Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Page 7

Víkurfréttir - 12.03.2020, Page 7
7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg. Feðgarnir gera það gott á Sandfelli Eins og búist var við þá hefur veiði hjá bátunum verið mjög góð í mars og nú eru t.d. allir línubátarnir komnir suður sem hafa verið við veiðar austan við land. Síðasti báturinn sem kom suður var Sandfell SU en Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir hann út. Þótt Sandfell SU sé í eigu þeirra á Fá- skrúðsfirði þá hefur báturinn mjög mikla tengingu til Suðurnesja. Fyrir það fyrsta þá lét Stakkavík ehf. í Grindavík á sínum tíma smíða tvo samskonar báta á Akureyri. Fyrri báturinn fékk nafnið Óli á Stað GK 99 og kom á flot í október 2014. Hann var síðan seldur til Fáskrúðsfjarðar árið 2016 og fékk þá nafnið Sandfell SU. Hinn báturinn sem var í smíðum fyrir Stakkavík ehf. kom síðan á flot í apríl árið 2017 og fékk sá bátur nafnið Óli á Stað GK 99. Bátarnir eru nokk- urn veginn svipaðir, nema hvað að nýi Óli á Stað GK er aðeins hærri en Sandfell SU því brúin er ofar á bátnum en á Sandfelli SU, skipaskrárnúmerin hjá bátunum eru líka svipuð 2841 hjá Sandfelli SU og 2842 hjá Óla á Stað GK. Annað sem tengir Suðurnesin mikið við Sandfell SU er að skipstjórarnir eru feðgar úr Grindavík, þeir Örn Rafnsson og sonur hans Rafn Franklin Arnarson. Þeir skiptast á að vera með bátinn tvær vikur í senn og hefur gengið mjög vel hjá þeim á Sandfelli SU. Voru t.d. aflahæstir allra smábáta á Íslandi árin 2018 og 2019. Förum aðeins í togbátanna en mikill fjöldi af þeim hefur verið á veiðum utan við Sandgerði. Tuttugu og níu metra bátarnir svokölluðu mega veiða upp að þrjár sjómílum en fyrir utan Sandgerði hafa togbátarnir verið komnir á svæði þar sem meðal ann- ars neta- og línubátarnir leggja línu og net. Þetta hefur gengið nokkuð vel en þó lenti línubátur frá Sandgerði í því í febrúar að hann týndi um 3.000 krókum þegar einhver togbátur frá Grundarfirði togaði yfir línuna hans. Skipstjórinn leitaði og reyndi að slægja upp línuna en ekkert fannst. Pálína Þórunn GK kom til Sand- gerðis um daginn með fullfermi, um 70 tonn, og hefur báturinn því landað um 126 tonnum í tveimur róðrum. Vörður ÞH er með 123 tonn í tveimur, Berglín GK 100 tonn í einum, Sóley Sigurjóns GK 122 tonn í einum. Hjá dragnótabátunum hefur veiðin verið góð og er Sigurfari GK hæstur með 44 tonn í fjórum róðrum, Benni Sæm GK 43,7 tonn í fjórum, Siggi Bjarna GK 34 tonn í fjórum, Ísey EA 28 tonn í fjórum og Aðalbjörg RE níu tonn í tveimur. Nýr bátur hóf veiðar á dragnótamiðunum við Hafnarbergið og er það Finnbjörn ÍS frá Ísafirði. Þessi bátur er mjög vel þekktur á Suðurnesjum, sérstaklega í Grinda- vík en báturinn var gerður út þaðan í tæp 30 ár og hét þá Farsæll GK. Mun Finnbjörn ÍS róa frá Sandgerði í það minnsta fram til 1. apríl og leggur upp hjá fiskverkun í Keflavík. Mikið er búið að breyta bátnum frá því hann hét Farsæll GK og allar þær breytingar voru framkvæmdar hjá skipasmíða- stöð Njarðvíkur, útlitslega séð munar mestu um að báturinn var breikkaður að aftan og hækkaður þar aðeins upp og fékkst þannig aðeins meira flot í bátinn að aftan. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Mildi að ekki hafi orðið stórslys á svæðinu Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir bókun stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur frá 12. febrúar síðastliðnum og krefst þess að yfirvöld tryggi að rekstrargrundvöllur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði styrktur verulega með það að leiðarljósi að íbúar á Suðurnesjum njóti bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og að starfsmenn og starfsemi HSS búi við góða starfsaðstöðu. Þá skorar bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á yfirvöld að lokið verði sem fyrst við tvöföldun Reykjanesbrautar í heild sinni. Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa á árinu má teljast mildi að ekki hafi orðið stórslys á svæðinu og mikilvægt er að tryggja umhverfið áður en að slíku kemur. ÁFRAM SUÐURNES Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Suðurnesjum etja kappi í Skólahreysti miðvikudaginn 18. mars kl. 19:00 í Íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í mars. MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁ NEYTI SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS /skolahreysti #skolahreysti Sandfell var aflahæst allra smábáta á Íslandi árin 2018 og 2019 og það hefur gengið mjög vel hjá bátnum að undanförnu. Aðalfundur 2020 og skyggnilýsing! Aðalfundur SRFS verður haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, fimmtudaginn 26. mars kl. 20.00, húsið opnar kl. 19.30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál, nánar á Facebook síðu félagsins. Að loknum fundarstörfum verður boðið upp á kaffi, köku og skyggnilýsingu. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Messa í Útskálakirkju sunnudag 15. mars kl. 20. Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Allir velkomnir hand- þvegnir og sprittaðir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.