Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 48

Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 48
EINN VIÐSKIPTA- VINUR SAGÐI AÐ ÞETTA VÆRI DELLUBÓKABÚÐ, BÓKABÚÐ FYRIR FÓLK SEM HEFÐI DELLU FYRIR EINHVERJU. Sigríður Erla Gunnars-dóttir stendur vaktina í bókabúðinni Sjónarlind á Bergstaðastræti og þang-að hafa margir litið inn í gegnum árin, enda eru bækurnar sem þar eru til sölu ein- staklega eigulegar. Búðin hét áður Bókabúð Steinars, en Steinarr Guð- jónsson stofnaði hana á sínum tíma og rak lengi ásamt fjölskyldu sinni. Sigríður keypti verslunina árið 2011 þegar þáverandi eigendur buðu hana til sölu. „Ég þekkti búð- ina og hafði átt þar viðskipti. Ég hef ánægju af bókum og langaði að vera í bókabúð,“ segir Sigríður. Í þessari fallegu verslun er að finna alls kyns fagtengdar bækur, um myndlist, ljósmyndun, kvik- myndir, fatahönnun, arkitektúr, bíla, f lugvélar, ferðalög, matreiðslu, smíði og handavinnu, svo eitthvað sé nefnt. „Einn viðskiptavinur sagði að þetta væri dellubókabúð, bóka- búð fyrir fólk sem hefði dellu fyrir einhverju. Margir hafa á orði að þetta sé öðruvísi bókabúð,“ segir Sigríður. „Ég sel ekki skáldsögur, en undantekning frá því eru íslenskar skáldsögur á pólsku og alls kyns barnabækur.“ Spurð hvernig reksturinn gangi segir hún hreinskilnislega: „Erfið- lega, þetta gengur ekki upp. Ég veit ekki hvenær ég hef vit á því að hætta þessu. Ég er enn að þrjóskast við.“ Gaman að velja bækur Viðskiptavinir eru fjölbreytilegur hópur. Fyrir kóvitfaraldurinn var mikið um að erlendir ferða- menn litu við í búðinni og svo mun örugglega verða áfram eftir kóvit. „Þeir eru ekki að versla mikið, enda eru hér bækur sem eru þeim mun aðgengilegri heima fyrir. Þeim finnst samt gaman að skoða bóka- búðir og sumir taka myndir af bókunum. Bandaríkjamenn sem hingað koma tala um hversu gaman sé að sjá bækur en þar í landi hefur bókabúðum fækkað. Það er auð- velt að panta bækur á netinu og fá þær sendar heim, en það að sjá bækurnar sjálfar áður en maður kaupir hefur reynst mörgum bráð- skemmtileg upplifun.“ Viðskiptavinir Sigríðar eru flest- ir í leit að bókum til gjafa. „Það er ákaflega gaman að vera með fólki að velja bækur. Fólk kemur og spyr kannski um eitthvað ákveðið efni og maður leitast við að svara. Maður reynir að sameina það sem kaupandann langar til að gefa við það sem þiggjandinn hefur áhuga á,“ segir Sigríður. Fallið í freistni Vitaskuld kemur fólk síðan einnig til að kaupa bækur fyrir sig. „Við- horfið er samt dálítið á þá leið að það sé munaður að kaupa bók handa sjálfum sér,“ segir Sigríður. „Hér áður fyrr voru bækur gefn- ar á jólunum og sagt var að fólk opnaði pakkann og síðan dytti allt í dúnalogn af því að fólk færi strax að lesa. Þannig væru jólin á Íslandi. Um leið er hugsunin sú að bók sé eitthvað sem maður gefur öðrum og fær frá öðrum. Að kaupa bók handa sjálfum sér þykir ekki sjálfsagt, það er nánast eins og að hafa látið freistast,“ segir Sigríður í Sjónarlind. Upplifun í öðruvísi bókabúð Það er upplifun að koma í skemmti- lega bókabúð. Sjónarlind á Berg- staðastræti er ein- mitt bókabúð af þeirri tegund. Það er ákaflega gaman að vera með fólki að velja bækur, segir Sigríður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is B irt m eð fyrirvara um verð- og m yndabrengl. GENGIÐ FRYSTUM Óbreytt verð: 4.490.000 kr. Fimm ára ábyrgð + 178 hestöfl, 400 Nm + 2ja tonna dráttargeta + Fjórhjóladrif með læsingu + Ótrúlega rúmgóður + Gott aðgengi + Fimm ára ábyrgð ÖRF Á SÝ NIN GAR EIN TÖK Á LA GER ! Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636benni.is 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.