Fréttablaðið - 02.06.2020, Page 15
KYNNINGARBLAÐ
Heilsa
Þ
R
IÐ
JU
D
A
G
U
R
2
. J
Ú
N
Í
20
20
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóluleikari, átti þá hugmynd að hljómsveitarmeðlimir stunduðu saman líkamsrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hópurinn hefur æft reglulega tvisvar í viku undir tryggri handleiðslu einkaþjálfarans
Daníels Þórðarsonar, síðan vorið
2019. Daníel, eða Danni eins og
hann er alla jafna kallaður, er
einna þekktastur fyrir árangur
sinn í hnefaleikum og hefur til
dæmis unnið til verðlauna í þeirri
íþrótt. Nú starfar hann sem einka-
þjálfari á vegum Granda 101 og
þjálfar meðal annars Sinfó-fit hóp-
inn í upphífingum, armbeygjum,
burp ees, handstöðu, kappróðri, og
mörgu fleiru.
Var eins og sulta
Forsprakki Sinfó-fit er víóluleikar-
inn Þórunn Ósk Marínósdóttir,
sem hefur persónulega reynslu
af því hversu mikilvægt það er að
halda líkamanum í góðu formi. „Ég
var fertug þegar ég eignaðist fjórða
barnið og náði mér aldrei almenni-
lega á milli meðgangna. Einn
daginn skellti ég mér á skíði með
elsta stráknum mínum og upp-
götvaði, mér til mikillar skelfingar,
að ég var orðin eins og sulta. Lapp-
irnar titruðu undir mér. Það var þá
sem ég byrjaði í lyftingum og eftir
nokkur ár í þeim var mig farið að
dreyma um að prófa CrossFit. Ég
prófaði grunnnámskeið í CrossFit
á Granda og síðan var ekki aftur
snúið. Ég talaði svo mikið um þetta
í vinnunni að allir héldu að ég væri
einhvers konar meistari í faginu.
Vinnufélagar voru farnir að sýna
þessu áhuga sem varð til þess að ég
viðraði hugmyndina um sérstakan
sinfó-æfingahóp við Núma, sem er
einn eigandi Granda 101. Nú eru
um 18 prósent af Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands í Sinfó-fit og mest er
þetta „sterka fólkið“, það er neðri
strengir og hornleikarar. En að
sjálfsögðu eru allir hljóðfæra-
leikarar sinfóníunnar hjartanlega
velkomnir. Tímarnir eru þannig
að allir geta tekið þátt. Við erum
Hljóðfæraleikarar
sem æfa upphífingar
Sinfó-fit hefur aldeilis ekki neitt með sundfit að gera, heldur er það nafn á
um það bil fimmtán manna hópi hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit
Íslands, sem stundar saman líkamsrækt í líkamsræktarstöðinni Granda 101.
Markaðurinn er á
frettabladid.is
Markaðurinn færir þér
nýjustu viðskiptafréttirnar
og greinargóða umöllun
um viðskiptalíð.