Víkurfréttir - 12.03.2020, Page 6
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.
Sex sóttu um starf
forstöðumanns
íþróttamannvirkja
Alls bárust sex umsóknir um stöðu
forstöðumanns íþróttamannvirkja
Grindavíkurbæjar en umsóknar-
frestur var til og með 26. febrúar.
Stefnt er að því að ganga frá ráðn-
ingu sem fyrst, segir á vef Grinda-
víkurbæjar.
Umsækjendur í stafrófsröð:
Einar Jónsson
Eiríkur Leifsson
Jóhann Árni Ólafsson
Magnús Már Jakobsson
Orri Freyr Hjaltalín
Páll Valur Björnsson
Dagforeldrar fresti
gjaldskrárhækkunum
Fræðsluráð Reykjanesbæjar hvetur
dagforeldra til þess að fresta fyrir-
huguðum gjaldskrárhækkunum í
ágúst til þess að sveitarfélagið geti
brugðist við mögulegum hækk-
unum með hagsmuni foreldra að
leiðarljósi.
Ráðið felur jafnframt fræðslu-
skrifstofu Reykjanesbæjar að boða
forsvarsmenn samtakanna á sinn
fund til að fara yfir efni bréfs Félags
dagforeldra á Suðurnesjum sem
tekið var fyrir á fundi fræðslusviðs
Reykjanesbæjar í síðustu viku.
Ný vatnsrennibraut
í Vatnaveröld
Reykjanesbær hefur lagt fram er-
indi um breytingu á útisvæði við
Vatnaveröld í Keflavík. Á svæðið
kemur ný rennibraut með upp-
gönguturni sem verður átta til tíu
metra hár.
Á síðasta fundi umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjanesbæjar var
erindið lagt fram en ráðið fagnar
fyrirhuguðum framkvæmdum.
ATVINNA
Blaðberi
óskast hjá
Morgunblaðinu.
Upplýsingar veitir
Guðbjörg í síma
8609199
Engar heimsóknir á
Hrafnistuheimilin
Vegna kórónaveirunnar hafa Hrafn-
istuheimilin sent út tilkynningu þar
sem gestir eru hvattir til að gæta
varúðar og ef minnsti grunur er um
veikindi, eða ef viðkomandi er að
koma frá hættusvæðum, að koma ekki
í heimsóknir þar sem heimilisfólk á
Hrafnistuheimilum er viðkvæmt fyrir
sjúkdómum.
Í tilkynningu segir: „Íbúar Hrafnistu
eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa
undirliggjandi sjúkdóma. Þeir eru því
í sérstökum áhættuhópi tengt því að
veikjast alvarlega af kórónaveirunni.
Við viljum því biðja þá sem eru með
kvefeinkenni, flensulík einkenni eða
hafa ferðast nýlega til skilgreindra
áhættusvæða samkvæmt upplýsingum
á vef Landlæknis að gæta varúðar og
koma ekki í heimsóknir á Hrafnistu-
heimilin.
Mikilvægt er að þeir sem eru frískir,
hafa ekki verið á skilgreindum áhættu-
svæðum og hafa því ekki ástæðu til að
ætla að þeir hafi smitast af veirunni hafi
eftirfarandi í huga:
Handþvottur er mikilvægasta ráðið
til að forðast smit og einnig er mikil-
vægt að nota handspritt. Hafið þetta
alltaf í huga þegar komið er inn á heim-
ilin. Forðist alla líkamlega snertingu
eins og hægt er svo sem handabönd,
faðmlög og kossa við íbúa. Forðist
að koma við snertifleti í almennum
rýmum svo sem handriði og hurðar-
húna, segir í tilkynningu frá Hrafnistu.
Samræma atvinnustefnur sveitar-
félaga á Suðurnesjum í eitt skjal
Menningar- og atvinnuráð Reykja-
nesbæjar tekur undir með Sam-
bandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
að nauðsynlegt sé að samræma í eitt
skjal atvinnustefnur fyrir sveitar-
félögin á Suðurnesjum. Ráðið hefur
falið verkefnastjóra viðskiptaþró-
unar að koma stefnumálum Reykja-
nesbæjar á framfæri.
Á fundi Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum þann 19. febrúar var
bókað: „Jafnframt tekur stjórn S.S.S.
undir með stjórn MR [Markaðsstofu
Reykjaness] og Heklunnar að nauð-
synlegt sé að samræma í eitt skjal
atvinnustefnur aðildarsveitarfélaga
S.S.S., með það að markmiði að gera
eina heildstæða atvinnustefnu fyrir
sveitarfélögin á Suðurnesjum þar
sem styrkleikar og áherslur allra að-
ildarsveitarfélaga ná fram að ganga.
Þetta gæti verið eitt af áhersluverk-
efnum Sóknaráætlunar Suðurnesja.
