Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 43
Hugarfar er félag fólks með áunninn heilaskaða, aðstandenda þeirra og áhugafólks um
málefnið. Samtökin voru stofnuð 21. febrúar 2007. Fyrsti formaður var Kristín Michel-
sen sem nú er starfandi formaður en ekki tókst að finna annan formann fyrir síðasta aðal-
fund. Hugarfar hefur átt aðild að Öryrkjabandalagi íslands frá 2008 og heldur félagsfundi
í þjónustusetri líknarfélaga.
Upplýsingamiðlun og fræðslustarfsemi
Helstu markmið Hugarfars eru að stuðla að
upplýsingamiðlun til fólks með áunninn heila-
skaða og fjölskyldna þess. En einnig að stuðla að
fræðslustarfsemi í þjóðfélaginu sem leitt getur
til betri aðstöðu, framhaldsþjálfunar og fram-
haldsmeðferða skjólstæðinga sinna. Samtökin
létu í upphafi starfsemi sinnar þýða fræðslu-
bækling um áunninn heilaskaða sem nú er búið
að endurskoða og endurprenta. Félagsfundir
hafa verið haldnir mánaðarlega yfir vetrarmán-
uðina þar sem sérfræðingar hafa verið fengnir
til að halda fyrirlestra fyrir félagsmenn, aðstand-
endur, fagfólk og aðra áhugasama. Um þessar
mundir er unnið að fræðslumynd um áunninn
heilaskaða sökum ofbeldis og hefur formaðurinn
og annar félagsmaður komið að því ásamt fag-
fólki. Hugarfar er einnig með þjónustusíma og er
númerið 661-5522. Nokkuð er um að fólk hringi
í þjónustusímann og er þá reynt að liðsinna eftir
megni. Aðallega er þetta hlustun og að vísa
viðkomandi í ákveðnar áttir.
Heimasíðan og hópar á fésbókinni
Hugarfar heldur úti vefsíðunni www.hugarfar.
is og þar getur fólk sótt um félagsaðild, fengið
margvíslegar upplýsingar um áunninn heila-
skaða, félagsfundi o.fl. Félagið stóð fyrir skoðana-
könnun á heimasíðunni á síðasta ári og kom þar
ýmislegt skemmtilegt fram og annað mjög upp-
lýsandi. Var það einn félagsmanna Hugarfars,
43
Þórarinn Karlsson, sem stóð fyrir þessari könnun.
Hugarfar er Ifka á fésbókinni og auglýsir félags-
fundi þar líkt og á heimasíðu félagsins.
Starf unga fólksins
Hópur ungs fólks í Hugarfari hefur hist einu sinni
í mánuði í vetur. Farið hefur verið á kaffihús, út
að borða, í keilu og leikhús. Dís Gylfadóttir og
Magnús Harri hafa leitt þetta starf.
Kristín Michelsen,
formaður Hugarfars
AFMÆLISRIT ÖBÍ