Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 20
Með því að læsa innra afturhjólinu meðan framhjólin spóla, getur framendinn dregið sig til. Þrýstiloftsstútar með kaldgasi eiga að geta aukið upptak bílsins og jafnvel bætt brautartíma hans, að sögn Elons Musk. Mercedes-Benz EQV er annar bíllinn í EQ-línu fram- leiðandans en fyrir er EQC sem frumsýndur var á síðasta ári. Í nýlegu myndbandi af nýjum Ford Bronco í dulargervi, sést jeppinn reyna við drulluslóða í skóglendi. Í einu atriðinu er hann að taka þrönga beygju í kringum tré og þar tóku glöggir jeppaáhugamenn eftir því að bíllinn virðist bjóða upp á það sem kallað er framspól, eða Front dig á ensku. Það þýðir að innra afturhjólið læsir sér í smá- stund, á meðan framhjólin spóla til að framendinn dragist til. Þessi búnaður er reyndar í boði í Toyota Land Cruiser 200 þegar hann er í skriðgír. Það sem gerir þetta samt spennandi fyrir Ford er að þetta er búnaður sem aðalsamkeppnisaðili þeirra, Jeep, hefur ekki. Ford Bronco með bremsulæsingu Eftir nokkra töf vegna COVID- 19 er nýr Land Rover Defender kominn til landsins. Fréttablaðið hafði bílinn til reynsluaksturs um hvítasunnuhelgina og mun grein um bílinn birtast í næsta blaði. Vegna lækkaðs gengis krónunnar hefur verð bílsins hækkað nokkuð síðan við skrifuðum um hann síðast. Grunnverð 110-útgáfunnar er 12.790.000 kr. með tveggja lítra 240 hestafla dísilvélinni. „Styttri 90 útgáfan verður ekki í boði strax en hennar er að vænta með haustinu,“ segir Bjarni Þ. Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Land Rover á Íslandi. „Allar gerðir 110-bílsins eru í boði núna, en við munum þó ekki geta sýnt X-gerðina fyrr en í lok sumars,“ sagði Bjarni enn fremur. Eflaust eru margir sem bíða spenntir eftir að prófa þennan nýja Defender sem óhætt er að segja að sé mikið breyttur frá fyrri gerð. Nýr Defender kominn til landsins Nýr Mercedes-Benz EQV raf bíll er kominn í sölu hjá Bílaum- boðinu Öskju, en hann verður frumsýndur síðar í sumar. Nú þegar hefur verið mikil eftir- spurn eftir EQV, sem er stór lúxusbíll og rúmar allt að 8 farþega, en EQV er rafmögnuð útgáfa af V-Class. EQV er með 90 kWst rafhlöðu undir gólfinu og rafmótor sem skil- ar bílnum 204 hestöflum. Drægnin er um 418 kílómetrar samkvæmt af WLTP-staðli en hámarkstog bílsins er 362 Newtonmetrar. Hægt verður að hlaða bílinn upp í allt að 80% rafhlöðu á innan við 45 mínútum. EQV er tæknivæddur í innanrýminu og búinn MBUX margmiðlunarkerfi og er með stóru, stafrænu mælaborði. Þá er hann einnig búinn allra nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz. Hægt er að breyta -sætauppstillingum að vild, en bíllinn er bæði ætlaður til einka- nota og fyrirtækjareksturs. EQV er annar bíllinn í EQ-fólksbílalínu Mercedes-Benz en sportjeppinn EQC var frumsýndur á síðasta ári og hefur fengið mjög góðar við- tökur. eVito Tourer bætist svo við EQ-línuna í nóvember á þessu ári. eVito Tourer er einnig 100% raf bíll og hefur sæti fyrir 7-8 farþega. Sala hafin á Mercedes-Benz EQV Mercedes-Benz EQV er rafmögnuð útgáfa V-Class og er mjög vel búinn bíll fyrir allt að átta farþega. Drægni hans verður allt að 418 kílómetrar. Rafhlaða EQV er 90 kWst og rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum. Frá reynslu- akstri Land Rover Defender en hann var prófaður við fjölbreyttar aðstæður um helgina. MYND/ TRYGGVI ÞORMÓÐS- SON Bronco tekur beygju með bremsu- læsingunni á, í myndbandi Ford. Þótt stundum sé ekki að marka allt sem Elon Musk segir, vöktu orð hans í þætti Jay Leno athygli á dögunum, þegar grínistinn góðkunni reynsluók Cybertruck pallbílnum. Þar talaði Elon Musk um SpaceX-pakkann sem í boði verður á Roadster-sportbílnum og inniheldur meðal annars þrýsti- loftsstúta sem eiga að geta aukið upptak bílsins og jafnvel bætt brautartíma hans. Kallaði hann þá kaldgasstúta, sem verða stað- settir bak við númeraplötuna og jafnvel á hliðum hans líka. Loks sagði hann að vegna áherslu Tesla á Cybertruck-pallbílinn yrði framleiðslu á Roadster seinkað til 2022. Áður hefur Elon sagt að Tesla Roadster sé aðeins 1,9 sekúndur í hundraðið og með 1000 km drægni svo að forvitnilegt verður að sjá hvort það muni standast. Tesla Roadster knúinn þrýstilofti? Roadster með SpaceX-pakkanum. 4 BÍLAR 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.