Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 5
5 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.
Brynja Lind á hótelinu sínu Hôtel du Square í Riom í Frakklandi.
Nýjar og glæsilegar íbúðir við Reynidal 6 í Reykjanesbæ
SÖLUSÝNING
Sérlega vandaðar íbúðir í sex íbúða húsum. Íbúðirnar skilast fullbúnar að innan
sem utan. Húsin eru staðsteypt og klædd að utan með 2mm lituðu áli. Áltrégluggar
og hurðar eru frá Berki. Sérsmíðaðar innréttingar frá Grindinni. Á gólfum í stofum
og herbergjum er 12mm vandað harðparket, en flísar á öðrum rýmum. Ísskápur
og uppþvottavél frá AEG fylgja með íbúðunum. Búið er að leggja raflagnir fyrir
hleðslustöðvar við hvert bílastæði.
4ra herbergja 101,1 fm2 íbúð - verð: 39,5 mkr.
Nánari upplýsingar hjá söluaðilum:
Stuðlaberg fasteignasala,
s. 420 4000
Eignamiðlun Suðurnesja,
s. 420 4050
Eignasalan,
s. 420 6070
AFHENDING
REYNIDALUR 6
VIÐ KAUPSAMNING
Föstudaginn
13. mars
kl. 17.00 –19.00
Hér eru markaðir fullir
af fólki á hverjum degi
– segir Keflavíkurmærin Brynja Lind Sævarsdóttir en hún rekur hótel í Alpahér-
aði í Frakklandi. Nánast engar afbókanir á hótelinu vegna COVID-19 veirunnar.
Þarf að skoða heimferð til Keflavíkur í apríl í ljósi nýjustu frétta en hún býr á til-
greindu áhættusvæði.
„Ég þarf greinilega að skoða heimferð mína til Íslands í ljósi
nýjustu frétta. Miðað við þær þarf ég að fara í sóttkví verandi
á svæði sem íslensk yfirvöld hafa skilgreint sem áhættusvæði.
Veiran hefur ekki haft eins mikil áhrif hér. Markaðir eru
fullir af fólki á hverjum morgni og lífið gengur að mestu
leyti sinn vanagang,“ segir Keflavíkurmærin Brynja Lind
Sævarsdóttir, hóteleigandi í franska bænum Riom sem er
innan svæðis frönsku Alpanna og er um 400 km frá París.
Brynja segir að umræðan um COVID-19 sé meiri í stór-
borginni París og búið sé að fresta stórum sýningum, t.d.
í Clermont-Ferrand sem er aðeins í um tuttugu mínútna
fjarlægð frá henni. Þá sé búið að loka skólum og fleiri stofn-
unum í L’oise héraðinu nærri París en ekki á hennar svæði.
„Ég hef ekki fengið nema örfáar afbókanir. Um síðustu
helgi var t.d. hlaupakeppni hérna í nágrenninu og þá voru
um 20% afbókanir en keppnin fór fram. Þessi vika hjá mér
er fullbókuð og næsta er að fyllast sem og páskarnir. Ég á
bókað heim til Íslands í heimsókn í apríl og þarf að skoða
það betur ef ég þarf að fara í tveggja vikna sóttkví,“ sagði
Brynja Lind.