Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Qupperneq 53
Um starfsemi
SÍBS
SÍBS sameinar fólk með berkla, hjarta- og
lungnasjúkdóma, astma, ofnæmi og svefn-
háðar öndunartrufianir. Fjöldi félagsmanna
SÍBS er um 6.200. Einkunnarorð SÍBS eru:
„Styðjum sjúka til sjálfsbjargar".
Starfsemi SÍBS
SÍBS á og rekur Reykjalund, endurhæfingarmið-
stöð SÍBS, Múlalund, vinnustofu SÍBS og Happ-
drætti SÍBS. Múlabær, dagvistun aldraðra og
Hlíðabær dagvistun minnissjúkra og HL-stöðvar
voru stofnsettar af SÍBS ásamt fleirum. Á Reykja-
lund koma um 3000 einstaklingar á hverju ári
og nýta sér endurhæfingarþjónustu sem stofn-
unin býður upp á. Á Múlalundi starfa um 50 ein-
staklingar á hverjum tíma og nýta sér starfs-
endurhæfingarúrræði. Starfsemi Múlalundar
var á árinu 2010 flutt úr Hátúni 10 yfir í iðnaðar-
húsnæði á Reykjalundi í kjölfar endurbóta á því
húsnæði. Með því móti skapast aukin tækifæri
þessara tveggja rekstrareininga SÍBS til frekara
samstarfs á sviði starfsendurhæfingar. Happ-
drætti SÍBS hefur haldið sjó nú á krepputímum
þrátt fyrir minniháttar samdrátt í miðasölu en
tekjur happdrættisins renna til uppbyggingar á
Múlalundi og Reykjalundi.
Forvarnastarf SÍBS
SÍBS lét nýlega gera tvær myndir, önnur er um
bakverki og hin um offitu barna. Áætlað er að
nota myndirnar í starfi SÍBS m.a. til forvarna.
Einnig hafa aðildarfélög SÍBS gert kynningar-
myndir um starf sitt. Þá voru framleidd 6 mynd-
skeið (45 sek. stiklur) um forvarnir sem birtust
bæði í sjónvarpi og útvarpi. Nú stendur yfir vinna
við gerð fræðsluefnis sem nýtast mun í baráttu
gegn höfuðáverkum sem leitt geta til heilaskaða.
Áætlað er að sýna myndina í framhaldsskólum.
Viðburðir innan SÍBS
í febrúar á síðasta ári var ráðstefnan „Heilbrigðis-
kerfi á krepputímum" haldin á vegum SÍBS og í
mars á þessu ári var haldin ráðstefnan „Líf með
Félagsmenn íútivistar- og vinnuferð i SÍBS lundinum í
Heiðmörk.
lyfjum". SÍBS hefur yfir að ráða landspildu í Heið-
mörkog síðastliðiðvorfórufélagsmenn og starfs-
fólk vinnu- og skemmtiferð í lundinn. Áformað er
að gera slíkt hið sama nú í vor. Á undanförnum
árum hafa verið farnar kynningar- og mælinga-
ferðir þar sem boðið hefur verið upp á mælingar
á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrefnismettun. Árið
2007 var farin hringferð um landið og árið 2009
var farið um Vestfirði. Á þessu ári er áformað að
fara slíka ferð um Suðurland.
Mikiivæg verkefni framundan
Að undanförnu hefur verið unnið að því hörðum
höndum í rekstrareiningum SÍBS að lágmarka
áföll sem rekja má m.a. til þeirrar efnahags-
kreppu sem nú ríkir. Það, ásamt því að tryggja al-
mennt fjárhagslega afkomu samtakanna, er eitt
af mikilvægustu verkefnum SÍBS á næstunni.
Styrkur ÖBÍ til SÍBS á undanförnum árum hefur
þar skipt miklu máli.
SÍBS dagurinn er haldinn árlega fyrsta sunnudag
í október en þá er opið hús að Síðumúla 6 fyrir
gesti og gangandi. Hægt er að sjá nánari upp-
lýsingar um SÍBS á nýrri heimasíðu
félagsins.
Helgi Hróðmarsson,
f.v. framkvæmdastjóri
félagsmálasviðs SÍBS
AFMÆLISRIT ÖBÍ