Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 55
Ljósmynd: Bára Snædal
hagsleg málefni. Algengast er þó að ágrein-
ingurinn tengist réttindum hjáTryggingastofnun
ríkisins (TR) og lífeyrissjóðum, sem og annarri
stjórnsýslu. Eftir bankahrunið leita mun fleiri en
áður með mál tengd fjárhagserfiðleikum. Lög-
fræðiráðgjöfinni er ætlað að sinna málum sem
eru lagalega flóknari en félagslega ráðgjöfin
getur sinnt. Lögfræðingur ÖBÍ tekur ekki að sér
að reka mál einstaklinga heldur veitir eingöngu
lögfræðilega ráðgjöf. í undantekningartilvikum
tekur ÖBÍ þó að sér að kosta rekstur mála sem
eru fordæmisgefandi fyrir stóran hóp öryrkja.
Dcmíel Isebarn Ágústsson,
lögfræðingur
Mikil aukning í ráðgjöf vegna fjárhags-
þrenginga
Til ÖBÍ leita margir sem eiga verulega erfitt með
að framfleyta sér. Greiðslur almannatrygginga
eru langt undir öllum viðmiðum sem skýrslan ís-
lensk neysluviðmið birti. Örorkubætur hafa lítið
sem ekkert hækkað síðan í byrjun árs 2009 á
meðan verðlag hefur hækkað talsvert. Örorku-
lífeyrisþegar, eins og aðrir íbúar landsins, reka
heimili og eru með fjárhagslegar skuldbindingar.
Miklar hækkanir afborgana lána, verðlagshækk-
anir og hækkuð gjöld ýmiss konar koma mjög
illa við marga öryrkja, sérstaklega þá sem stóðu
höllum fæti fyrir efnahagshrunið. Hlutdeild
sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjón-
ustu hefur einnig aukist á síðustu árum. Heil-
brigðiskostnaður hjá öryrkjum er hærri en hjá
fólki almennt vegna heilsubrests og kostnaðar
við ýmsa aðkeypta þjónustu. Öryrkjar þurfa yfir-
leitt um 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta
sömu lífskjara.
Fátæktargildrur
Eitt af því sem einkennir stöðu öryrkja er að þeir
þurfa að lifa á bótum árum og jafnvel áratugum
saman. Stór hluti öryrkja getur ekki aukið tekjur
sínar með því að fara út á vinnumarkaðinn, m.a.
af heilsufarsástæðum. Aðgengi býður oft ekki
upp á atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Öryrkjar með
engar atvinnutekjur og/eða engan eða lágan líf-
eyrissjóð eru verst settir.
Lág frítekjumörk og tekjutengingar gera það að
verkum að fólk er fast í fátæktargildrum. Öryrkjar
með aðrar skattskyldar tekjur undir ákveðinni
upphæð fá sömu heildartekjur eins og ef þeir
væru án þessara tekna, þar sem allar skattskyldar
tekjur skerða sérstaka framfærsluuppbót krónu á
móti krónu. Sem dæmi leitaði til ÖBÍ öryrki með
12.160 króna skerðingu á sérstöku framfærslu-
uppbótinni vegna þess að hann var með sömu
krónutölu í fjármagnstekjur (vextir og verð-
bætur) á ári af reikningi sem örorkubætur hans
og engar aðrar greiðslur voru lagðar inn á.
Vegna samspils örorkugreiðslna frá almennum
lífeyrissjóðum og örorkubóta TR duttu margir
öryrkjar í fátæktargildru síðustu ár, en samspilið
hefur leitt til skerðinga hjá öryrkjum.
Skerðingar vegna fjármagnstekna
Skerðingar vegna fjármagnstekna eru þess
valdandi að lítill varasjóður skerðir örorkubætur.
Nauðsynlegt er að geta átt varasjóð vegna ófyrir-
sjáanlegs kostnaðar og áfalla. Ósjaldan leita ör-
yrkjar til ÖBÍ sökum þess að örorkubætur þeirra
duga ekki fyrir framfærslu út mánuðinn og þeir
eiga engan varasjóð. Oft á tíðum er hvergi hægt
að fá fjárhagsstuðning fyrir þá sem ekki eru á
vinnumarkaði og greiða því ekki í stéttarfélag.
Þeir sem eru með mánaðarlegar tekjur yfir fram-