Víkurfréttir - 12.03.2020, Side 12
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Steinunn Marta Sigurpálsdóttir, Grindavík:
Mig langaði að
fermast
„Ég er að játa trú mína og staðfesta
skírnina á fermingardaginn. Frá
því að elsti bróðir minn fermdist
hef ég hugsað um að fermast. Mér
fannst gaman að fylgjast með
deginum hans og fattaði að ég
gæti einnig látið ferma mig ef ég
vildi. Svo þegar systir mín fermdist
þá vissi ég að ég var næst í röðinni
og þá langaði mig að fermast. Fyrsta
veislan var haldin heima hjá okkur en næsta
var haldin á veitingastaðnum hennar mömmu,
Hjá Höllu. Veislan mín verður þar einnig. Í vetur er ég búin
að læra mikið hjá Elínborgu, hún hlustar á okkur og kennir
okkur um Jesú sem var góður maður. Þegar ég var yngri þá
talaði ég við hann inni í mér. Núna geri ég það þegar ég þarf á
því að halda. Mér finnst fínt að mæta í messur, rólegt og fínt.
Á fermingardaginn verð ég í dökkbláum, síðum kjól og skóm
í sama lit, ekki alveg spariskóm. Ég verð annað hvort með slétt
hár eða með léttar krullur í hárinu og fer á stofu. Ég ætla að
mála mig sjálf, bara lítið. Ég er mjög spennt fyrir veislunni
og gjöfunum, allir krakkar eru líka að spenntir að fá gjafir.“
Fermingarathafnir í kirkjum landsins eru víðast hvar mjög hefðbundnar með
sálmasöng, altarisgöngu og slíku. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknar-
prestur í Útskála- og Hvalsnessóknum, hefur stundum brugðið út af vananum
enda tónelskur mjög og liðtækur bæði á gítar og píanó. Það kemur því ekki á
óvart að heyra fermingarbörnin hans hefja stundina í fermingarfræðslunni á
því að syngja við undirleik hans. Þau byrjuðu á að syngja Drottinn er minn
hirðir. Þá sungu þau víxlsöng þar sem stúlkur sungu á móti drengjum,
Drottinn blessi þig, og enduðu á að syngja Hallelúja með meiri innlifun
enda raddirnar orðnar heitar og þau ekki eins feimin og í upphafi.
Víkurfréttir tóku púlsinn á fermingarbörnum á Suðurnesjum.
Að vera góður við aðra
„Söngurinn kemur þeim í gang. Ferm-
ingarbörnin fara í munnlegt próf þar
sem prófað er hvort þau kunni Trúar-
játninguna, Faðir vor, Tvöfalda kær-
leiksboðorðið, Gullnu regluna og
Litlu biblíuna. Þá læra þau utanbókar
Boðorðin tíu og Blessunina og Sign-
inguna. Allt þetta eiga þau að kunna á
fermingardaginn sjálfan. Yfir veturinn
er fjallað um þessi atriði og gildi þess
að hafa frumkvæði í að vera góður
við aðra og miklu fleira. Við dveljum
við Gullnu regluna sem kemur fram
í Matteusarguðspjalli, sem segir að
allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér og þeim gjöra.
Kannski er ég dálítið gamaldags en
mér finnst það hjálpa þeim að ein-
beita sér að því að læra þetta ef þau vita
að það er munnlegt próf framundan.
Fermingarundirbúningur miðar að því
að fræða unglingana um kristna trú og
tengingu trúarinnar inn í daglegt
líf. Fjallað er um flest af því sem
lífið færir okkur; gleði, sorg, líf,
dauða, samskipti kynjanna, sam-
skipti á heimili, mikilvægi heiðar-
leika, fyrirgefninguna, ævihátíðir
og margt fleira. Mörg þessara at-
riða eru skoðuð með hliðsjón af
völdum biblíutextum sem hafa haft
mótandi áhrif á menningu okkar
Íslendinga í meira en þúsund ár.
Unglingarnir fá innsýn í kirkju-
söguna á Suðurnesjum sem er bæði
löng og merkileg en sem dæmi er
vitað um kirkjur bæði að Útskálum
og í Hvalsnesi frá því um árið 1200.
