Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Qupperneq 48
AFMÆLISRIT ÖBÍ
ADHD
samtökín
ADHD
samtökin
ADHD samtökin voru stofnuð 7. apríl 1988
undir nafninu „Foreldrafélag misþroska
barna". Fyrsti formaður þess var Matt-
hías Kristiansen og núverandi formaður er
Björk Þórarinsdóttir. Samtökin eru til stuðn-
ings börnum og fullorðnum með athyglis-
brest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og
fjölskyldum þeirra. ADHD stendur fyrir At-
tention Deficit Hyperactivity Disorder sem
er alþjóðleg skammstöfun fyrir athyglis-
brest og ofvirkni.
Markmið ADHD samtakanna er að börn og full-
orðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar
raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu
og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri að-
lögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og al-
mennt bættum lífsgæðum.
Athyglisbrestur og ofvirkni
Athyglisbrestur og ofvirkni, oftast kallað ADHD
í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem kemur
yfirleitt fram snemma, eða fyrir 7 ára aldur, og
getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og
félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni
er algerlega óháð greind.
Algengi /tíðni ADHD
Nýjar rannsóknir sýna að 5-10% af hundraði
barna og unglinga glíma við ofvirkni. Það þýðir
að 2-3 börn með ADHD gætu verið í hverjum
bekk að meðaltali í öllum aldurshópum. í hópi
barna með ADHD eru þrír drengir á móti hverri
stúlku. Nýjar rannsóknir benda þó til að fleiri
stúlkur séu með ADHD en talið hefur verið, en
þær koma síður til greiningar. Nýlegar banda-
rískar rannsóknir sýna 4,4% algengi ADHD hjá
fullorðnum. Auk þess geta ýmsir haft vægari ein-
kenni þótt þeir falli ekki undir greiningarskil-
merkin.
ADHD ráðstefna 2008.
Hvað veldur ADHD ?
Orsakir ADHD eru líffræðilegar og því er ekki um-
hverfisþáttum um að kenna, svo sem slöku upp-
eldi eða óheppilegum kennsluaðferðum. Rann-
sóknir benda til að orsaka sé að leita í truflun í
boðefnakerfi heila á stöðum sem gegna mikil-
vægu hlutverki í stjórn hegðunar. Erfðir gegna
mikilvægu hlutverki, talið er að erfðir útskýri 75-
95% ADHD einkenna. ADHD getur einnig komið
fram í tengslum við sjúkdóma eða slys, t.d. höfuð-
áverka eða áföll á meðgöngu og fylgir oft öðrum
þroskaröskunum.
Aðsetur og opnunartími
Skrifstofa ADHD samtakanna er á 3. hæð að
Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, í sama húsi
og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur
barna með sérþarfir.
Skrifstofa samtakanna er opin alla virka daga
milli kl. 13 -16.
Ellen Calmon,
framkvæmdastjóri
ADHD samtakanna