Fréttablaðið - 02.06.2020, Page 40
Upphafið að Bíla-
búð Benna má rekja
til viðgerðaraðstöðu í
óupphituðum skúr við
Vagnhöfðann.
Dekkjasalan, Dalshrauni 16 , Hafnarfirði - 587 3757 - dekkjasalan.is
Dekk og flottar felgur
ALLT Á EINUM STAÐ
Forritanlegir
loftþrýstingsskynjarar
Felgurær og felguboltar fyrir
flestar gerðir bíla
Miðjustýringar
Bílabúð Benna var stofnuð í maí
árið 1975 og fagnar því 45 ára
afmæli sínu í ár. Í tilkynningu frá
fyrirtækinu segir að upphafið á
45 ára sögu fyrirtækisins megi
rekja til þess að Benedikt Eyj-
ólfsson og Margrét Beta Gunn-
arsdóttir, þá bæði 17 ára gömul,
höfðu komið sér upp aðstöðu
fyrir bíla- og mótorhjólaviðgerðir
í óupphituðum skúr að Vagn-
höfða 23. Hann gekk undir heitinu
„Græni skúrinn“ og þar var lagður
grunnur að rekstri, sem nú hefur
staðið í 45 ár. Að sögn Benedikts
Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra,
mun fyrirtækið fagna þessum
tímamótum með margvíslegum
hætti í ár. „Þetta verður sannkallað
afmælissumar hjá okkur, því svo
skemmtilega vill til að afmælisárið
ber upp á sama tíma og planið var
að frumsýna virkilega spennandi
nýja bíla frá Opel og Porsche,“ segir
Benedikt. „Þar má nefna tíma-
mótabílinn Porsche Taycan 100%
raf bíl, metsölubílinn Opel Corsa,
sem kemur nú 100% rafdrifinn
og síðast en ekki síst, 300 hestafla
4X4, Opel Grandland X E Hybrid,
sem er hreint magnaður jeppi fyrir
fjölskylduna „Afmælissumarið
mun því einkennast af mörgum
veglegum viðburðum og tilboðum
og við hlökkum til að hitta sem
flesta af gömlum og nýjum við-
skiptavinum,“ segir Benedikt að
lokum.
Bílabúð Benna
fagnar 45 árum
Snemma beygist krókurinn en hér
sést Benni leika sér á kassabíl.
Margrét Beta Gunnarsdóttir
fyrir utan „Græna skúrinn“ þar sem
starfsemin hófst
Njósnamyndir hafa náðst af
nýjum Honda Civic Type R, sem
reyndar er ekki væntanlegur á
markað fyrr en árið 2022. Breyt-
ingar á ytra útliti bílsins eru ekki
stórvægilegar, en bíllinn heldur
áfram sama lagi og fyrr, með stórri
vindskeið og miðjusettu pústkerfi.
Að framan verður svipað útlit og
sést hefur á nýjum Honda Jazz,
með endurhönnuðum framljósum
og nýju grilli. Afturendinn fær
svipaða meðferð, með láréttum
afturljósum. Prófunarbíllinn er
reyndar með sérstöku pústkerfi
sem verður ekki á framleiðslu-
bílnum, ef marka má hvernig tekið
er úr afturstuðara fyrir miðjusettu
pústkerfi. Gegnum gluggana má
sjá votta fyrir upplýsingaskjá sem
er ofarlega fyrir miðju, og er þá lík-
lega sá sami og í Honda Jazz. Búast
má við endurhannaðri innréttingu
með nýjum sportsætum og stýri.
Honda Civic Type R verður þó
líkast til eini bíll framleiðandans
sem ekki verður að einhverju leyti
rafdrifinn.
Fyrstu njósnamyndir af Honda Civic Type R
Nýr Type-R mun
eflaust nota
sömu 2l vél
áfram þótt hún
bæti líklega við
þau 316 hestöfl
sem fyrir eru.
12 BÍLAR 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R