Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 3
Baráttusamtök og
samviska
þjóðar
Afmæliskveðja
frá forseta íslands
Baráttan fyrir jöfnuði og réttlæti hefur á
langri vegferð krafist mikilla fórna; hug-
sjónafólk verið í fararbroddi en notið
stuðnings félaganna sem fundu sjálfir hvar
skórinn kreppti. Ótrúlegar hindranir voru á
þeirri leið en sigrarnir líka fræknir.
í hálfa öld hefur Öryrkjabandalag íslands vaxið
úr andófi og veikburða viðspyrnu samtakanna
sex sem sáu í upphafi að ekki varð lengur unað
við óbreytt ástand; vaxið í þjóðarafl sem býr
nú að aðild rösklega þrjátíu samtaka og tugum
þúsunda félagsmanna; þjóðarafl sem náð hefur
miklum árangri í réttarbótum og aðbúnaði en er
líka orðið eins konar samviska landsmanna; veg-
vísir um athafnir og ákvarðanir, bæði ríkisvalds
og sveitarfélaga; í reynd okkar allra.
Ég kynntist í æsku hvernig berklasjúklingar
lentu utangarðs þótt viðunandi heilsu væri náð;
margir þeirra höfðu þjáðst með móður minni.
Það var einmitt reynslan af vettvangi SÍBS sem
fyrir 50 árum efldi stofnendum Öryrkjabanda-
lagsins kjark til að halda á brattann, trúa því að
hægt væri að bæta aðstöðuna, fá fólkið í landinu
til að styðja góðan málstað.
Öryrkjabandalagið hefur reist marga burðarása
þeirrar velferðar sem við viljum nú telja sóma ís-
lands en það verk hefur ekki alltaf verið auðvelt,
vonbrigðin oft töluverð þegar illa gekk. Jafn-
vel komu þær stundir að storma varð í réttarsali,
treysta á Hæstarétt og vísa í sáttmála Evrópu
og Sameinuðu þjóðanna til að verja hagsmuni
félagsmanna.
Þótt margt megi enn bæta er samt á afmælisári
hægt að líta glöð um öxl, fagna þeim gagngeru
breytingum sem orðið hafa. Aðbúnaður, húsa-
kostur, atvinna, kjarabætur, tryggingar, endur-
hæfing, menntun, fræðsla og þjálfun - allt er
þetta nú með öðrum og betri brag. Þó þarf að
halda vöku sinni því reynsia síðustu ára hefur
kennt okkur að veðrabrigðin gera ekki alltaf boð
á undan sér.
Öryrkjabandalag íslands hefur á hálfri öld skilað
glæsilegu starfi í þágu sinna félagsmanna en það
hefur líka opnað þjóðinni nýja sýn, mennskari
skilning á samábyrgðinni, vissu um að þrátt fyrir
áföll er hægt að lifa góðu lífi.
íslenska þjóðin heldur nú til móts við nýja tíma
og þarf áfram að njóta styrkrar leiðsagnar ykkar
í þeirri för. Öryrkjabandalagið hefur orðið rödd
sem fólkið í landinu hlustar á, trúir og treystir. í
þeim árangri felst í senn gæfa og ábyrgð.