Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 22
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Ég er furðu róleg og æðrulaus í
þessu öllu saman þrátt fyrir að hafa
strax farið að haga mér öðruvísi. Mér
finnst við hafa tekið vel á málum hér
á landi og við búum vel að því að í
fámenninu getum við staðið saman
í að fylgja þeim ráðleggingum sem
fyrir okkur eru lagðar af þessu frá-
bæra teymi almannavarna og sótt-
varna- og landlæknis“.
— Hefurðu áhyggjur af ástandinu?
„Já, ég hef það, en ekki af sjálfri
mér eða okkur sem erum fullfrísk.
Við stöndum þetta af okkur. En ég
neita því ekki að mér þykir mjög
erfitt að vita af pabba veikum og
geta ekkert gert nema fara ofboðs-
lega varlega í kring um hann. Það
sama á við með tengdaforeldra mína,
maður vill allra helst að þau haldi sig
heimavið og fái eins fáar heimsóknir
og hægt er. Þessum áhyggjum deili
ég örugglega með öllu því fólki sem
hefur undirliggjandi sjúkdóma og
aðstandendum þeirra“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Ég tók snemma í ferlinu ákvörð-
un um að fara ekki á fjölmenna staði
og huga vel að því að vera nógu
örugg til að geta áfram farið inn til
foreldra minna. Ég hef t.d. ekki farið
í búð í þó nokkurn tíma, maðurinn
minn sér um það þessar vikurnar,
ég fer ekki í sund, líkamsrækt eða á
önnur mannamót þó þar hafi verið
gerðar ráðstafanir. Svo erum við fjöl-
skyldan mjög varkár, hugum vel að
handþvotti og sótthreinsun á heimil-
inu. Ég hef nú ekki alveg lokað fyrir
heimsóknir til sona minna en gestir
þvo sér og spritta og ég sótthreinsa
krana og hurðarhúna“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
„Verkefnin hafa að miklu leyti
snúist um þessar aðstæður undan-
farnar vikur. Við hjá HS Veitum
skiptum okkur í tvo hópa á öllum
starfsstöðvum þar sem annar
hópurinn vinnur að heiman í viku
og hinn á staðnum. Svo er allt sótt-
hreinsað fyrir komu næsta hóps og
við tryggjum að þeir hittist ekki.
Þá höfum við breytt fyrirkomulagi
í mötuneyti, aukið þrif og sótt-
hreinsun til muna. Við fundum
daglega á Teams þar sem við deilum
upplýsingum um stöðu mála en hjá
okkur eins og annarsstaðar hefur
fólk lent í sóttkví eða þurft að láta
vita af sér ef tengdur aðili hefur verið
settur í sóttkví. Þetta hefur allt tekist
vel hingað til og samstarfsfólk mitt
ótrúlega samstillt og jákvætt í þessu
ástandi“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Fyrstu dagana í febrúar var
maður hálf ringlaður og vissi svo
sem ekkert í hvað stefndi sem svo á
móti einkenndi viðbrögðin í fyrstu.
Það leið samt ekki á löngu þar til mér
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Helga Jóhanna Oddsdóttir segist ekki hafa áhyggjur af sjálfri sér eða öðrum á sínu heimili í því ástandi sem nú ríkir. „Við stöndum þetta af okkur.
En ég neita því ekki að mér þykir mjög erfitt að vita af pabba veikum og geta ekkert gert nema fara ofboðslega varlega í kring um hann. Það sama
á við með tengdaforeldra mína, maður vill allra helst að þau haldi sig heimavið og fái eins fáar heimsóknir og hægt er“. Helga svaraði nokkrum
spurningum frá blaðamanni.
HELGA JÓHANNA ODDSDÓTTIR
Furðu róleg og æðrulaus
í þessu öllu saman
27. MARS KL. 21:00
MYSTERY BOY
29. MARS KL. 22:00
KILLER JOE
NETLEIKHÚSIÐ // LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR & VÍKURFRÉTTIR
ÁHUGALEIKSÝNING
ÁRSINS 2018
EKKI VIÐ
HÆFI BARNA!
Það kostar ekkert að horfa!
Munið bara eftir leikfélaginu þegar betur árar.
Þökkum rúmlega
37.000
áhorfendum fyrir
innlitið á Dýrin
í Hálsaskógi
sl. sunnudag!
Netleikhúsið
er á fésbók
Víkurfrétta!