Öll fermingarbörn Þjóðkirkjunnar
fara í ferðalag í Vatnaskóg í nokkra
daga og taka þátt í fræðslu þar, leik
og útivist. Mikill söngur einkennir
fermingarfræðslutímann hjá mér,“
segir séra Sigurður Grétar Sigurðsson.
Ferming á Suðurnesjum 2020:
Söngur opnar fyrir gleðina
Séra Sigurður
Grétar við píanóið
í fermingarfræðslu
í Garðinum.
Marta Eiríksdóttir
marta@vf.is
Berglind Ósk Lindbergsdóttir, Sandgerði:
Kirkjan alltaf verið stór partur af lífi mínu
„Ég er trúuð og hef verið það
frá því að ég var lítið barn,
var í kirkjuskólanum
hjá Katrínu Júlíu og
fannst gaman að
syngja þar og dansa.
Með fermingunni
er ég að staðfesta
skírnina. Ég er í
unglingastarfinu
hér í Sandgerði og
það er mjög gaman.
Í kirkjustarfinu hef
ég oft farið í Vatnaskóg
sem er mjög gaman. Kirkjan
hefur alltaf verið stór partur af
lífi mínu. Það er gott að koma hingað og hér líður
mér vel. Ég er alveg rosalega spennt fyrir fermingar-
deginum mínum. Fermingarfræðslan hefur aukið
tengingu mína við Jesú, sérstaklega þegar ég er
hér í Sandgerðiskirkju. Það er mikið að læra fyrir
ferminguna, ég er ennþá að læra allt. Í fermingar-
veislunni minni verða 150 gestir, þetta er svo stór ætt.
Konurnar, mamma mín og amma, frænkur mínar
og vinkonur mömmu ætla allar að hjálpast að við
að baka fyrir veisluna. Ég verð í hvítum kjól sem er
með hringskornu pilsi en frænka mín ætlar að sauma
buxur undir kjólinn. Svo verð ég í hvítum Nike-skóm.
Frænka mín ætlar að gera eitthvað fallegt við hárið
mitt, setja glimmer eða eitthvað í það en ég ætla að
mála mig sjálf í framan. Svo ætla ég að fara í neglur,
ekkert annað. Það hafa verið fundir um ferminguna
með frænku og ömmu þar sem við erum að ræða
hvernig allt á að vera í veislunni. Á kökuborðinu
verða gamlir skór af mér sem borðskraut til dæmis
en ég er fyrsta barnið í allri móðurfjölskyldunni
sem fermist.“
Hafþór Ernir Ólason, Garði:
Jesús var góðhjart-
aður og klár náungi
„Ég er að fermast af því að ég trúi á Guð og er að sanna
það og auðvitað að staðfesta skírnarsáttmálann. Ég hef
hugsað um það hvað það var gott að mamma og pabbi
létu skíra mig þegar ég var lítið barn. Eftir að ég byrjaði í
fermingarfræðslunni þá fer ég oftar í kirkju og finnst fallegt
að hlusta á kirkjukórinn. Ég skil allt sem verið er að tala um
í kirkjunni og er búinn að læra helling um Jesú í vetur. Þetta
var klár náungi, mjög góðhjartaður en gat orðið reiður, var mjög
ákveðinn. Hann var með mikið skap, sem ég þekki sjálfur en ég fæ útrás fyrir kraftinn
minn í íþróttum og æfi körfu með Keflavík. Ég bið Guð oft að hjálpa okkur að vinna leiki,
það klikkar ekki ef ég bið hann. Ég er mjög spenntur fyrir fermingardeginum. Fjölskyldan
er mjög stór en ég vildi bara bjóða þeim sem ég þekki og veit hverjir eru. Salurinn er
frekar lítill. Það verður lambalæri í veislunni sem bróðir hans pabba ætlar að elda en hann
er meistarakokkur. Ég vil vera í þægilegum fötum, hvítri skyrtu með slaufu og í svörtum
fínum gallabuxum og ætla ekki að vera eins og gömlu kallarnir í leðurskóm, heldur vil ég
vera í nokkurs konar strigaskóm. Ég fer í klippingu og kannski í húðhreinsun, hef prófað
það og finnst það gott.“
Hvers vegna ertu að fermast?
Séra Elínborg Gísladóttir er með fermingarfræðslu í Grindavík.