Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 36
36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is Öllum nauðungarsölufyrirtökum hefur verið frestað hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum með vísan til samkomubanns frá og með 23.3.2020. Á það við um fyrstu fyrirtöku, byrjun uppboðs og framhaldssölur. Ákvörðunin gildir a.m.k. til 12. apríl eða jafn lengi og ákvörðun yfirvalda um samkomubann. Ný dagsetning verður ákveðin eftir að samkomubanni lýkur. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 23. mars 2020. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 458-2200 Hótel- og veitingamenn á Reykjanesi skora á bæjarstjórnir svæðisins að fella niður fasteignagjöld tímabundið, eða fyrir mánuðina mars til og með júni, og koma þannig til móts við fyrirtækin á þessum fordæmalausu tímum í ferðaþjónustunni. Óskar fundurinn jafnframt eftir að greiðslur fasteignagjalda verði frystar þar til ákvörðun liggur fyrir. Hótel- og eigendur veitingastaða á Reykjanesi hittust á föstudag til fundar í Hljómahöll til að ræða fordæmislausa stöðu í ferðaþjónustunni. Samþykkt var að senda bæjarráðum allra sveitar- félaga á Reykjanesi eftirfarandi ályktun og þess jafnframt óskað að hún verði tekinn til afgreiðslu sem allra fyrst og þá jafnvel á aukafundi. Þá vísar fundurinn í ályktun Félags Atvinnurekanda til Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar að í framhaldinu verði fasteignaskattur á at- vinnuhúsnæði lækkaður til frambúðar. „Fasteignirnar okkar eru stórar og gjöld há svo þessi gjöld vega þungt í okkar rekstri. Byggingarnar munu eðli málsins samkvæmt skila miklum tekjum til sveitarfélaga til langrar framtíðar og því mikilvægt að þær séu allar í rekstri fyrir utan mikilvægi samlegðaráhrifa og útsvargreiðslur frá starfsmönnum fyrirtækjanna. Það er von okkar að sveitarfélög á Reykja- nesi, þar sem ferðaþjónustan er hvað mikilvægust á landinu, sjái þessa aðstoð sem mikilvægt skref fyrir fyrirtækin og svæðið allt og með fljótri afgreiðslu sýni frumkvæði fyrir önnur landsvæði og höfuðborgina,“ segir í ályktuninni. Í umræðum á fundinum í Hljómhöll mátt heyra á hóteleigendum að ástandið væri orðið alvarlegt í kjölfar COVID-19 og þá hefði það verið mikið áfall að hætt skyldi við varnaræfinguna Norður- Víking sem hefði verið búin að taka frá og panta um eitt þúsund hótelherbergi á Suðurnesjum, auk margs annars sem hún þurfti í verslun og þjónustu. Veitingastaðir á Suðurnesjum hafa fundið fyrir ástandinu á þann hátt að fólk kæmi miklu minna og hafa þar af leiðandi boðið upp á panta mat og sækja. Hótel- og veitingahúsaeigendur óska eftir niðurfellingu fasteigna- gjalda vegna COVID-19 Fræðslusvið – Sálfræðingur Háaleitisskóli – Skólastjóri Stapaskóli – Kennarar Myllubakkaskóli – Kennarar Heiðarskóli – Kennarar Holtaskóli – Kennarar Háaleitisskóli – Kennarar Njarðvíkurskóli – Kennarar Akurskóli – Kennarar Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Viðburðir í Reykjanesbæ Viðburðir í Hljómahöll Fimmtudag kl. 20.00. Hljómahöllin streymir tónleika með Ásgeiri Trausta á fésbókasíðu Hljómahallar. Viðburðir í bókasafni Reykjanesbæjar Laugardag kl. 11.30. Halla Karen mun eiga cozy stund með íbúum Reykjanesbæjar þar sem hún les Dýrin í Hálsaskógi. Viðburðurinn fer fram á fésbókarsíðu bókasafnsins. Aðrir viðburðir Yfir 50 viðburðir af ýmsum toga eru í undirbúningi hjá menningarstofnunum Reykjanesbæjar og eru sumir þeirra þegar farnir að líta dagsins ljós og halda áfram að gera það jafnt og þétt á meðan á samkomubanni stendur. Fylgist með á fésbókarsíðu menningarstofnanna og Reykjanesbæjar. Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku! RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM Jóhann ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkur Jóhann Árni Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar og mun hann taka við starfinu af Hermanni Guðmundssyni í sumar. Jóhann Árni er með BS gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá sama skóla. Undan- farin ár hefur hann verið forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG og meistaraflokks kvenna. Hótel- og veitingamenn á fundinum í Hljómahöll á dögunum. Það var gott bil á milli allra, samkvæmt reglum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.