Fréttablaðið - 02.06.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 02.06.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 2 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Njóttu sumarsins á Volkswagen California Nýja T6.1 línan er mætt Atvinnubílar HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/volkswagensalur n Mjög sammála 32% n Frekar sammála 29% n Hvorki né 22% n Frekar ósammála 8% n Mjög ósammála 9% DÓMSMÁL Tryggingastofnun ríkis- ins lét hjá líða að efna dómsátt sem gerð var við tvo einstaklinga í lok apríl, þar til forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins var boðaður til fyrirtöku um fjárnám hjá stofnun- inni á miðvikudaginn í síðustu viku. Samkvæmt sáttinni bar TR að greiða tveimur öryrkjum samtals rúma fimm og hálfa milljón króna. Dómsáttin á sér um það bil tíu ára aðdraganda eða frá því stofnunin breytti túlkun sinni á ákvæðum um búsetuskrerðingar í lögum um almannatryggingar árið 2009. Þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um almannatryggingar hafi úrskurðað árið 2011 að túlkun stofnunarinnar stæðist ekki, lét stofnunin sér ekki segjast og hélt sig við túlkun sína, sem leiddi óhjákvæmilega til skerð- ingar bóta hjá fjölda örorkulífeyris- þega. Velferðarráðuneytið tók á þeim tíma afstöðu með TR og höfðuðu tveir einstaklingar dómsmál á hendur stofnuninni til að fá skorið úr um málið með aðfararhæfum dómi. Dómsátt var gerð í málinu í lok apríl, einkum með vísan til álits Umboðsmanns Alþingis um búsetuskerðingarnar sem birt var vorið 2018 og nýrri afstöðu ráðu- neytisins í kjölfar þess. Tryggingastofnun efndi hins vegar ekki sáttina innan greiðslu- frests og því lögðu öryrkjarnir fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni. Greiðsla barst loks síðastliðinn föstudag eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu boðaði for- stjóra Tryggingastofnunar, Sigríði Lilly Baldursdóttur, til fyrirtöku um fjárnám. – aá / sjá síðu 4. Fjárnám vofði yfir TR að kröfu öryrkja Sýslumaður boðaði forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fyrirtöku um fjárnám hjá stofnuninni í síðustu viku. Stofnunin efndi ekki dómsátt í máli um búsetuskerðingar innan greiðslufrests og leituðu gagnaðilar sáttarinnar til sýslumanns með aðfararbeiðni. Greiðsla barst loksins á föstudag. UMHVERFISMÁl Stjórnvöld á Íslandi ættu að taka loftslagsbreytingum jafn alvarlega og áskorunum vegna COVID-19 að mati 61 prósents landsmanna, samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir Landvernd. „ Niðu r s t ö ðu r n a r s ý n a að Íslendingar sk ilja alvör una á bak við hamfarahlýnun,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar. Ríkið sé of hallt undir hagsmunaöf l. Úr svörunum  má lesa að þeir sem eru yngri, betur menntaðir, tekjulægri og búsettir á höfuð- borgarsvæðinu eða nærri því, telja helst að taka eigi áskorunum vegna loftslagsvandans alvarlega. – gar / sjá síðu 6 Ríkið taki breytt loftslag af alvöru eins og COVID Gæsapar spókaði sig í Elliðaárdal í gær undir Árbæjarstíf lu þar sem glænýir ungar þess reyndu sig við fyrstu sporin á bökkum Elliðaánna, vegfarendum í útivistarparadísinni til ánægju og yndisauka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sigríður Lilly Balursdóttir. forstjóri TR Ríkisstjórn Íslands ætti að taka áskorunum vegna loftslags- breytinga jafnalvar- lega og áskorunum vegna COVID-19.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.