Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 16
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. — Hvernig ert þú að upplifa ástand- ið í kringum COVID-19? „Þetta eru mjög sérstakt ástand sem við erum að upplifa um þessar mundir. Erfiðar tilfinningar eins og depurð, leiði og ótti sækir á mann en ég er bjartsýnn á að við komumst í gegnum þennan byl og það birti aftur til“. — Hefurðu áhyggjur? „Ég hef áhyggjur af þeim sem eru veikir fyrir árás þessarar veiru og vona innilega að fáir tapi þeirri- baráttu. Síðan hef ég þó nokkrar áhyggjur af efnahagslegum afleið- ingum ástandsins og líkt og áður er líklegt að okkar atvinnusvæði verði harðast úti“. — Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? „Tilveran öll hefur breyst töluvert og maður væri alveg til í að hrað- spóla yfir þennan kafla. Erfiðast er að takmarka samskipti við snjall- tækin þó flestir séu vel skólaðir á þeim vettvangi. Annars er reynt að halda í horfinu eins og hægt er“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Mennta- og menningarmála- ráðuneytinu hefur verið skipt upp í tvo hópa sem skiptast á að vinna heima og á vinnustað 2-3 daga í senn. Allir fundir fara fram í gegnum samskiptaforrit eða síma og öll sam- skipti eru takmörkuð. Það er vont að missa kaffistofuspjallið en fundir eru ekkert síður skilvirkir í gegnum tölvuna“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Um leið og hún barst til Evrópu“. — Hvað varð til þess? „Þá var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast hingað. Það sem kom kannski á óvart var að hún kæmi á skíðum í gegnum Alpana“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég hef ávallt verið aðdáandi handþvotta og átti það til sem krakki að þrífa hendurnar í miðjum matar- tíma ef ég kámaðist eitthvað. Maður passar betur hvaða hluti maður snertir og er á varðbergi um hvar veiran gæti leynst. Knús og handar- tök hafa verið lögð af að mestu en ég er ennþá að vinna í því að takmarka andlitskáf “. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég er mjög sáttur við þær að- gerðir sem ráðist hefur verið í og öfluga upplýsingagjöf frá almanna- varnateyminu. Mér finnst lykilatriði að skilaboðin komi frá sérfræðing- unum frekar en ráðherrum. Efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnar líta síðan vel út og þurfum við á Suðurnesjum að fylgja því eftir að til okkar verðir hugsað“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Fara varlega og fylgja þeim fyrir- mælum sem haldið er að okkur. Síðan er bara að halda ró sinni og tapa ekki gleðinni. Þetta vekur okkur öll til umhugsunar um hvað skiptir máli og hvernig við hegðum okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við núll- stillum margt í okkar tilveru og verðum betra samfélag þegar þetta er yfirstaðið“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Sveitarfélagið hefur brugðist ágætlega við og virkjað allar mögu- legar viðbragsáætlanir og starfs- fólk sveitarfélagsins er vakandi yfir þróun mála. Nú þarf að huga að því að bregðast við versnandi atvinnu- ástandi með því að fara í sem flest verkefni sem möguleg eru“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Klárlega er það sem hefur mest áhrif því félagsleg samskipti eru okkur svo mikilvæg“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Innkaupamynstrið hefur ekki tekið neinu breytingum. Hef aldrei keypt matvöru á netinu en kaupi ýmislegt annað á þeim vettvangi“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Geri fastlega ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki á næstu tveimur vikum og fjari síðan út með vorinu. Efnahagshöggið mun vara mun lengur og það verði langt liðið á næsta ár áður en það verður bæri- legt“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innan- lands eða utan? „Við hjónin höfum gert mikið af því ferðast innan lands sem utan og geri ég fastlega ráð fyrir því að við tökum upp þráðinn þegar rykið er sest“. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK Baldur Þórir Guðmundsson segir lykilatriði að skila- boðin komi frá sérfræðingunum frekar en ráðherrum. „Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar líta síðan vel út og þurfum við á Suðurnesjum að fylgja því eftir að til okkar verðir hugsað,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. Baldur starfar hjá Mennta- og menningarmálaráðu- neytið og er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Hef áhyggjur af þeim sem eru veikir fyrir árás þessarar veiru Ég geri fastlega ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki á næstu tveimur vikum og fjari síðan út með vorinu. Efnahagshöggið mun vara mun lengur og verður langt liðið á næsta ár áður en það verður bærilegt. BALDUR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.