Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 23

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 23
Samtök sykursjúkra 40 ára Samtök sykursjúkra voru stofnuð 25. nóv- ember 1971. í tilefni afmælisins er rétt að rifja upp tildrög þess að Samtök sykursjúkra voru stofnuð og er hér vitnað í viðtal sem Kristinn Helgason átti við Helga Hannesson árið 1971 en þar segir Helgi frá tildrögum þess að samtökin voru stofnuð. Stofnun félagsins Helgi fékk til liðs við sig Þóri Ólafsson blikksmið í Kópavogi og Þóri Helgason yfirlækni og stóðu þeir með hjálp góðra manna að því að samtökin voru stofnuð í nóvember 1971, með 136 stofn- félaga. Betur má ef duga skal Á þessum fjörutíu árum hefur ýmislegt áorkast en margt er enn ógert. Mikið starf er framundan þar sem þjóðin eldist mjög hratt og breyttir lifnaðar- hættir hafa stuðlað að aukinni tíðni sykursýki og enn mun tíðnin aukast ef spár reynast réttar. Nú er áætlað að fjöldi sykursjúkra í heiminum öllum sé um 285 milljónir og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi á næstu 20 árum í 440 milljónir. Augljóst er að hér þarf að spyrna við fótum. Forvarnir mikilvægar Áætlaður fjöldi þeirra sem greindir hafa verið með sykursýki hér á landi er um 10.000 manns. Rannsóknir benda til þess að gera megi ráð fyrir að fyrir hvern greindan með sykursýki séu tveir aðrir sem ganga með sjúkdóminn án þess að vita af því. Þetta fólk verður samfélaginu mjög dýrt því sykursýki geta fylgt mjög alvarlegir og þar með dýrir fylgikvillar, svo sem æða-, tauga-, augn- og nýrnaskemmdir. Sykursýki greinist gjarnan hjá þessum einstaklingum þegar þeir leita læknis vegna áhrifa fylgikvillanna. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að snúa má þessari þróun við með öflugum forvörnum. Með því að hvetja almenning til heilbrigðari lífshátta má draga úr þeim gífurlega kostnaði sem af þessum sjúkdómi hlýst. Vitað er að offita, hreyfingarleysi, streita, hátt kólesteról og hár blóðþrýstingur eykur verulega líkurnar á því að menn þrói með sér sykursýki af tegund 2. Fræðslustarf í brennidepli Markmið félagsins hafa verið skýr frá upphafi og hefur fræðslustarfið ávallt verið í öndvegi. Fé- lagið hefur fylgt því eftir með fræðslufundum og útgáfu á ýmiss konar fræðsluefni, jafnt fyrir sykursjúka, fagfólk og almenning. Mikið af þessu efni hefur verið birt í Jafnvægi, tímariti samtak- anna, sem komið hefur út sleitulaust frá árinu 1974 með örfáum undantekningum. Merkur áfangi Stofnun Göngudeildar sykursjúkra á Landspítala er án efa einn merkasti áfanginn í sögu samtak- anna. En ávallt þarf að vera á verði og nú vinna samtökin af ötulleik að því að göngudeildin búi ætíð við fullnægjandi starfsskilyrði. Standa þarf vörð um að áhöld og efni sem þarf við meðferð sjúkdómsins verði áfram niðurgreidd af hinu opinbera. Það er aldrei brýnna en nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og sækja fram á þeirri braut sem mörkuð var í upphafi. Kæru félagsmenn og aðrir velunnarar innilega til hamingju með árin 40. Sigríður Jóhannsdóttir, formaður samtaka sykursiúkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.