Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 53

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 53
Um starfsemi SÍBS SÍBS sameinar fólk með berkla, hjarta- og lungnasjúkdóma, astma, ofnæmi og svefn- háðar öndunartrufianir. Fjöldi félagsmanna SÍBS er um 6.200. Einkunnarorð SÍBS eru: „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar". Starfsemi SÍBS SÍBS á og rekur Reykjalund, endurhæfingarmið- stöð SÍBS, Múlalund, vinnustofu SÍBS og Happ- drætti SÍBS. Múlabær, dagvistun aldraðra og Hlíðabær dagvistun minnissjúkra og HL-stöðvar voru stofnsettar af SÍBS ásamt fleirum. Á Reykja- lund koma um 3000 einstaklingar á hverju ári og nýta sér endurhæfingarþjónustu sem stofn- unin býður upp á. Á Múlalundi starfa um 50 ein- staklingar á hverjum tíma og nýta sér starfs- endurhæfingarúrræði. Starfsemi Múlalundar var á árinu 2010 flutt úr Hátúni 10 yfir í iðnaðar- húsnæði á Reykjalundi í kjölfar endurbóta á því húsnæði. Með því móti skapast aukin tækifæri þessara tveggja rekstrareininga SÍBS til frekara samstarfs á sviði starfsendurhæfingar. Happ- drætti SÍBS hefur haldið sjó nú á krepputímum þrátt fyrir minniháttar samdrátt í miðasölu en tekjur happdrættisins renna til uppbyggingar á Múlalundi og Reykjalundi. Forvarnastarf SÍBS SÍBS lét nýlega gera tvær myndir, önnur er um bakverki og hin um offitu barna. Áætlað er að nota myndirnar í starfi SÍBS m.a. til forvarna. Einnig hafa aðildarfélög SÍBS gert kynningar- myndir um starf sitt. Þá voru framleidd 6 mynd- skeið (45 sek. stiklur) um forvarnir sem birtust bæði í sjónvarpi og útvarpi. Nú stendur yfir vinna við gerð fræðsluefnis sem nýtast mun í baráttu gegn höfuðáverkum sem leitt geta til heilaskaða. Áætlað er að sýna myndina í framhaldsskólum. Viðburðir innan SÍBS í febrúar á síðasta ári var ráðstefnan „Heilbrigðis- kerfi á krepputímum" haldin á vegum SÍBS og í mars á þessu ári var haldin ráðstefnan „Líf með Félagsmenn íútivistar- og vinnuferð i SÍBS lundinum í Heiðmörk. lyfjum". SÍBS hefur yfir að ráða landspildu í Heið- mörkog síðastliðiðvorfórufélagsmenn og starfs- fólk vinnu- og skemmtiferð í lundinn. Áformað er að gera slíkt hið sama nú í vor. Á undanförnum árum hafa verið farnar kynningar- og mælinga- ferðir þar sem boðið hefur verið upp á mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrefnismettun. Árið 2007 var farin hringferð um landið og árið 2009 var farið um Vestfirði. Á þessu ári er áformað að fara slíka ferð um Suðurland. Mikiivæg verkefni framundan Að undanförnu hefur verið unnið að því hörðum höndum í rekstrareiningum SÍBS að lágmarka áföll sem rekja má m.a. til þeirrar efnahags- kreppu sem nú ríkir. Það, ásamt því að tryggja al- mennt fjárhagslega afkomu samtakanna, er eitt af mikilvægustu verkefnum SÍBS á næstunni. Styrkur ÖBÍ til SÍBS á undanförnum árum hefur þar skipt miklu máli. SÍBS dagurinn er haldinn árlega fyrsta sunnudag í október en þá er opið hús að Síðumúla 6 fyrir gesti og gangandi. Hægt er að sjá nánari upp- lýsingar um SÍBS á nýrri heimasíðu félagsins. Helgi Hróðmarsson, f.v. framkvæmdastjóri félagsmálasviðs SÍBS AFMÆLISRIT ÖBÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.