Fréttablaðið - 02.06.2020, Page 2

Fréttablaðið - 02.06.2020, Page 2
Nú þegar skóinn kreppir í hagkerf- inu er enn mikilvægara að tryggja að gjöld hækki ekki á fólk og fyrirtæki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Veður Víða hæg suðvestlæg átt og dálitlar skúrir í kvöld.Gengur í suðvestan 5-13 m/s eftir hádegi á morgun, hvassast norðvestanlands. Hiti 7 til 16 stig, Hlýjast á Austurlandi. SJÁ SÍÐU 18 l Hekkklippur l Keðjusagir l Sláttuorf l Grasklippur l Greinaklippur l Blásarar RAFHLÖÐUGARÐVERKFÆRI Nota sömu rafhlöður og önnur Makita 18 V rafhlöðuverk færi. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is 3% Góður dagur á Geirsnefi Hundaeigendur eiga athvarf á uppfyllingunni sem nefnd er Geirsnef og er við ósa Elliðaánna. Jafnan er þar mikið fjör er kátir hundar hittast og bregða á leik. Eigendur þeirra eru yfirleitt öllu rólegri og spjalla saman um heima og geima. Í gær var þar meðal annarra rannsóknaprófessorinn Guðmundur Oddur Magnússon, sem jafnan er kallaður Goddur, á tali við mann sem kvað óþarft að nafns hans yrði getið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK „Ég hafði undirbúið bónorðið í nokkra mánuði, en svo skall COVID á og allt fór í klessu,“ segir Ástral- inn Gareth Robinson sem ætlaði að biðja kærustu sinnar, Anneke Meehl, í fyrirhuguðu ferðalagi þeirra til Íslands. „Við gerðum okkur smám saman grein fyrir því að það myndi ekki verða af ferðinni,“ segir Gareth sem þrátt fyrir vonbrigðin lét ekki deigan síga. Hann sendi inn fyrir- spurn til íslenska samfélagsins á vefsíðunni Reddit þar sem hann bað um aðstoð Íslendinga. „Fyrst við komumst ekki til Íslands langaði mig að fá mynd frá Íslandi sem hefði persónulega skír- skotun fyrir okkur,“ segir Gareth sem spurði hvort einhver hefði tök á að taka mynd úr íslenskri náttúru sem hann mætti nota þegar hann bæði Anneke að giftast sér. Svörin létu ekki á sér standa. Innan skamms hafði Gareth fengið mörg skilaboð. „Það kom mér mikið á óvart hversu margir buðust til að hjálpa,“ segir hann. „Einn þeirra var í f lugnámi og bauðst til að taka myndir af  Vatnajökulsþjóðgarði þegar aðstæður leyfðu, en ég þurfti því miður að afþakka vegna tíma- rammans.“ Einn bauðst til að taka myndir skammt frá Vík og þáði Gareth það. Skömmu síðar fékk hann senda mynd með glæsilegu útsýni yfir íslenska náttúru ásamt skilti með áletruninni „Viltu giftast mér, Anneke?“ Gareth fór svo með Anneke á uppáhaldspizzastaðinn þeirra í Ástralíu og þóttist leita að upp- lýsingum um opnunartíma í sím- anum sínum. Hann rétti svo Anneke símann sem varð hissa þegar hún sá bónorðið. „Það tók hana smá tíma að fatta þetta en hún sagði já,“ segir Gareth sigri hrósandi.  „Ég fór upp á Höttu yfir Heiðar- vatni til að taka myndina sem er tæplega tveggja tíma ferð fótgang- andi,“ segir góðhjartaði Víkverjinn sem  kallar sig Mána. Hann hefur búið á Íslandi í sjö ár og hefur áður rétt Íslandsvinum hjálparhönd. „Það var líka einhver frá Kan- ada sem var að leita að ritvél með íslenskum stöfum (þ, ð, æ) og var ég með eina sem ég sendi þeim,“ segir Máni og útilokar ekki að hjálpa f leiri fjarlægum biðlum með bón- orð í framtíðinni. Anneke og Gareth stefna að því að heimsækja Ísland að ári. arnartomas@frettabladid.is Ástrali á biðilsbuxum fékk hjálp frá Íslandi COVID-19 hindraði Gareth Robinson í að biðja Anneke Meehl í Íslandsferð. Áætlanir Ástrala um bónorð á Íslandi runnu út í sandinn er flug- samgöngum var aflýst vegna COVID-19. Hann leitaði til íslenska sam- félagsins á vefsíðunni Reddit. Það var heilla- skref og bónorðið varð að veruleika. REYK JAVÍK Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisf lokksins hafa óskað eftir umræðu í borgarstjórn um erfiða stöðu Sorpu vegna gas- og jarðgerð- arstöðvarinnar í Álfsnesi. Sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu sam- þykktu tæplega milljarðs króna lán til fyrirtækisins til að klára stöðina. Reykjavík á um 56 prósenta hlut í Sorpu. Helgi Þór Ingason tók við sem framkvæmdastjóri fyrr á þessu ári í kjölfar skýrslu innri endur- skoðunar Reykjavíkurborgar, og hefur hann unnið að aðgerðaráætl- un sem átti að líta dagsins ljós fyrir lok maí en hefur sú vinna dregist. „Klúðrið í kringum gas- og jarð- gerðarstöð SORPU dregur dilk á eftir sér. Milljarða framúrkeyrsla mun að óbreyttu lenda lóðbeint á heimilum og fyrirtækjum. Í vetur ákvað Reykjavíkurborg að fara í ábyrgð fyrir neyðarlánum til að f leyta fyrirtækinu fram að sumr- inu,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík. „Nú þegar skóinn kreppir í hag- kerfinu er enn mikilvægara að tryggja að gjöld hækki ekki á fólk og fyrirtæki. Þess vegna viljum við svör við hver heildarkostnaðurinn verður, hvort hækka þurfi gjald- skrár og hvernig borgarstjóri skýri þessi mistök.“ – ab Óska eftir að málefni Sorpu verði rædd COVID-19 Ferðamálaráðherra Spán- ar, Maria Reyes Maroto, vakti um helgina væntingar um að ferðamenn frá Norðurlöndunum og Þýska- landi gætu heimsótt Kanarí eyjar og Baleareyjarnar jafnvel um miðjan júni, áður en ferðafólki verður almennt hleypt að landinu frá 1. júlí. Þetta kemur fram í breskum og spænskum fjölmiðlum sem segja að Bretar verði ekki meðal þeirra sem fái að heimsækja Spán á næst- unni vegna þess að þeim hafi ekki tekist nógu vel að hemja útbreiðslu COVID-19. – gar Kanarí gæti opnað á Ísland Strandlíf á Tenerife. 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.