Framkvæmdastjóra falið að vinna
verkefnið áfram.“
Nýtt tímabil Sóknaráætlunar
Suðurnesja er að hefjast en m.a.
eru markmið hennar að fjölga ný-
skráðum fyrirtækjum um 5% og auka
hlutdeild skapandi greina og hátækni
í veltu atvinnulífs um 20% á gildis-
tíma hennar.
Mikilvægt er að fá upplýsingar um
áherslur allra sveitarfélaga á Suður-
nesjum í atvinnumálum svo hægt sé
að vinna eina heildstæða stefnu fyrir
Suðurnes. Í svæðisskipulagi Suður-
nesja eru atvinnusvæði skilgreind án
þess að fram komi beint hvernig at-
vinnustarfsemi verði staðsett á þeim.
Eins og fram kemur í bókun
stjórnar S.S.S. er hægt að vinna at-
vinnustefnu sem áhersluverkefni
Sóknaráætlunar Suðurnesja. Kostn-
aður aðildarsveitarfélaga fælist helst
í vinnuframlagi starfsmana og kjör-
inna fulltrúa en annar kostnaður
yrði greiddur af S.S.S., segir í bréfi
framkvæmdastjóra Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum til bæjarstjóra
á Suðurnesjum.
Næsta hjúkrunarheimili
verði í Suðurnesjabæ
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir
yfir ánægju með þá uppbyggingu
hjúkrunarrýma sem er framundan við
Nesvelli í Reykjanesbæ. Það er mikil-
vægt skref til að bregðast við þeirri
uppsöfnuðu þörf sem er fyrir hjúkr-
unarrými á Suðurnesjum. Þetta segir í
bókun bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar
sem samþykkt var samhljóða á fundi
bæjarstjórnar í síðustu viku.
„Nú þarf að hefja undirbúning að
uppbyggingu næstu rýma á svæðinu
enda ljóst að þörfin eftir slíkri þjónustu
mun fara vaxandi á næstu árum. Bæjar-
stjórn telur eðlilegt að næsta hjúkrunar-
heimili verði reist í Suðurnesjabæ sem
er næstfjölmennasta sveitarfélagið á
Suðurnesjum og er reiðubúin til að eiga
viðræður við heilbrigðisráðherra til að
stíga fyrstu skref í þá átt sem fyrst,“
segir í bókun bæjarstjórnar.
Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra, var
jafnframt falið að gera ráðherra grein
fyrir þessari afstöðu Suðurnesjabæjar
og óska eftir viðræðum til að ræða
hana betur.
Áhugamannahópur um nýja heilsugæslu
á Suðurnesjum settur á laggirnar
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi eru þessa dagana að setja í gang
áhugamannahóp um nýja heilsugæslu á Suðurnesjum. Verkefni hópsins
er að skoða hvaða möguleikar eru á Suðurnesjum varðandi rekstur
heilsugæslu. Í hópnum eru fulltrúar frá atvinnulífinu á Suðurnesjum
en einnig hafa verið fengnir til liðs við hópinn allir þingmenn Suður-
kjördæmis sem hafa búsetu á Suðurnesjum.
Í dag eru reknar tvær heilsugæslu-
stöðvar á Suðurnesjum, önnur í
Reykjanesbæ, hin í Grindavík. Þær
eiga að þjóna um 28.000 íbúum.
Um 2.000 íbúar af Suðurnesjum eru
hins vegar skráðir á heilsugæslu-
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem þeir telja sig ekki fá þá þjón-
ustu sem þeir vilja á Suðurnesjum.
Vinnuhópurinn er þegar farinn
að skoða málefni heilsugæslunnar á
Suðurnesjum, sem býr við þröngan
húsakost. Talið er eðlilegt að heilsu-
gæsla hafi um 1.500 fermetra fyrir
hverja 10–12 þúsund íbúa. Húsa-
kostur núverandi heilsugæslu á
svæðinu er mun minni en það og
barn síns tíma.
Á heilsugæslunni í Reykjanesbæ
fara um fimmtán milljónir króna
á ári í kostnað við að gefa út veik-
indavottorð og þannig eru biðstofur
hálffullar af þannig verkefnum oft
á tíðum.
Næstu verkefni hópsins verða
að taka saman upplýsingar frá
höfuðborgarsvæðinu um rekstur
heilsugæslunnar þar og hvernig
þeim rekstri er háttað. Einnig
ætlar hópurinn að fá fund með
ráðamönnum sveitarfélaga á Suður-
nesjum og heilbrigðisráðherra. Þá
á að velta upp þeim spurningum
hvaða rekstrarform fólk vilji á
heilsugæslunni, hvort hún eigi að
vera einkarekin eða ríkisrekstur.