Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 48

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 48
AFMÆLISRIT ÖBÍ ADHD samtökín ADHD samtökin ADHD samtökin voru stofnuð 7. apríl 1988 undir nafninu „Foreldrafélag misþroska barna". Fyrsti formaður þess var Matt- hías Kristiansen og núverandi formaður er Björk Þórarinsdóttir. Samtökin eru til stuðn- ings börnum og fullorðnum með athyglis- brest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra. ADHD stendur fyrir At- tention Deficit Hyperactivity Disorder sem er alþjóðleg skammstöfun fyrir athyglis- brest og ofvirkni. Markmið ADHD samtakanna er að börn og full- orðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri að- lögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og al- mennt bættum lífsgæðum. Athyglisbrestur og ofvirkni Athyglisbrestur og ofvirkni, oftast kallað ADHD í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram snemma, eða fyrir 7 ára aldur, og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni er algerlega óháð greind. Algengi /tíðni ADHD Nýjar rannsóknir sýna að 5-10% af hundraði barna og unglinga glíma við ofvirkni. Það þýðir að 2-3 börn með ADHD gætu verið í hverjum bekk að meðaltali í öllum aldurshópum. í hópi barna með ADHD eru þrír drengir á móti hverri stúlku. Nýjar rannsóknir benda þó til að fleiri stúlkur séu með ADHD en talið hefur verið, en þær koma síður til greiningar. Nýlegar banda- rískar rannsóknir sýna 4,4% algengi ADHD hjá fullorðnum. Auk þess geta ýmsir haft vægari ein- kenni þótt þeir falli ekki undir greiningarskil- merkin. ADHD ráðstefna 2008. Hvað veldur ADHD ? Orsakir ADHD eru líffræðilegar og því er ekki um- hverfisþáttum um að kenna, svo sem slöku upp- eldi eða óheppilegum kennsluaðferðum. Rann- sóknir benda til að orsaka sé að leita í truflun í boðefnakerfi heila á stöðum sem gegna mikil- vægu hlutverki í stjórn hegðunar. Erfðir gegna mikilvægu hlutverki, talið er að erfðir útskýri 75- 95% ADHD einkenna. ADHD getur einnig komið fram í tengslum við sjúkdóma eða slys, t.d. höfuð- áverka eða áföll á meðgöngu og fylgir oft öðrum þroskaröskunum. Aðsetur og opnunartími Skrifstofa ADHD samtakanna er á 3. hæð að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, í sama húsi og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Skrifstofa samtakanna er opin alla virka daga milli kl. 13 -16. Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.