Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 41
Öryrkjabandalags Noregs 2011
Lífskjör
Markmiðið er að fólki sem býr
við fötlun og langvarandi veik-
indi, séu tryggð lífskjör til sam-
ræmis við aðra borgara.
Vinna
Markmiðið er að fólk sem býr við
fötlun og langvarandi veikindi
fái tækifæri til að nýta kunnáttu
sína og hæfni, til virkrar þátt-
töku í atvinnulífinu.
Alþjóðlegt samstarf
Að efla alþjóðlegt samstarf með
það að markmiði að styrkja rétt-
indi fatlaðra og vinnuskilyrði á
alþjóðavettvangi.
Réttindi
Markmiðið er að tryggja fólki
með fötlun og langvinna sjúk-
dóma,jafnan lagalegan rétt.
Sjálfstæði í daglegu lífi
Markmiðið er að fólk sem býr
við fötlun og langvarandi veik-
indi geti lifað sjálfstæðu lífi og
hafi val um að stýra sjálft þeirri
þjónustu sem það notar.
Aðgengi
Markmiðið er að tryggja að-
gengi fólks sem býr við fötlun
og langvarandi veikindi, svo það
geti tekið virkan þátt á öllum
sviðum samfélagsins.
Heilsa
Markmiðið er að heilbrigðis-
þjónusta sé svo vel þróuð að
hún geti sinnt þörfum fólks með
langvarandi veikindi og fötlun,
á þeirra forsendum.
Endurhæfing
Markmiðið er að tryggja að
börn, unglingar og fullorðnir
sem búa við fötlun og langvar-
andi veikindi, fái endurhæfingu
við hæfi.
Uppeldi og menntun
Markmiðið er að tryggja börn-
um og ungu fólki með fötlun og
langvarandi veikindi góð vaxtar-
skilyrði, og að allir fái alvöru að-
gang að skólamenntun á öllum
stigum og sviðum.
Þróun félagsstarfsins
Markmiðið er að stuðla að
áhrifum aðildarfélaga á opin-
bera stefnumótun. Það er gert
með því að virkja aðildarfélögin
sem þrýstihópa og með því að
þróa frekar samstarf aðildar-
félaganna innan FFO.
Ráðstefna á vegum Nordisk Network
on Disability Research (NNDR)
Ellefta ráðstefna NNDR verður haldin dagana 27. - 28. maí 2011 á Grand Hótel Reykjavík.
Á ráðstefnunni verða kynningar á rannsóknum í fötlunarfræðum á Norðurlöndum.
Helstu mál ráðstefnunnar verða:
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun,
hugmyndafræðin sjálfstætt líf (e. Independent Living) og
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA).
Ráðstefna NNDR er haldin í samstarfi við Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við
Háskóla íslands og Öryrkjabandalag íslands.
NNDR er fjölfaglegt net rannsóknarfólks sem nálgast málefni fatlaðs fólks frá félagslegu-,
menningarlegu-, sögulegu- og heimspekilegu sjónarhorni.
Erlendir sérfræðingar í málefnum fatlaðra verða með fyrirlestrana og
ráðstefnan fer fram á ensku. Pláss er fyrir 400 manns og aðeins örfá sæti laus.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar:
www.yourhost.is/nndr2011/nndr-and-national-network-conferences.html
en einnig á heimasíðu Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum: www.fotlunarfraedi.hi.is/vidburdir_naestunni