Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 53

Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 53
Tyrkjaránið í Grindavík 1627 Út er komin bókin Northern Captives sem fjallar um Tyrkjaránið í Grindavík árið 1627. Bókin er á ensku en gert er ráð fyrir að síðar komi bókin út á íslensku. Þetta er fyrsta bókin sem skrifuð hefur verið um þennan ægilega atburð þegar sjóræn- ingjar frá borginni Sale í Marokkó á vesturströnd Afríku hertóku fjölda manns í Grindavík og fluttu til Sale þar sem fólkið var selt á þrælamarkaði borgarinnar. Í bókinni eru tildrög þessa atburðar rakin ítarlega. Meginhluti bókar- innar fjallar síðan um örlög og afdrif fólksins á Járngerðarstöðum en margt af því var hertekið. Örlög fólksins urðu mismunandi. Sumt af þessu fólki var leyst út og kom aftur heim til Íslands en aðrir ýmist hurfu í mannhafið sem þrælar eða komust til metorða í fjarlægum löndum. Járngerðarstaðafólkið hafði sér- stöðu meðal íbúa í Grindavík á sín- um tíma og lengi síðar. Þessi ætt var vel efnuð á þeirra tíma mælikvarða og í ættinni voru nokkrir mennta- menn. Varðveist hafa bréf frá Jóni Jónssyni frá Járngerðarstöðum sem hann skrifaði úr sinni þrældómsvist í Barbaríinu. Nokkur þessara bréfa eru birt hér í enskri þýðingu og veita ómetanlega vitneskju um aðstæður hertekna fólksins og afdrif þess. Á meðal þeirra sem rænt var í Grindavík var Guðrún Jónsdóttir og Halldór Jónsson, bróðir hennar. Þau voru keypt úr ánauð og komu til Íslands aðeins ári eftir að þeim var rænt. Hér eru á sannfærandi hátt settar fram hugmyndir um það hvernig þeim systkinum tókst að losna svona snemma úr ánauð og snúa til baka til fyrra lífs í Grindavík. Saga þessa fólks alls er líkust nútíma spennusögu. Höfundar bókarinnar eru Adam Nichols, prófessor við Maryland- háskóla í Bandaríkjunum, en hann bjó í nokkur ár á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var prófessor í ensku við Maryland-háskóla og Karl Smári Hreinsson, íslenskufræðingur sem einnig var kennari við þann skóla. Þeir hafa rannsakað og skrifað mikið um Tyrkjaránið á Íslandi og eru þýð- endur að Reisubók séra Ólafs Egils- sonar sem komið hefur út á ensku og einnig hollensku á síðasta ári og hefur víða hlotið mjög góða dóma. Bókin Northern Captives er gefin út af Sögu Akademíu – málaskóla í Reykjanesbæ í samstarfi við Minja- og sögufélag Grindavíkur. Grinda- víkurbær styrkir útgáfu bókarinnar. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastigi Hjallatún – Leikskólakennarar Hjallatún – Sérkennslustjóri Heiðarsel – Deildarstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Innskot Föstudagurinn 29. maí er lokadagur sýningarinnar Innskot hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Loji og Áslaug Thorlacius, sýna okkur inn í sameiginlegan myndheim sem gefur okkur nýja sýn á einkaheimilið. Af þessu tilefni verður safnið opið til kl. 21:00 þar sem boðið verður upp á einstaka sýningu og léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og verður í allt sumar. Síðasta tækifærið til að sjá þessa einstöku sýningu Duus Safnahús Duusgötu 2-8 Sími 420 3245 duushus@reykjanesbaer.is Opið alla daga frá kl. 12:00 - 17:00 Ókeypis aðgangur Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR // 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.