Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202026 UTAN ÚR HEIMI Bændur í Bretlandi upplifa andúð vegna fullyrðinga um að kjöt sé af hinu illa: Prófessorar í Skotlandi segja kjötneyslu skipta sköpum við að fæða jarðarbúa – segja fullyrðingar varasamar og að rannsóknir sýni að neysla veganfæðis í stað kjöts dragi ekki úr landnotkun Kjöt skiptir sköpum við að fæða jarðarbúa að mati vísindamanna við háskóla í Skotlandi og hafa þeir bent á að það sé ekki umhverfisvænna að skipta yfir í vegan fæði. Breska blaðið The Telegraph greindi frá þessu fyrir nokkru og vísar þar í sérfræðinga frá Háskólanum í Edinborg og Rural College í Skotlandi. Þeir sögðu að bændur upplifðu í auknum mæli andúð í sinn garð vegna fullyrðinga af hálfu þeirra sem kalla sig umhverfissinna og halda því fram að „kjöt sé af hinu illa“. Hávær og áhrifamikill minnihlutahópur Athyglisvert er hversu hávær og áhrifamikil þessi neikvæða umræða virðist vera gagnvart kjötneyslu og í garð bænda. Sérstaklega ef litið er til þess að veganistar í Bretlandi eru einungis taldir vera örlítið brot af þjóðinni, eða 0,9% af um 64 milljónum íbúa, samkvæmt tölum Statista. Sérfræðingar ræddu þessa hluti í pallborði í miðri London undir lok síðasta árs og sögðu að kjöt væri mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu barna, sérstaklega í þróunarlöndunum. Sögðu þeir að með því að hætta búfjárrækt væri ekki verið að bæta landnotkunina. Prófessor Geoff Simm, forstöðu maður Global Academy Agriculture and Food Security í Edinborgarháskóla, sagði: Segja vegan fæði ekki draga úr landnotkun „Ég held að (búfjárbændum) finn­ ist að verið sé að taka þá af lífi. Oft eru sett fram þau rök að með því að fólk sneri sér að vegan fæðu myndi draga úr landnotkun. Líkanarannsóknirnar sem gerðar hafa verið sýna að það er ekki raunin. Okkur finnst þó að búfjár fram­ leiðsla hafi bæði margvíslega efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega kosti og galla. Þar hafa gallarnir ef til vill fengið meiri athygli að undanförnu en margir af kostunum sem þessu fylgir. Kjöt hefur gríðarlega samfélags­ legan ávinning. Það er mikilvæg uppspretta próteina í mataræði, orku, mjög aðgengilegum örefnum, jafnvel lítið magn af dýraelduðum mat hefur mjög mikilvæg áhrif á þroska barna, í þróunarlöndunum á vitsmuna­ og líkamlega þroska þeirra og þau eru mjög mikilvæg,“ sagði Geoff Simm. Ef allir færu í vegan myndi það hafa hrikaleg áhrif „Það er alveg óþarfi að fara í vegan. Ef allir færu í vegan myndi það hafa hrikaleg áhrif fyrir um­ hverfið í Bretlandi. Dýr ræktuð til matar stuðla líka að því að auka líffræðilegan fjölbreytileika,“ sagði Mike Coffey, prófessor við Rural College í Skotlandi (SRUC). Hann er sérfræðingur í dýraeldi og erfða­ fræði dýra. Sérgrein hans er ræktun mjólkurkúa. „Vísindamenn eru um þessar mundir að reyna að rækta umhverfis vænni nautgripi, sem vaxa hraðar og éta minna. Hugsunin er að draga enn frekar úr kolefnisfótspori landbúnaðarins með því að draga úr magni metans sem myndast í meltingarvegi nautgripa. Þetta gæti einnig leitt til þess að kaupendur geti á næstu árum séð það á merkimiða matarins hver umhverfisáhrifin eru af framleiðsl­ unni.