Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 26.03.2020, Blaðsíða 31
Elenora Rós Georgsdóttir, bakaranemi og fagurkeri og Suðurnesjamaður árins 2017 er í sviðsljósinu í nýju kynn- ingarátaki starfs- og tæknimenntaskóla landsins sem ber heitir „Fyrir mig“. Hún elskar bakstur og kökuskreyt- ingar en kjötfars og kálbögglar eru sak- bitin sæla hjá henni. Uppáhalds bók Elenoru er uppskriftabókin hennar sem hún segir lykilinn á bakvið alla góða bakara. Hún var í Heiðarskóla í Keflavík og hún stefnir á framhaldsnám erlendis í einhverskonar bakaraiðn. Fyrir mig er heitið á kynningarátaki sem allir starfs- og tæknimenntaskólar, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, sam- band íslenskra sveitarfélaga og mennta- málaráðuneytið, standa að. Markmiðið með átakinu er að vekja athygli á starfs- og tækninámi og þeim tækifærum sem slíkt nám býður uppá. Elenóra Rós í sviðsljósinu!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.