Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 33 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn! Sá boðskapur og sú bjartsýni hefur því miður snúist upp í andhverfu sína því ríkisstjórnin hefur ekki reist merki bænda við og ráðherra málaflokksins er steingeldur. Fálkinn er horfinn og það boðar eitthvað válegt fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn, nema eitthvað nýtt gerist, verði ærleg vakning. Niðurlægðin á stjórnsýslu landbúnaðarins hefur staðið frá 2007 og aldrei hafa ríkisstjórnir snúið til baka. Land­ búnaðarráðuneytið er ekki til, því hefur verið lokað og félagskerfi landbúnaðarins er sundurhöggvið og lamað. Innviðirnir skaðaðir og eyðilagðir af manna völdum, landbúnaðarráðuneytið, fag­ stofnan ir landbúnaðarins og félags­ kerfið. Í vaxandi mæli er verið að færa bændum í Evrópu vinnu íslenskra bænda í öllum búgreinum. Stór­ bóndinn á Vallá í Reykjavík, Geir Gunnar, segir; „að nú verði Íslendingar að draga strik í sandinn, stöðva undanhaldið eigi land búnaðurinn að lifa af. Hér eigi stjórnmálamenn orðið heimsmet í eftirgjöf í innflutningi á landbúnaðarvörum sem engin önnur þjóð láti sér detta í hug. Og afríska svínapestin farin að leika Evrópu grátt.“ Riotinto gamli ræðir bæði við ríkisstjórn og Landsvirkjun um Álverið í Straumsvík. Bændur verða ekkert síður að taka sín mál upp við blessaða ríkisstjórnina. Líf bóndans og framtíð sveitanna krefst þess. Fjalldrottningin Guðrún Svanhvít Að lokum var svo haldið að Austur hlíð til Trausta frænda míns Hjálmarssonar og Kristínar Magnús dóttur, konu hans. Þær frænkur, Kristín og Guðrún Svanhvít Magnús dóttir í Bræðratungu, koma svo til fundar síðar. Þær voru á fundi hesta­ manna þar sem reiðgarpurinn Hermann Árnason er með erindi um fjallaferðir og hvernig skuli ríða straum þung fljót. Hann reið leið Flosa á Svínafelli norðan jökla á Þríhyrningshálsa í fyrra til brennunnar á Bergþórs­ hvoli. Nákvæmlega það sem bændur verða að gera í sínum málum til að bjarga sveitunum og íslenskri matvælaframleiðslu og land búnaðinum, ríða stórfljót, safna liði og berjast. Matvælaöryggi er ekki bara fólgið í því að eiga nægan mat, það er líka að eiga matvæli sem eru holl í orðsins fyllstu merkingu, valda hvorki skaða í bráð eða lengd. Svo ekki sé minnst á kjötið sem býr til pensilínóþolið í mönnum og nú tröllríður hinum vestræna heimi. Eða búa við ógnvænlega dýrasjúkdóma sem fara oft eins og eldur í sinu um Evrópu. Það verður fagnaðarfundur þegar þær stöllur bætast í hópinn. Guðrún Svanhvít, landsfræg eftir þáttinn í Silfrinu þar sem Egill Helgason varð eins og bráðið smjör, svo snörp var framganga hennar í þættinum í baráttunni fyrir frelsi fjallanna og afréttanna. En Lækna­Tómas var þar grátt leikinn því frasarnir frusu á vörum hans. En hann eins og umhvefisráðherrann, sem nú kallast Guðmundur góði, og fer um landið og helgar það eins og nafni sinn á Hólum forðum, þeir vilja nú launaða reglugerðarmenn, hliðverði og rukkara úr Reykjavík á afréttina. Guðrún Svanhvít er fædd undir hálendisbrúninni á Kjóa stöðum og faðir hennar einn af sextán systkinum, jafn mörgum og á Brúnastöðum, og oft finnst mér að við systkinin eigum þau sem hálfsystkini. Hún vitnaði í Sigríði í Brattholti sem bjargaði Gullfossi forðum frá gullgröfurunum en nú hefur rödd Guðrúnar og framganga vakið bændur til baráttu við að verja afréttina og þjóðlenduna. Við Birgir Þór á Kornsá hverfum svo til baka um miðja nótt glaðir í hjarta, enn er til fólk í sveitunum sem vill berjast og þolir ekki órétt, og alls ekki að bændur og landbúnaðurinn sé fótum troðinn. „Ef æskan þér réttir örvandi hönd ertu á framtíðarvegi.“ Áfram bændur. Aðalsteinn Orri sendir mér kveðju morguninn eftir í anda hagyrðinganna frænda sinna og Jónasar Hallgrímssonar: Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda; en lágum hlífir hulinn verndarkraftur, hreppunum, þar sem Guðni sneri aftur. Guðni Ágústsson Aðalsteinn Orri Arason, Trausti Hjálmarsson, Guðni Ágústsson og Jón Bjarnason í fjárhúsunum í Austurhlíð. Báðir ættaðir úr Flóanum, Guðni frá Brúnastöðum en Rúnar Björn Guð- mundsson frá Litlu-Reykjum. Landbúnaður, umhverfi og matur – órjúfanleg heild Heimsbyggðin er að verða meðvitaðri en áður um þá alvarlegu stöðu sem við blasir í umhverfis málum. Mörg, ef ekki flest, mannanna verk eru ekki í góðum takti við ferla