“ Mikill munur á einstökum dýrum hvað þau losa af metangasi Coffey sagði að munurinn á losun metans frá bestu og verstu naut­ gripum væri um 30 prósent og að ef allir bændur í Bretlandi notuðu hagkvæmustu dýrin gæti það dregið úr kolefnislosun um nærri þriðjung. Hann sagði að á næsta árum muni bændur geta valið naut til ræktunar sem gefi af sér mjólkurkýr sem neyti minna fóðurs fyrir hverja mjólkur­ einingu sem þær gefa af sér. Í næsta áfanga yrði reynt að mæla metanlosun frá mismunandi naut­ gripakynjum til að finna út hvaða stofnar hafa minnsta losun. Ræktun hagkvæmari gripa „Á næsta ári geta bændur valið naut sem gefa dætur sem neyta minna fóðurs fyrir það magn af mjólk sem þau framleiða. Spurningin er svo hvert þetta muni leiða okkur og hvort við munum í raun geta mælt met­ anlosun frá heilu dýrahjörðunum,“ sagði Goffey. Hann sagði að kaupendur geti fljótlega séð það á merkingum á kjöti hve mikil umhverfisáhrif fram­ leiðsla þess hefur haft. „Mín von er sú að á einhverjum tímapunkti í náinni framtíð verði til vöru merkingar sem sýna hag­ kvæmni og kolefnisáhrif af fæðu­ framleiðslunni.“ Þörf á frekari rannsóknum á áhrifum veganisma Prófessor Andrea Wilson, sem er doktor í heimspeki við Edinborgar­ háskóla, sagði að gera þyrfti frekari rannsóknir á áhrifum veganisma. „Við vitum mikið um búfjár­ geirann vegna þess að það hefur verið rannsakað. Við vitum hins vegar mjög lítið um vegangeirann. Hættan er sú að við dæmum út frá einu atriði og hoppum of hratt yfir í aðrar lausnir,“ sagði Andrea Wilson. /HKr. Um 600.000 íbúa í Bretlandi eru veganistar af um 64 milljónum íbúa, eða um 0,9% Um helmingi fleiri konur eru hlynntar veganfæði en karlar. Um 42% veganista eru á aldrinum 15 til 34 ára en aðeins 14% úr aldurshópi yfir 65 ára. Um 88% allra veganista búa í þéttbýli, en 12% utan þéttbýlis Heimild: Statista.com og The Telegraph Nautgripir á beit. Mynd / Cotswold livestock marketing Stöðugt meira af snefilefnum finnst í erfðabreyttum og eiturefnaþolnum sojabaunum: Þúsundir tonna af glýfósati berast í fæðukeðjuna – Grípa verður til allra mögulegra úrræða til að draga úr notkun á glýfósati, segja vísindamenn í Noregi og Bretlandi Vísindamenn í Evrópu eru áhyggjufullir út af auknu inni­ haldi snefilefna úr gróður­ eyðingar­ og skordýraeitri í erfða breyttum soja baunum sem hafa þol gegn virka efninu glýfó­ sati. Þótt erfða breytt soja sé ekki ræktað í Evrópu, þá er það flutt inn í stór um stíl frá öðrum lönd­ um. Greint var frá þessu á vefsíðu Food Navigator í síðasta mánuði. Þar segir að erfðabreytt soja [Genetically modified – GM] hafi mikið þol gegn eiturefninu glýfósat sem er virka efnið í ýmsum illgres­ is­ og sveppaeyðingarefnum sem og skordýraeitri. Það þýðir að bændur geta drepið „óæskilegt“ illgresi án þess að drepa sojabaunaplönturnar í leiðinni. Um 77% af öllum sojabaunum í heiminum eru erfðabreyttar Erfðabreytt soja er mjög algengt í ræktun í fjölmörgum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Brasilíu og Argentínu. Um 350 milljónir tonna af sojabaunum eru framleiddar ár­ lega í heiminum (samkvæmt tölum frá 2016–2017). Af þessu magni eru um 270 milljónir tonna af erfða­ breyttum tegundum sem hafa þol gegn glýfósati, eða 77%. Samkvæmt vísindamönnum í Noregi og Bretlandi, sem vitnað er til í fréttinni, hefur aukin ræktun á erfðabreyttu soja leitt til aukinnar úðunar á efnum yfir akrana sem innihalda glýfósat. Afleiðingin er að meira finnst af glýfósati í soja og ýmsum fæðutegundum. Vitnað er í Thomas Böhn hjá Marin Resaearch í Tromsö í Noregi. Hann upplýsti Food Navigator um að aukin notkun eiturefna yllu áhyggjum. Yfir milljón tonna framleiðsla Á árinu 2017 var framleiðlsugetan á glýfósati í heiminum 1.065.000 tonn, samkvæmt tölum Research And Markets. Mest var framleitt af efninu í Kína, eða 685.000 tonn, og 380.000 tonn voru framleidd á vegum Monsanto sem nú tilheyrir þýsku efnasamsteypunni Bayer. Á árinu 2017 var selt glýfósat í heim­ inum fyrir meira en 5 milljarða dollara. Glýfósat