Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 18

Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 18
Jazz Crosstar er með meiri veghæð en hefðbundinn Honda Jazz. Þótt markaður fyrir sportbíla sé ekki stór og aðeins rúmt prósent af árlegri sölu merkisins, hefur eftir- spurn aukist undan- farið. Einnig verður kynnt ný gerð árekstrabrúðu, sem líkir betur eftir líkama í árekstri. Systurfyrirtækin Nissan og Renault hafa tilkynnt um aðgerðir til að rétta af stöðu fyrirtækjanna í eftir- málum kórónafaraldursins. Hjá Renault leit dæmið illa út á tímabili og gengu sumir stjórn- málamenn í Frakklandi svo langt að segja að merkið væri að líða undir lok, en Renault er að hluta til í eigu franskra stjórn- valda. Það virðist þó ekki ætla að ganga eftir þótt að Renault tilkynni nú um uppsagnir 15.000 starfsmanna á heims- vísu, en um þriðjungur upp- sagnanna verður í Frakklandi. Til stendur að fækka í framboði bíla hjá Renault og þá sérstaklega eldri gerðum sem nota eldri gerðir undirvagna. Alls eru 12 undir- vagnar undir bílum Renault, en til stendur að fækka þeim niður í fjóra. Það þýðir þó ekki að til standi að fækka frumsýningum nýrra bíla, því áfram stendur til að frumsýna 22 nýja bíla á næstu þremur árum. Á næstu þremur árum munu framleiðsluáætlanir dragast saman um 700.000 öku- tæki, og hætt verður við stækk- anir verksmiðja í Rúmeníu og Marokkó. Alpine-sportbílaarmur Renault er undir hnífnum og er framtíð þess merkis óviss. Svipuð staða hjá Nissan Hjá Nissan er staðan svipuð en þar á bæ er áætlað að framleiðsla verði skorin niður um 20%. Tap fyrirtækisins í fyrra nam 8.950 milljörðum króna og fyrirtækið hefur fyrir stuttu gengið í gegnum mikið hneyksli ásamt systurfyrir- tæki sínu, Renault, með hand- töku og síðar flótta Carlos Ghosn, fyrrum forstjóra samsteypunnar. Loka þarf verksmiðjum í Barce- lona og Indónesíu, en verksmiðja Nissan í Sunderland á Bretlandi sleppur við niðurskurðarhnífinn. Renault ætlar á móti að sækja fram á raf bílamarkaði og auka samstarf milli fyrirtækjanna og nýs sam- starfsaðila, Mitsubishi, og munu merkin deila bæði undirvögnum og vélbúnaði. Alls eru 12 nýir bílar væntanleg- ir frá Nissan á næstu 18 mánuðum, en sumir þeirra eru hugsaðir fyrir markaði í Norður-Ameríku, Kína og Japan. Nissan hefur einnig stað- fest að lögð verður áhersla á bíla í C og D stærðarflokki, raf bíla eins og áður sagði, auk Z-sportbílsins. Nýjar gerðir X-Trail og Qashqai eru hluti þessara áætlana. Mikill niðurskurður hjá Nissan og Renault Þrátt fyrir erfiða tíma mun Nissan ekki hætta við nýja kynslóð Z-sportbílsins sem birtist fyrst á þessari mynd frá framleiðandanum um helgina. Mercedes-Benz er að endurhanna SL-sportbílinn frá grunni en hans er að vænta seint á næsta ári. Mun nýr SL verða hannaður ásamt AMG og verða með sæti fyrir fjóra. Þótt markaður fyrir sportbíla sé ekki stór og sé aðeins rétt rúmt prósent af árlegri sölu merkisins, hefur eftirspurn eftir þeim aukist talsvert undanfarið. Verður nýr SL einnig í boði sem tveggja sæta GT-bíll og munu báðir nota sama undirvagn. Þessi nýi undirvagn verður úr áli og því léttari en áður. Minnsta vélin verður þriggja lítra, sex strokka línuvél en einnig verð- ur V8-vél í boði. Auk þess verður hann boðinn í tengil tvinnútgáfu sem mun leggja áherslu á mikið afl. Búast má við að SL 73-útgáfa verði yfir 800 hestöfl. Mercedes-Benz SL þróaður með AMG Nýr Mercedes-Benz SL verður fjögurra sæta þegar hann kemur fram á sjónarsviðið á næsta ári. MYND/RADOVAN VARICAK Stærri bílum verður refsað fyrir að standa sig of vel gagnvart minni bílum og ný próf munu mæla það sérstaklega. EuroNCAP er um það bil að fara að breyta árekstraprófunum sínum talsvert, með því að refsa stærri bílum ef þeir eru líklegir til að valda litlum bílum meira tjóni. Eru breytingarnar tilkomn ar vegna þess að jeppar og jeppling ar virðast koma betur út úr árekstr- um við minni bíla. Til að mæla þetta verður nýr árekstra vagn með stuðara sem lagst getur sam- an notaður, og þannig mælt hversu mikið bílar beygla aðra bíla við árekstur. Mun vagninn vera á 50 km hraða við prófunina til að líkja sem best eftir raunaðstæðum. Með þessu er verið að fá fram- leiðendur til að taka tillit til minni bíla við hönnun bíla sinna. Auk þessa verður kynnt ný árekstr- abrúða, en hún kallast THOR og stendur fyrir Test Device for Human Occupant Restraint. Mun hún líkja betur eftir líkamanum við árekstur, en hún verður mun dýrari, en hver slík mun kosta 100 milljónir íslenskra króna. Talsverðar breytingar á prófunum EuroNCAP Nýi árekstravagninn mælir hversu mikið stærri bílar gefa eftir á krumpu- svæðum, til að auka öryggi þeirra sem eru á minni bílum. Honda hefur kynnt nýja gerð Jazz sem kallast Crosstar og líklega fylgja fleiri slíkar gerðir í kjölfarið. Þótt ekki sé um eiginlegan jepp- ling að ræða er bíllinn hugsaður sem keppinautur við Fiesta Active til að mynda og þess vegna gæti Civic Crosstar verið í kortunum til að keppa við Focus Active. Jazz Crosstar er með meiri veghæð en hefðbundinn Jazz, auk þess sem framendinn er endurhannaður, þakbogar verklegri og bíllinn boð- inn í tvílit. Að sögn Hlyns Pálma- sonar er Jazz Crosstar væntanlegur til Íslands um mitt sumar. Honda Jazz í jepplingslíki Honda Jazz Crosstar verður hærri en venjulegur Jazz og með öðrum framenda. Skoda hefur tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða upp á Karoq Scout og Kodiaq Scout sem hluta af bílaf lóru sinni. Scout-gerðir frá Skoda hafa verið hluti af fram- boði merkisins lengi og er meðal annars boðið upp á Scout gerðir af Octavia og Superb, sem ekki virð- ast ætla að fara sömu leið. Einnig hefur verið ákveðið að Skoda Kamiq verði nú aðeins í boði með bensínvélum, en ekki 1,6 lítra dísilvélinni. Loks verður ekki lengur hægt að fá Kodiaq með beinskiptingu, nema með tveggja lítra dísilvélinni sem verður boðin seinna á þessu ári. Skoda hættir við Scout útgáfur Karoq og Kodiaq Skoda Karoq og Kodiaq verða nú ekki lengur boðnir í Scout- útgáfum. Alpine sportbílaarmur Renault er undir hnífnum og óvíst hvort hann lifir. 2 BÍLAR 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.