Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 7
7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Starf skólastjóra Háaleitisskóla laust til
umsóknar
Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Háaleitisskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem
býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða
skólann inn í framtíðina.
Háaleitisskóli er heildstæður 300 barna grunnskóli og eru einkunnarorð skólans menntun og mannrækt.
Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði PBS um heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun. Í stefnu
skólans er ennfremur lögð áhersla á að rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og
mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs sem einkennist af mannhelgi, réttlæti og félagsanda, að hann virði
mismunandi einstaklinga og leyfi einkennum þeirra að njóta sín. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að
viðhalda góðum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
• Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg t.d. á sviði stjórnunar
• Reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar
• Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá
eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2020. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ.
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn fylgi
starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir
Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is.
Helstu verkefni
• Veita skólanum faglega forystu
• Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla,
nýrrar stefnu sveitarfélagsins til 2030, Í krafti fjölbreytileikans og menntastefnu Reykjanesbæjar
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins
Norskar herþotur
vöktu og kvöddu
bæjarbúa í morg-
unsárið
Fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar hrukku
upp af værum svefni við hávaða frá F-35
herþotum norska flughersins síðasta
föstudag.
Loftrýmisgæslu norska flughersins hér
á landi lauk þá formlega þegar F-35 þotur
Norðmanna yfirgáfu landið.
„Veðurspá hér og í Noregi var með þeim
hætti að þetta reyndist eini tíminn sem
mögulegur var fyrir flugtak vélanna. Lögð
var rík áhersla á að flugtakið yrði eins hljóð-
látt og kostur var. Hafi það valdið ónæði
biðjumst við að sjálfsögðu afsökunar á því,“
segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslunnar í samtali við Víkur-
fréttir.
Duusgötu 10, Reykjanesbæ, duus@duus.is, sími 421-7080
Pantanir í síma 421 7
080
eða á duus@duus.is
Frá kl. 11:15 - 14:oo
og kl 17:00 - 20:00
1. Butter Chicken Masala kr. 2990
2. Tandory Chicken kr. 2990
3. Lamb in Curry kr. 2990
4. Masala Grilled Þorskur kr. 2750
5. Vegetable Curry or Vegetable Patties kr. 2750
6. Salöt. Kjúklingasalat / Humar og Rækju / Sjávarrétta kr. 2200
7. Pasta. Kjúklinga / Humar og Rækju / Sjávarrétta / Skinku & Beikon kr. 2500
8. Djúpsteiktur Fiskur kr. 2750
9. Grillaðar Kótelettur með meðlæti kr. 3300
Með öllum Indverskum réttum fylgir hrísgrjón og naanbrauð.
Indverskir Réttir - Take Away
Frí heimsending ef pantað er fyrir lágmark kr. 5000
Heimsending innanbæjar Keflavíkur kr. 500 Innri - Njarðvík kr. 1000
Greiðslur á reikn. 0142 - 26 20080 - Kt. 620114 - 0300