náttúrunnar. Landbúnaður er þar engin undan­ tekning. Við erum að taka meira en heimurinn getur gefið okkur. Aðaláherslur í matvælafram­ leiðslu í heiminum hafa verið framleiðsluaukning og minni framleiðslukostnaður. Þetta þarf að breytast. Tími sóunar og rányrkju er liðinn. Það er einkum fernt sem við þurfum að varðveita og fara vel með, þ.e. jarðvegurinn, vatnið, hráefnin og hitastig jarðar. Þrátt fyrir blikur á lofti er engin ástæða til að örvænta, við búum yfir mikilli þekkingu og viðfangsefnin eru viðráðanleg. Sjálfbær hringrás er mál málanna í dag. Landbúnaður á Íslandi á langt í land til að geta kallast sjálfbær. Tugir þúsunda tonna af hráefnum eru flutt til landsins árlega. Nokkur innflutningur hráefna er nauðsynlegur, en hægt er að gera mun betur í því að nýta þá kosti sem gætu verið í boði innanlands. Hér er bæði átt við framleiðslu hráefna og aukna fjölbreytni í jarðrækt. Stutt er síðan að stöðug aukning var í kornrækt á Íslandi. Undanfarin ár hefur þetta aftur á móti snúist við. Eflaust eru ýmsar skýringar á því, s.s. verra árferði, hagstætt verðlag erlendrar framleiðslu og breyttir búskaparhættir sem hafa kallað á aukna gjöf innflutts kjarnfóðurs. Tilbúinn áburður er nú allur innfluttur, ásamt því að vera utanaðkomandi hráefni, en ekki hluti af náttúrulegri hringrás. Tilbúinn áburður er jafnframt takmörkuð auðlind sem ber að fara vel með. Til að draga úr notkun tilbúins áburðar þurfa landbúnaðurinn og óskyldar greinar að vinna að því að þróa leiðir til að gera lífrænan úrgang að aðgengilegum og öruggum áburði. Mikið fellur til af vannýttum áburðarefnum en það er enn fjárhagslega óhagkvæmt að nýta þau miðað við núverandi verðlagningu tilbúins áburðar. Kostir lífræns áburðar eru líka þeir að hann bætir jarðveginn og vinnur á móti líffræðilegum fábreytileika sem óhjákvæmilega fylgir ræktun lands. Mikið af hráefnum sem nauðsynleg eru bæði í jarðrækt og fóðrun búfjár eru aðeins til í takmörkuðu magni í heiminum og þess vegna þarf að nota þessi efni aðeins í því magni sem nauðsynlegt er. Þetta kallar á meiri nákvæmni og aukna faglega aðkomu. Marga aðra þætti er hægt að nefna sem þarf að takast á við til að auka sjálfbærni og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum landbúnaðar. Þetta eru þættir eins og jarðefnaeldsneyti, rúlluplast o.fl. Víða erlendis er landbúnaðurinn virkur í eldsneytisframleiðslu eins og etanóli og metani. Ólíklegt er að slík þróun fari í gang hérlendis að nokkru gagni, en líklegra að landbúnaðurinn fylgi almennri þróun í landinu. Hins vegar getur landbúnaðurinn gegnt lykilhlutverki í kolefnisbindingu með ræktun ógróins lands og endurheimt mýrlendis. Plastnotkun í landbúnaði er umtalsverð og mjög umdeild. Þar, eins og svo oft, ræður fjárhagsstaða bænda til skemmri tíma hvaða leiðir eru farnar. Eitt er víst að hægt væri að draga úr plastnotkun og bæta heyverkun mjög hratt ef stefnan væri tekin á varanlegar fóðurgeymslur. Líta þarf heildstætt á framleiðsluferla landbúnaðarvara, alveg frá frumframleiðslu til neytenda. Erlendis er farið að tala um „hringrásar“ landbúnað (circular agriculture) í þessu sambandi, þar sem megináherslan er lögð á samstarf bænda, vísindamanna, fyrirtækja og stofnana í að þróa landbúnað sem nýtir nútíma tækni og þekkingu til að framleiða holla vöru, á eðlilegu verði og með sem minnstum neikvæðum umhverfisáhrifum. Mikilvægt er að matvæla­ framleiðsla njóti trausts og virðingar í samfélaginu. Afkoma framleiðenda og úrvinnsluaðila þarf að vera viðunandi svo hægt sé að tryggja trúverðugleika og sækja fram í þróun. Í hinum vest­ ræna heimi er ofgnótt af flestu og því tilhneiging til að fara illa með. Kannski eiga minni tengsl og skortur á samkennd neytenda og framleiðenda þátt í því að matar­ sóun hefur verið að aukast. Stytta þarf leiðir frá framleiðendum til neytenda, ekki eingöngu til að minnka kolefnisspor heldur líka til að auka samkennd og virðingu fyrir matvælum. Málefni landbúnaðarins og umhverfisins verða á dagskrá málþings, sem Rótarýklúbbur Rangæinga og Landgræðslan standa fyrir í húsakynnum Landgræðslunnar í Gunnarsholti, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.00. Allir sem áhuga hafa á landbúnaði og umhverfismálum eru velkomnir. Ókeypis aðgangur. Grétar Hrafn Harðarson Grétar Hrafn Harðarson. LESENDABÁS Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.