ætti ekki að finnast í fæðukeðjunni „Þetta eitraða efni, glýfósat, ætti ekki að finnast í fæðukeðjunni,“ segir Böhn. Glýfósat var fyrst kynnt í Evrópu árið 1974 af bandaríska efnarisanum Monsanto. Í dag er Roundup, sem nú er reyndar farið að selja undir öðru vörumerki, eitt algengasta gróðureyðingarefnið sem notað er í álfunni og reyndar um allan heim. Þetta er þrátt fyrir að bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Alþjóðlega krabbameins­ rannsóknarstofnunin (IARC) hafi lýst krabbameinsvaldandi áhrif­ um glýfósats á menn. Þversögnin í öllu saman er að notkun á glýfósati var endurheimiluð síðla árs 2017 af fæðuöryggisyfirvöld­ um í Evrópu, European Food Safety Authority (EFSA), og ECHA efna­ rannsóknastofnuninni í Evrópu, (European Chemical Agency). Komust þessar stofnanir að því að ekki væru nægar sannanir fyrir því að tenging væri á milli notk­ unar glýfósats og aukinnar hættu á krabbameini. Var því ákveðið að framlengja heimild til notkunar á glýfósati um fimm ár. Soja leikur vaxandi hlutverk í fóðri dýra og fæðu manna Í umfjöllun Food Navigator segir að soja leiki stórt hlutverk í fóðrun dýra og skipti dulin efni í fóðrinu því miklu máli. Þá sé soja líka neytt beint af mannfólkinu og veruleg aukning sé í neyslu á sojaafurðum vegna aukningar á veganisma og þeirra sem telja sig grænkera. Bent er á að bæði Thomas Böhn í Noregi og Erik Millstone í Sussex­háskóla í Bretlandi vari við því að snefilefni úr sojaafurðum geti borist í fæðukeðju Evrópubúa. Jafnvel þótt erfðabreytt soja sé ekki ræktað í Evrópu. Glýfósat berst í fæðukeðjuna Í grein sem þeir félagar skrifuðu og birt var síðla á síðasta ári á vefsíðu Food Navigator kom fram að umtalsvert af glýfósatleifum eru í sojafurðum sem fluttar eru til Evrópu frá Bandaríkjunum og Suður­Ameríku. Greinin er undir fyrirsögninni „The introduction og thousunds of tonnes og glyfphosat in the food chain – an evalution og glyfposate tollerant soyabeans,“ eða; „Innleiðing þúsunda tonna glýfósats í fæðukeðjunni – mat á glýfósat­þolnum sojabaunum.“ Fram kemur í grein þeirra félaga að innihald glýfósats í fæðunni auk­ ist stöðugt. Opinberar rannsóknir sýni verulega aukningu á notkun glýfósats í landbúnaði í Argentínu og Brasilíu frá 1996 til 2014. Notkun bænda á glýfósati í þessum löndum sé tvöfalt meiri en mælt er með á flestum stöðum þar sem slíkt er leyft. Aukin tíðni eiturúðana Úðað er yfir akrana samkvæmt eft­ irspurn og hefur sú úðun aukist frá því að vera tvisvar yfir vaxtartím­ ann árið 2006 upp í fjórar úðanir á árunum eftir 2007. Segja þeir Böhn og Millstone að þetta þýði að meira sé nú úðað seint á vaxtartímanum og það hafi leitt til tíföldunar á magni snefilefna í sojauppskerunni. Þá benda þeir á að nú sé farið að beita forúðun í auknum mæli yfir akrana áður en sáð er til að drepa allt ill­ gresi. Það leiði líka til aukinnar upptöku soja á glýfósati. Thomas Böhn og Erik Millstone leggja því til að alþjóðlegt sam­ komulag verði gert um hámark snefilefna í fæðu manna og fóðri dýra. Þá þurfi að gera samanburðar­ rannsóknir á milli ræktunarsvæða til að fá áreiðanlegri gögn um notkun eiturefna. Skortur á gögnum valdi alvarlegri óvissu um stöðuna. Grípa verður til ráðstafana „Grípa verður til allra mögulegra úrræða til að draga úr notkun á glýfósati,“ segir Thomas Böhn. „Þar þurfa bæði bændur að forð­ ast notkun þessara efna, auk þess sem glýfósat ætti alls ekki að vera í fæðukeðjunni.“ /HKr. Notkun á glýfósatefnum er stöðugt að aukast. Efnið berst í fæðukeðju manna m.a. í gegnum neyslu á sojaafurðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.