Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 10

Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 10
Núverandi rekstrar­ fyrirkomulag samkvæmt þjónustusamn­ ingunum er ekki sjálfbært fyrirkomulag á rekstri. Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi sveitarfélaga Margir ykkar eru aumir. Þið verðið að handtaka fólk, þið verðið að elta fólk uppi og setja það í tíu ára fangelsi. Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna Miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 16.30 Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 6. Önnur mál Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2020 Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. DAGSKRÁ Reykjavík 20.05.2020 Stjórn SL lífeyrissjóðs HJÚKRUNARHEIMILI Í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja síðastlið- inn mánudag kom fram að ákveðið hefði verið að Vestmannaeyjabær myndi segja upp rekstrarsamningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og Vestmannaeyjabæjar um rekstur öldrunar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Núverandi samningur fellur úr gildi í nóvember og er endurnýjunarákvæði til eins árs sem rennur út um næstu helgi. Sú ákvörðun var tekin nokkrum dögum eftir að Fréttablaðið greindi frá ágreiningi milli Akureyrarbæjar og ríkisins um rekstur nýs hjúkr- unarheimilis þar sem ríkið vill að Akureyrarbær ábyrgist rekstur heimilisins ef það verður byggt. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru fjölmörg sveitarfélög að íhuga stöðu sína vegna óánægju með núverandi fyrirkomulag og gætu þau stigið sama skref og Vest- mannaeyjar á næstu vikum eða mánuðum. Eitt þeirra er Horna- fjörður en þetta staðfesti Matt- hildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar, í samtali við Frétta- blaðið. Að hennar sögn kemur í ljós í næstu viku hvort framlengja eigi þjónustusamninginn við Sjúkra- tryggingar Íslands og hallaðist hún að því að bæjarfélagið myndi ekki nýta sér ákvæðið. Reksturinn hefði verið þungur á síðasta ári eða nær 50 m.kr. taprekstur og stefnir allt í annað eins tap á þessu ári. Aðspurð sagði Matthildur að hún hefði heyrt af óánægju hjá öðrum sveitar- félögum sem reka slík heimili. Það gætir einnig ósættis á Ísafirði með núverandi rekstrarfyrirkomulag og bæjarfélagið vill losna undan samningnum. Tryggvi Þórhallsson, lögfræð- ingur hjá Sambandi sveitarfélaga, kannaðist við óánægjuraddirnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Við höfum heyrt af útbreiddri óánægju hjá sveitarfélögunum með þetta rekstrarfyrirkomulag sem ríkið býður upp á. Núverandi rekstrarfyrirkomulag samkvæmt þjónustusamningnum er ekki sjálf- bært fyrirkomulag á rekstri,“ sagði Tryggvi og hélt áfram: „Um árabil hefur verið sterk aðhaldskrafa á öldrunarþjónustuna í landinu. Ríkið ber formlega ábyrgð á öldrunarþjónustu í landinu en ábyrgðinni er skipt og er því að mörgu leyti hjá sveitarfélögunum sem reka öldrunarheimilin.“ Tryggvi segir að deilan sé ekki ný af nálinni og tók aðspurður undir það að komið væri að úrslitastund um hver skyldi axla ábyrgðina til frambúðar. „Það er hægt að taka undir að það sé komið að ögurstundu í þessum samskiptum, ákveðnu uppgjöri á því hver skal axla ábyrgðina og taka þetta til sín. Efnahagsástandið gerir það að verkum að það mun reyna á saumana í allri opinberri þjónustu.“ Tryggvi segir hætt við að slíkt komi niður á sveitarfélögunum. „Hætta á því að þetta geti orðið endur- tekning frá niðurskurðinum eftir bankahrunið fyrir rúmum tíu árum þegar reynt var að velta verkefnum á sveitarfélagið. “ Fréttablaðið sendi inn fyrirspurn til heilbrigðisráðuneytisins til að kalla eftir viðbrögðum og vísaði ráðuneytið í yfirlýsingu frá heil- brigðisráðherra. „Það er vissulega áhyggjuefni ef sveitarfélög telja sér ekki fært að sjá um rekstur hjúkrunarheimila fyrir fólk í heimabyggð og slík staða vekur upp margvíslegar spurningar. Þær spurningar snúast að hluta til um rekstrargrundvöll heimilanna, en einnig og ekki síður um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og um ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við íbúa í heimabyggð. Hjúkrunar- heimili eru ekki sjúkrahús, þau eru heimili fyrir veikt