Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 43

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 43
Hugarfar er félag fólks með áunninn heilaskaða, aðstandenda þeirra og áhugafólks um málefnið. Samtökin voru stofnuð 21. febrúar 2007. Fyrsti formaður var Kristín Michel- sen sem nú er starfandi formaður en ekki tókst að finna annan formann fyrir síðasta aðal- fund. Hugarfar hefur átt aðild að Öryrkjabandalagi íslands frá 2008 og heldur félagsfundi í þjónustusetri líknarfélaga. Upplýsingamiðlun og fræðslustarfsemi Helstu markmið Hugarfars eru að stuðla að upplýsingamiðlun til fólks með áunninn heila- skaða og fjölskyldna þess. En einnig að stuðla að fræðslustarfsemi í þjóðfélaginu sem leitt getur til betri aðstöðu, framhaldsþjálfunar og fram- haldsmeðferða skjólstæðinga sinna. Samtökin létu í upphafi starfsemi sinnar þýða fræðslu- bækling um áunninn heilaskaða sem nú er búið að endurskoða og endurprenta. Félagsfundir hafa verið haldnir mánaðarlega yfir vetrarmán- uðina þar sem sérfræðingar hafa verið fengnir til að halda fyrirlestra fyrir félagsmenn, aðstand- endur, fagfólk og aðra áhugasama. Um þessar mundir er unnið að fræðslumynd um áunninn heilaskaða sökum ofbeldis og hefur formaðurinn og annar félagsmaður komið að því ásamt fag- fólki. Hugarfar er einnig með þjónustusíma og er númerið 661-5522. Nokkuð er um að fólk hringi í þjónustusímann og er þá reynt að liðsinna eftir megni. Aðallega er þetta hlustun og að vísa viðkomandi í ákveðnar áttir. Heimasíðan og hópar á fésbókinni Hugarfar heldur úti vefsíðunni www.hugarfar. is og þar getur fólk sótt um félagsaðild, fengið margvíslegar upplýsingar um áunninn heila- skaða, félagsfundi o.fl. Félagið stóð fyrir skoðana- könnun á heimasíðunni á síðasta ári og kom þar ýmislegt skemmtilegt fram og annað mjög upp- lýsandi. Var það einn félagsmanna Hugarfars, 43 Þórarinn Karlsson, sem stóð fyrir þessari könnun. Hugarfar er Ifka á fésbókinni og auglýsir félags- fundi þar líkt og á heimasíðu félagsins. Starf unga fólksins Hópur ungs fólks í Hugarfari hefur hist einu sinni í mánuði í vetur. Farið hefur verið á kaffihús, út að borða, í keilu og leikhús. Dís Gylfadóttir og Magnús Harri hafa leitt þetta starf. Kristín Michelsen, formaður Hugarfars AFMÆLISRIT ÖBÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.