Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 22

Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 22
KOSTIR OG GALLAR Ford Ranger Raptor Grunnverð: 11.190.000 kr Vélarstærð: 1.996 rsm Hestöfl: 213 Tog: 500 Newtonmetrar Upptak 0-100 km: 10,5 sek. Hámarkshraði: 170 km. CO2: 281 g/km L/B/H: 5.363/2.180/1.873 mm Hjólhaf: 3.220 mm Eyðsla bl. ak: 10,8 lítrar n Afl n Fjöðrun n Sportsæti n Hefðbundin innrétting n Mun dýrari en WildTrak KOSTIR GALLAR Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Það var ekki hægt annað en að finna veg með góðum árfarvegi til að prófa nýjan Ford Ranger Raptor. MYNDIR/ TRYGGVI ÞORMÓÐS- SON Öflug 2 l dísilvélin er þýðgeng, eyðslugrönn, með tíu þrepa sjálfskiptingu. Hver man ekki eftir lokaatrið­ inu í Back to the Future, þar sem Marty vaknar og hefur eignast draumabílinn, Toyota SR5 Extra Cab pallbíl. Það er dáldið þannig sem manni líður eftir að hafa prófað Ford Ranger Rap­ tor, manni finnst maður hafa vaknað upp í annarri framtíð og maður spyr sig hvort þetta sé virkilega pallbíll, svo skemmti­ legur er hann. Fjöðrunin er það sem aðgreinir hann frá öðrum svipuðum bílum og gerir hann að lúxusjeppa um leið og torfærutrölli. Meira er lagt í undirvagn og hann kemur á Fox Pro dempurum, sem eru stillan- legir. Auk þess er hann með 150 mm meiri sporvídd en WildTrak og er með 30% meiri fjöðrunar- getu. Búið er að henda burtu blað- fjöðrunum að aftan, en í staðinn er komin fjölliða gormafjöðrun. Bíllinn er líka allur stærri en hefð- bundinn Ford Ranger og einnig hærri, en undirvagninn hefur hækkað um 51 mm. Undir honum eru breið 33 tommu BFGoodrich torfærudekk með stífari hliðum á 17 tommu felgum. Annað sem aðgreinir hann frá öðrum pall- bílum er, að framstuðarinn er festur við grindina og er sérstök hlífðarpanna undir vélinni, auk dráttarlykkja. Sama vél og í WildTrak Það má næstum bjóða Ford Ranger Raptor hvað sem er, en meðal annars var farið með bílinn á illfæran og grýttan slóða. Um leið er hann með fæturna á jörðinni og er ekki spólandi í öllum beygjum á malbiki, eins og aðrir jafn öflugir pallbílar myndu gera. Það er líka furðu- létt að taka á stýri í jafn stórum bíl og Ranger Raptor er. Bíllinn kemur með sex akstursstillingum sem hafa áhrif á fjöðrun, stýri og skiptingar. Tveggja lítra vélin í Raptor er sú sama og í WildTrak og skilar hún 213 hestöflum sem gerir hann að öflugasta pallbílnum í þessum flokki. Hún er einstaklega skemmtileg með góðu togi, þýð- geng en jafnframt eyðslugrönn, en Ford Ranger Raptor - enginn venjulegur pallbíll Með alvöru fjöðrun Raptor er ekki mikið breyttur fyrir utan leðurinnréttingu og sportsæti. 6 BÍLAR 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.