Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 2
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
„Bókalúga“ hefur verið „opnuð“ í Bókasafni Sandgerðis.
Bækur eru nú afgreiddar í gegnum lúguna sem er við
innganginn á safninu.
Um tilraun er að ræða og verður þjónustan með þeim hætti
að lúgan verður opin frá 10:00-16:00 mánudaga til fimmtu-
daga og milli 10:00 og 12:00 á föstudögum og á þeim tíma
munu starfsmenn safnsins taka við pöntunum og afgreiða
pantanir í gegnum Bókalúguna.
Á Fésbókarsíðu safnsins segir:
Til þess að fá lánaðar bækur er hægt að:
- hringja í síma 425 3110
- -senda tölvupóst á netfangið bokasafn@sudurnesjabaer.is
- senda okkur línu á facebooksíðu safnsins sem ber heitið
Bókasafn Sandgerðis
Bækurnar verða svo afgreiddar í gegnum Bókalúguna sem
er við innganginn á safninu.
Við vonum að íbúar Suðurnesjabæjar nýti sér þessa þjónustu
en fátt er betra en að grípa í góða bók þegar maður þarf að
dreifa huganum.
Bókalúgan opnaði mánudaginn 23. mars en hægt er að
byrja að eiga samskipti og leggja inn pantanir á bókum.
Við hlökkum til þess að heyra frá ykkur!
Þær fréttir voru einnig að berast að Rafbókasafnið var að
bæta við bókatitlum í safnið hjá sér. Ef þú átt bókasafnskort
þá er ekki úr vegi að líta á úrvalið á https://rafbokasafnid.
overdrive.com/.
Við minnum á að allir íbúar Suðurnesjabæjar eiga þess kost
að fá frítt kort að safninu.
Smári Guðmundsson, lestrarhestur reið á vaðið og
fékk skipt út lesnum bókum . Sá var sæll og glaður! Við
ætlum að viðhalda ítrustu varnaraðgerðum, afhenda
bækur í pokum og þvo og spritta eins og enginn sé
morgundagurinn, segir á Fésbókarsíðu safnsins.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Rit-
stjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Frétta-
stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg
Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theo-
dórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll
Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421
0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent
// Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn
útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist
fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtu-
dögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir
kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á
miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar
birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast
í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða
myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Palli var einn
í heiminum
Ég eignaðist bókina Palli var einn í heiminum fyrir nákvæmlega fimmtíu árum
síðan. Valur bróðir átti hana með mér miðað við það sem er skrifað á fremstu
síðuna í bókinni af mömmu heitinni, hún skrifaði nöfn okkar beggja þar. Það
eru margar bækur á Íslandi með nöfnum eða einhverju skrifuðu á fyrstu síðu.
Gamall siður en skemmtilegur. Ég fann bókina á æskuheimilinu mínu fyrir
nokkrum árum og fór með hana heim en af einhverjum óskýrðum ástæðum var
bókin komin í mínar hendur aftur í síðustu viku. Ég las hana fyrir þriggja ára
afastelpurnar mínar og þeim fannst skrýtið hvernig Palli gat farið inn í næstu búð
og fengið sér það sem hann vildi og farið í næsta „strætó“ og keyrt hann sjálfur
þó hann kynni ekki að keyra bíl. Hann gat gert nær allt sem hann langaði til.
En þetta var ekkert gaman. Það er ekkert gaman að vera bara einn. Svo vaknaði
Palli og var feginn að þetta var draumur.
Ástandið núna minnir að einhverju leyti á Palla - einan í heiminum nema að
maður getur ekki gengið inn í næsta bakarí og fengið sér ókeypis snúð. Er þetta
skrýtinn draumur sem allir eru að dreyma? Upplifunin þegar maður fer í göngu
er svolítið sérstök. Það eru fáir á ferli og samfélagið er í hægagangi. Nærri því
enginn á ferð. Flugstöð sem er full af fólki flesta daga ársins er nánast tóm. Maður
gæti stolist í sundlaugina. Það er enginn þar og því væri ekkert gaman. Mér finnst
gaman að hitta sundfélaga mína í lauginni. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki
knúsað neinn eða heilsað almennilega. Ég er ekki að fara í utanlandsferðina um
páskana sem ég hafði beðið eftir. Langaði svo í sól eftir þennan hundleiðinlega
vetur. Vonandi fer þessum draumi að ljúka og ég vakna eins og Palli. Er þetta
ekki annars draumur. Eruð þið ekki öll í þessum sama draumi?
Við erum öll í þessum skrýtna draumi sem er veruleikinn okkar næstu vikurnar
og verðum að standa saman í gegnum hann. Þurfum að bregðast við veiru sem
herjar á okkur. Það er bláköld staðreynd. Við skulum gera það. Saman.
Á veirutímum breytist margt og hefur áhrif á margt eins og útgáfu Víkurfrétta.
Í þessari viku og líklega næstu vikur verður blaðið gefið út „rafrænt“ og ekki
prentað. Við vonum að þið, kæru lesendur takið því vel. Sjáum svo til þegar
þessum skrýtna draumi lýkur. En eins og margir hafa bent á verða oft til tæki-
færi á skrýtnum tímum. Við á Víkurfréttum gátu leyft okkur ýmislegt í útgáfu
blaðsins í þessari viku. Það er hægt að gera ýmislegt í rafrænu blaði sem er ekki
hægt í pappír. Margt skemmtilegt. Við vonum að þið njótið vel. Ef amma og afi
eru ekki með spjaldtölvu eða tölvu megiði alveg hjálpa þeim að lesa blaðið. Eða
kennt þeim á græurnar til að lesa á rafrænan hátt.
Við ræddum við um á þriðja tug einstaklinga í þessari útgáfu og auðvitað var
málefnið svolítið mikið tengt COVID-19. Það er gaman að heyra hvernig fólk
er að díla við lífið þessa dagana.
Stöndum saman en munum að virða tveggja metra regluna, þó það sé erfitt.
Páll Ketilsson.
RITSTJÓRNARPISTILL
Menntaskólinn á Ásbrú og Isavia
komust nýverið að samkomulagi um
samstarfsverkefni þar sem nemendur
skólans munu hanna og gera tölvu-
leiki fyrir barnahorn á Keflavíkur-
flugvelli. Verkefnið mun fara af stað
nú á vorönn og því von á að leikirnir
verði aðgengilegir farþegum í sumar.
Nanna Kristjana Traustadóttir, skóla-
meistari Menntaskólans á Ásbrú segir
um verkefnið: „Afeinangrun kennslu-
stofunnar er mikilvægur liður í námi
við Menntaskólann. Við viljum setja
upp áhugavekjandi, raunhæf verkefni
eins mikið og hægt er á öllum náms-
ferlinum. Nemendur eru að sérhæfa sig
í tölvuleikjagerð og fá hjá okkur einstakt
tækifæri til þess að vinna verkefni með
fyrirtækjum. Það eru líka einhverjir
töfrar sem eiga sér stað þegar nemandi
fær tækifæri til þess að fá endurgjöf á
vinnuna sína frá sérfræðingum í at-
vinnulífinu, það er allt of sjaldgæft,
jafnvel á háskólastigi.“
Nemendur í Keili hanna tölvuleiki
fyrir barnahorn flugstöðvarinnar
„Bókalúga“ opnuð
í Bókasafni Sandgerðis