Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 11
11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg. 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Vantar þig ökukennara? Do you need a driving instructor? Hildur Guðjónsdóttir 849-8366 Ökukennsla Hildar www.bilprof.net bilprof@bilprof.net Kristján Freyr Geirsson 898-8718 Ökukennsla Krissa okukennsla.krissi@gmail.com Margrét Arna Eggertsdóttir 853-0400 Ökuskóli Reykjaness / Driveme Ökuskóli Reykjaness driveme@driveme.is Róbert Sigurðarson 694-7265 Ökukennsla Róberts, www.okukennari.net robert.sigurdarson@outlook.com Sigurbjörg Ólafsdóttir 845-7428 Ökukennsla Sigurbjargar www.okukennslasol.is okukennsla.sol@gmail.com Telma Dögg Guðlaugsdóttir 693-2123 Ökukennari / Driving Instructor Telma D. Guðlaugsdóttir telmad80@gmail.com Teaching also available in English and Spanish Breytt heimsmynd eftir árið 2014 – Hvers vegna er þetta? Vilja Banda- ríkjamenn tryggja stöðu sína hér enn frekar? „Það er breytt heimsmynd frá 2014 sem þetta er að endurspegla fyrst og fremst. Það sem er breytt frá því Varnarliðið var hér er að allur þessi herafli er mjög færanlegur og sveigjanlegur. Hann þarf ekki lengur með sér fjölskyldur, hann þarf ekki mötuneyti eða presta þannig að allt umfang og fjöldi er miklu minni nú en var áður.“ Norðmenn hafa vaktið athygli með sínar F-35 orrustuþotur sem þeir sinna nú loftrýmisgæslu með frá Keflavíkur- flugvelli. Norski flugherinn er með fjórar slíkar þotur hér á á landi en hver þota kostar á bilinu tólf til fimmtán milljarða króna sem gerir hana að einni dýrustu orrustuþotu heims. Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem F-35 kemur til Keflavíkurflugvallar því Ítalir voru með þær í Keflavík síðasta haust. Norðmennirnir eru ekki eina þjóðin sem er við gæslustörf núna því Kanada- menn hafa sett upp færanlega ratsjá á Miðnesheiði sem verður starfrækt fram til loka júlímánaðar á meðan unnið er að viðhaldi á ratsjánni sem fyrir er á heiðinni. Það verkefni er að mestu leyti greitt af Atlantshafsbandalaginu. Norðurvíkingur 2020 Þegar Norðmenn hafa lokið loftrýmis- gæslunni er risavaxið verkefni fram- undan á Keflavíkurflugvelli, því strax eftir páska verður haldin stór æfing á vegum bandaríska flughersins sem byggir á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, Norðurvíkingur 2020. „Það er reiknað með allt að 1.000 þátttakendum frá aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins en að mestu verða þetta Bandaríkjamenn. Við vorum með æfingu hér í febrúar til að undirbúa æfinguna en þá voru hér um 300 manns á svæðinu. Hér verður í tvær vikur, strax eftir páska, margt fólk og flest hótelin í Reykjanesbæ eru bókuð undir þetta verkefni,“ segir Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Land- helgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Víkurfréttir. Þegar Norðmenn hafa lokið loftrýmisgæslunni er risavaxið verkefni framundan á Keflavíkurflugvelli, því strax eftir páska verður haldin stór æfing á vegum bandaríska flughersins sem byggir á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, Norðurvíkingur 2020. Sunnudaginn 22. mars klukkan 20:00 hefst óvenjuleg messa í Keflavíkur- kirkju sem ber heitið Bítlamessa. Kirkjan er opin öllum og er ókeypis aðgangur. Á bak við messuna stendur Erlingur Arnarson ásamt séra Fritz Má og fleiri styrktaraðilum. Gjöf til íbúa svæðisins Víkurfréttir náðu tali af Erlingi og spurði hann út í viðburðinn. „Undanfarin ár hefur Keflvíkur- kirkja, í tengslum við Ljósanætur- hátíðina, boðið upp á messur sem hafa tengst helstu popphljómsveitum heims. U2 messu, Pink Floyd messu og Queen messu. Ég er borinn og barn- fæddur Keflvíkingur. Við hjónin, ég og Þórdís Lúðvíksdóttir eiginkona mín, erum búin að vera virkir sjálf- boðaliðar í Keflavíkurkirkju í meira en áratug. Við fórum með krakkana okkar í sunnudagsskólann og Þórdís sá þá um að elda súpu ofan í liðið. Nú eru krakkarnir okkar orðnir svo gamlir að þeir eru komnir í KFUM og K. Ég er mjög mikill aðdáandi Bítlanna og þegar séra Erla sagði við mig að það mætti alveg halda messu með tónlist þeirra utan Ljósanætur, þá ákvað ég að koma þessu í kring og sótti um menningarstyrk hjá Reykjanesbæ og hafði samband við fleiri aðila. Ég hafði áður hlustað á hljómsveitina Helter Skelter í kjallaranum á Hard Rock Café árið 2016 og heillaðist gjör- samlega af þeim. Í stórum dráttum er þetta ekkert flókið. Sjálfboðaliðar eru hamingjusamasta fólkið, sælla er að gefa en þiggja. Mig langar að færa íbúum þennan menningarviðburð og við vildum láta þennan viðburð vera frían fyrir alla sem langar að koma þetta kvöld og hlusta á flotta Bítlatón- list í Keflavíkurkirkju,“ segir Erlingur. Breiða út kærleika með lögum Bítlanna „Tilgangurinn með þessum tónleikum er að breiða út Bítlakærleikann. Hér- aðssjóður Kjalarnessprófastsdæmis fjármagnar messuna að mestu leyti. Sex fyrirtæki sem heillast af Bítlatón- list tóku einnig þátt í fjármögnun á þessu verkefni ásamt styrk frá menn- ingarsjóði Reykjanesbæjar. Séra Fritz Már mun leggja út af textum laganna sem flutt verða. Þannig mun hann líta á þá texta Bítlanna sem þarna verða fluttir með gleraugum prestsins og manneskjunnar, með tilvísanir í bítla- kærleik. Hljómsveitin sem ætlar að spila lög Bítlanna heitir Helter Skelter, hljómsveit sem varð til síðla árs 2014 þegar nokkrir áhugamenn ákváðu að spila lög meistaranna. Fyrstu tón- leikar þeirra voru á Rosenberg og varð Hvíta albúmið fyrir valinu. Síðan tóku þeir fyrir plöturnar Abbey Road og Revolver. Sveitin hefur legið í dvala í smá tíma en er nú risin úr rekkju, sérstaklega vegna mikils áhuga úr Bítlabænum Keflavík um lög Bítlanna. Meðlimir Helter Skelter hafa marga fjöruna sopið í músíkinni og leikið með sveitum eins Sniglabandinu, Buff, Swiss, Beebee og Bluebirds. Gestir Bítlamessunnar eiga eftir að upplifa ógleymanlega stund þetta kvöld. Því get ég lofað,“ segir Erlingur Arnarson, kampakátur Bítlaaðdáandi. BÍTLAMESSA „Ég er mjög mikill aðdáandi Bítlanna og þegar séra Erla sagði við mig að það mætti alveg halda messu með tónlist þeirra utan Ljósanætur, þá ákvað ég að koma þessu í kring“ í Keflavíkurkirkj u

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.