tengslum byggingar og hæfileika styðja að leggja meiri áherslu á þennan eiginleika. Þá hefur heiti á vilja og geðslagi verið breytt í samstarfsvilja. Þetta er gert þar sem meiri áhersla er í nýjum skala á þjálni og yfirvegun hestsins. Einnig er skilgreining eiginleikans afmarkaðri í nýjum dómskala þar sem marga þætti geðslagsins er ekki hægt að meta með góðu móti með sjónmati. Að lokum, og í raun vægi eig­ inleikanna óviðkomandi, hefur verið ákveðið að reikna tvær aðal­ einkunnir fyrir hvern hest. Auk aðal­ einkunnar eins og hún er reiknuð í dag verður sérstök fjórgangs­ einkunn einnig reiknuð þar sem vægi skeiðs er tekið úr útreikningi á aðaleinkunn og dreift hlutfallslega út á aðra eiginleika hæfileikanna. Þetta er gert til þess að auðvelda samanburð á milli hrossa og gera hann enn áhugaverðari. Þá koma til með að birtast tvær einkunn­ ir til viðbótar fyrir hvern hest í WorldFeng; aðaleinkunn hæfileika og aðaleinkunn, byggðar á fjórum gangtegundum, auk samstarfsvilja og fegurðar í reið. Þetta myndi vera gert fyrir öll hross hvort sem þau sýna skeið eða ekki. Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is Vægi einstakra eiginleika: Höfuð 2% Tölt 16% Háls, herðar og bógar 8% Brokk 9% Bak og lend 5,50% Skeið 10% Samræmi 7% Hægt stökk 4% Fótagerð 4% Greitt stökk 3% Réttleiki 2% Samstarfsvilji 7% Hófar 5% Fegurð í reið 10% Prúðleiki 1,50% Fet 6% Samtals: 35% Samtals: 65% Sköpulag Reiðhestskostir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um fjárfestinga stuðning í nautgriparækt. Í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1252/2019, VIII. kafla skal umsóknum um fjárfestinga- stuðning vegna framkvæmda á árinu skilað inn á rafrænu formi á Bænda torginu, https://torg.bondi.is, eigi síðar en 31. mars n.k. Framleiðandi í nautgriparækt sem uppfyllir skilyrði 3. gr. ofangreindrar reglugerðar getur sótt um fjárfestingastuðning. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Stuðningur er veittur vegna eftirfarandi framkvæmda: • Nýframkvæmda. • Endurbóta á eldri byggingum. Umsækjendur skulu skila fullnægjandi umsókn innan tilskilins tímafrests. Nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn eru: • Sundurliðuð kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun með verklýsingu og tímasettri verkáætlun unnin af fagaðila, svo sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. • Byggingarleyfi eða staðfestingu byggingarfulltrúa um að byggingarleyfis sé ekki krafist vegna framkvæmdar. • Samþykktar teikningar, ef við á. Drög að vinnuteikningum duga með umsókn ef framkvæmd er ekki hafin. Samþykktar teikningar skulu þó berast eigi síðar en við lokaúttekt. • Leyfi þinglýstra eigenda jarðar fyrir framkvæmd. Sé fyrirhugað að framkvæmdir sem sótt er um stuðning fyrir verði fram- kvæmdar á fleiri en einu ári skal umsækjandi gera grein fyrir áfangaskiptingu við framkvæmdirnar í heild sinni í verklýsingu, verk- og kostnaðaráætlun. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Heimilt er að veita stuðning við sömu framkvæmdir til allt að þriggja ára samfellt. Umsækjendur sem hafa hug á að nýta sér þessa heimild þurfa að leggja inn framhaldsumsókn fyrir árið 2020. Umsóknum sem skilað er með ófullnægjandi gögnum, sbr. 27. gr. ofan- greindrar reglugerðar, hefur atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið heimild til að hafna. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Auglýst eftir umsóknum um fjárfestinga stuðning í nautgriparækt Búvísindamenn í Svíþjóð óska eftir liðsinni hrossaræktenda á Íslandi vegna rannsóknar á sérstökum litaafbrigðum í feldi íslenska hestsins. Við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Uppsölum eru nú í gangi nokkrar rannsóknir þar sem íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk. Ein af ástæðum fyrir vinsældum íslenska hestsins sem viðfangsefni rannsókna er fjölbreytileiki stofnsins og mikið gagnasafn svipfars­ og ætternisskráninga sem safnast hefur síðustu áratugi. Í raun er það einstakt meðal hrossakynja hve stórt og aðgengilegt gagnasafnið er. Átt þú hross með sérstök litamynstur? Á næstu misserum fer í gang verkefni sem hefur það að markmiði að greina erfðafræðilegan uppruna sérstæðra mynstra í feldi hrossa. Með sérstæðum mynstrum er til að mynda átt við ál og rákir á leggjum og síðum álóttra hrossa, dröfnur og/eða bletti á búk einlitra hrossa. Á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um rákir á leggjum og síðum móálótts hross. DNA-sýni og ljósmyndir Rannsóknahópurinn sem stendur að rannsókninni leitar nú til áhugasamra eigenda íslenskra hrossa um að leggja fram DNA­sýni úr hrossum sem bera umrætt svipfar. Þátttakan er auðveld en hún felur í sér greinargóðar ljósmyndir af svipfari hrossins og hársýni úr tagli þess til DNA­greiningar. Þeir sem hafa áhuga á að leggja rannsókninni lið eða hafa frekari spurningar eru hvattir til að hafa samband við Doreen Schwochow (doreen.schwochow@slu.se) eða Heiðrúnu Sigurðardóttur (heidrun. sigurdardottir@slu.se) hjá SLU. Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg (undir t.v.) og rákir á síðu (undir t.h.). Ljósmyndir / Kristín Halldórsdóttir Rannsókn á íslenska hestinum: Leitað eftir hrossum með sérstæð litamynstur í feldi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.