Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 44
Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðs fólks frá 2006
markar tímamót í allri mannréttinda- og
frelsisbaráttu fatlaðs fólks út um allan
heim. Með þessum áfanga staðfesti al-
þjóðasamfélagið að þrátt fyrir að fatlað fólk
eigi auðvitað sama tilkall og aðrir til þeirra
mannréttinda sem þegar hafa verið tryggð
þá er fatlað fólk engu að síður ennþá svipt
þessum grundvallarréttindum. Þessi nýi
sáttmáli boðar því hvorki ný né sérstök
mannréttindi handa fötluðu fólki, heldur
hefur hann að geyma nákvæmari útfærslu
á því hvað þarf að gera til þess að almenn
mannréttindi séu einnig tryggð fötluðu
fólki.
Vanþekking á þörfum og aðstæðum fatlaðs
fólks
Helstu ástæður þess að ekki hefur tekist að
vernda mannréttindi fatlaðs fólks með fyrri sátt-
málum má rekja til þess hversu ósýnilegt fatlað
fólk hefur verið í samfélaginu. Meðal annars er
það vegna sérgreindra og aðgreindra úrræða,
auk þess sem almenn vanþekking virðist ríkja á
þörfum og aðstæðum fatlaðs fólks.
Litið á fötlun sem galla
Eins og fötlunarfræðin bendir á þá byggir þessi
vanþekking aðallega á gamaldags hugsunar-
hætti sem gengur út frá einstaklingsmiðuðu
sjónarhorni á fötlun. í því felst að litið er á fötlun
sem galla, afbrigðileika eða einhvers konar fyrir-
brigði sem búi innra með einstaklingnum. Það
þurfi því að laga, hæfa og vernda fatlað fólk og
slíkt sé einungis á færi sérfræðinga og komið
undir velvilja og fjárhagslegu bolmagni stjórn-
valda. Þetta er hin klassíska ölmusu- og velferðar-
nálgun á málefni fatlaðs fólks.
Nýsjónarhorn
Þessi gamaldags sjónarmið hafa því miður allt of
lengi verið hið ríkjandi viðhorf til fötlunar. Hins
vegar ganga ný sjónarhorn, eins og mannrétt-
indasjónarhornið á fötlun, út frá því að fötlun sé
félagslegt fyrirbrigði sem verði til í samspili ein-
staklings og umhverfis. Undir þessu sjónarhorni
er horft á hvernig fólk, með ýmsar skerðingar, er
gert fatlað þegar það er hindrað í fullri þátttöku í
samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir ólíkum þörfum
og margbreytileika mannlífsins.
Jafnréttislöggjöf sem banni hvers konar úti-
lokun
Það er út frá þessu sjónarhorni sem hinn nýi
mannréttindasáttmáli sprettur. Tilgangur hans
er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mann-
réttinda og frelsis til fulls og jafns við aðra, að
vernda og tryggja slík réttindi og að auka virð-
ingu fyrir mannlegri reisn fatlaðs fólks. Svo það
megi verða að veruleika er sett fram í rúmlega 30
efnisgreinum til hvaða aðgerða stjórnvöld skuli