fólk, oftast mjög aldrað. Sveitarfélög bera sam- kvæmt lögum ábyrgð á búsetu íbúa sinna, þar sem segir t.d. í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (39. gr.) að félagsmálanefnd eða öldrunar- málaráð skuli tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða og jafnframt skipuleggja félagslega þjónustu. Ábyrgð ríkisins á heil- brigðisþjónustu er alveg skýr. Skilin þarna á milli eru hins vegar óljós og það er stórt viðfangsefni sem þarf að finna á góða lausn til framtíðar. Um þetta hef ég átt viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga og þær viðræður munu halda áfram og vonandi leiða okkur að niðurstöðu. Í síðustu samningum rekstrar- aðila hjúkrunarheimila og Sjúkra- trygginga Íslands sem undirritaður var um áramótin er bókun um að ráðist verði í kostnaðargreiningu á rekstri heimilanna. Sú greining mun án efa leiða margt í ljós sem getur nýst í viðræðum um rekstur- inn til framtíðar, hvað er vel gert og hvað má betur fara.“ kristinnpall@frettabladid.is Pattstaða ríkis og sveitarfélaga Nokkur sveitarfélög íhuga að segja upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunar­ heimila vegna mikils rekstrarkostnaðar. Komið sé að úrslitastund um hver eigi að axla ábyrgðina. Ríkið ber ábyrgð á öldunarþjónustu í landinu en ábyrgðinni er skipt milli þess og sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Svíþjóðarferð gæti orðið dýr. BANDARÍKIN Donald Trump, for seti Banda ríkjanna vill 10 ára fangelsi yfir þeim taka þátt í mót mælunum sem ríða nú yfir landið vegna dauða Geor ge Floyd sem kafnaði í höndum lög reglu fyrir viku. Þetta kemur fram í frétt Skynews en um mæli Trump féllu á síma fundi sem for setinn átti með ríkis stjórum og lög reglu yfir völdum í Banda- ríkjunum. Sam kvæmt heimildum CBS news frétta stöðvarinnar sagði Trump ríkis stjórum landsins að kalla inn þjóð varnar liðið til þess að kæfa niður mót mælin. „Þeir [mót mælendurnir] munu vaða yfir ykkur og þið eigið eftir að líta út eins aular,“ sagði Trump við ríkis stjórana. „Margir ykkar eru aumir. Þið verðið að hand taka fólk, þið verðið að elta fólk uppi og setja það í tíu ára fangelsi og þið munið aldrei sjá svona hluti aftur,“ sagði Trump á síma fundinum en fréttastöðin hefur hljóð upp töku af fundinum í sínum fórum. Dóms má la ráð her ra Ba nd a- ríkjanna, Bill Barr, var einnig á síma fundinum og lét hann ríkis- stjórana vita að sér stakur starfs- hópur muni eltast við þá sem hvetja til ó eirða. Mót mæli héldu á fram í gær og er það sjötti dagurinn í röð. Út göngu- bann var sett á í nærri 40 borgum Banda ríkjanna en fjöl margir virtu það að vettugi. Meir ihlut i mót mæla hef u r farið fram með frið sömum hætti en þó sló í brýnu milli ó eirða- lög reglu og mót mælenda í New York, Chi cago,  Fíladelfíu og Los Angeles, þar sem tára gasi var beitt. Dæmi eru um að kveikt hafi verið í lög reglu bílum og fólk farið ráns- hendi um verslanir. -mhj Bandaríkjaforseti vill fangelsa mótmælendur COVID-19 Móðir hins níu ára gamla Pedros er ó sátt við flug fé lagið I beria Express eftir að sonur hennar var neyddur til að sitja við hlið far þega með kóróna veiruna í f lugi á leið til Kanarí eyja. Fjöl skyldan sat ekki saman og sat Pedro með manni sem hafði farið í skimun nokkru fyrr. Skömmu fyrir f lug tak fékk maðurinn að vita að hann væri sýktur. Pedro og móðir hans eru nú kominn í fjórtán daga sótt kví ásamt öðrum úr vélinni. – mhj Sat hjá sýktum Ferðalag Pedros byrjar í sóttkví. Svíþjóðarfarar borgi sóttkví DANMÖRK Danir sem heimsóttu Svíþjóð um hvítasunnuhelgina gætu sjálfir þurft að greiða fyrir fjórtán daga sóttkví við heimkom- una, nema þeir hafi verið í Svíþjóð til að vinna. Þetta segir Danmarks Radio. „Hafi starfsmaður sjálfur valið að fara í frítíma sínum, myndi það venjulega þýða að hann verði sjálfur að borga fyrir þessa fjórtán daga,“ er haft eftir Sanne Stadil, aðstoðar- forstjóra Samtaka iðnaðarins í Dan- mörku. Mögulega mætti þó leysa málið með því að þeir sem geti vinni heima í sóttkvínni. Danska utanríkisráðuneytið ræður Dönum frá ferðalögum sem ekki teljast nauðsynleg nema leiðin liggi til Íslands, Noregs eða Þýska- lands eftir 15. júní. – gar 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.