Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 64

Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 64
Við lifum á sérstökum tímum, veirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á heims- byggðina, þar erum við Íslendingar engin undantekning. Óvissa er orð sem hefur oft verið notað í þessu samhengi. En það er óvissa á fleiri sviðum. Á sviði öryggis- og varnarmála hefur óvissan aldrei verið meiri en frá tímum kalda stríðsins. Við þessari óvissu verðum við að verða viðbúin, rétt eins og óvissunni vegna veirunnar. Í apríl síðastliðnum lagði utanríkisráð- herra til í ráðherranefnd um ríkisfjár- mál varnartengdar endurbætur og við- hald í Helguvík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tillögu ráðherra var hafnað. Það er alvarlegt mál í ljósi þess að framkvæmdirnar eru í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Það hefur ráðherra staðfest. Aðalatriði málsins er að ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að framfylgja þjóðaröryggistefnunni. Ríkisstjórn sem vinnur ekki samkvæmt henni er ekki stætt. Ísland er í NATO og hefur verið frá stofnun þess. Okkur ber að taka þátt í vörnum Norður-Atlantshafsins sem aðildarríki. Við eigum öryggi okkar undir því að aðrar þjóðir komi okkur til varnar. Þjóðaröryggisstefna Íslands segir skýrt að í landinu skuli vera til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sér- fræðiþekking til að mæta þeim áskor- unum sem Ísland stendur frammi fyrir, í öryggis- og varnarmálum og til að upp- fylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þetta er skýrt. Tilfinningaástæður stjórnmálamanna og -flokka, sem eru andvígir veru okkar í NATO og eðlilegu viðhaldi á varnar- mannvirkjum, ganga ekki framar þjóðar- öryggisstefnunni. Ríkisstjórninni ber að fylgja þjóðar- öryggisstefnunni og treysta varnir lands- ins. Tímasetning málsins er auk þess góð. Framkvæmdirnar skapa mikilvæg störf á erfiðum tímum á Suðurnesjum. Hvers vegna varnarframkvæmdir á Suðurnesjum? Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokks- ins í Suðurkjördæmi. Tilfinningaástæður stjórnmálamanna og -flokka, sem eru andvígir veru okkar í NATO og eðlilegu viðhaldi á varnarmannvirkjum, ganga ekki framar þjóðar öryggis- stefnunni ... Verkefni tilbúin á Suðurnesjum í sögulegu atvinnuleysi „Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi frábiðja sér þras um verkefnin og krefjast þess að aðilar snúi bökum saman og sýni einhug í að koma þessum verkefnum í gang hið fyrsta,“ segir í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum þann 24. maí 2020. Þar segir einnig: „Eins og öllum er kunnugt um er mikil óvissa uppi í þjóðfélaginu og í heiminum öllum um þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Þessi óvissa hefur valdið gríðar- legum rekstrarerfiðleikum hjá mörgum fyrirtækjum hér á landi sem brugðist hafa m.a. við með upp- sögnum á starfsfólki og sér alls ekki fyrir endann á því. Atvinnuleysi á landinu hefur því stóraukist síðasta mánuðinn, sérstak- lega hér á Suðurnesjum. Stefnir í að atvinnuleysi hér á Suðurnesjum nái sögulegum hæðum á næstu vikum en er í dag ríflega 28% í Reykjanesbæ og er nauðsynlegt fyrir samfélagið að sporna við þeirri þróun, m.a. með framkvæmdum sem skapa störf tímabundið og til lengri tíma. Ýmis verkefni hafa verið í undir- búningi hér á svæðinu sem m.a. innviðauppbygging í Helguvík til að styrkja höfnina til að taka á móti verkefnum er varða leit og björgun, einnig verkefni er tengjast norður- slóðum. Þar myndu koma þrír aðilar að uppbyggingunni og er Ísland eitt af þeim. Jafnframt myndi hafnarað- staðan styðja við öryggishlutverk Íslands á Norðurslóðum og skapa möguleika til meiri uppbyggingar á því sviði. Samhliða þeirri uppbyggingu skapast við þær hafnarframkvæmdir möguleikar fyrir nýja starfsemi á svæðinu. Einnig eru stór verkefni á öryggissvæðinu sem myndu tengjast Helguvíkurhöfn og má þar nefna stór vöruhús sem á að byggja og mætti flýta þar framkvæmdum en með til- komu þeirra myndi hafnaraðstaðan í Helguvík styrkjast verulega vegna vöruflutninga til og frá þeim. Þessi starfsemi er talin skapa um það bil 60 störf fyrir utan afleidd störf. Þessi verkefni eru atvinnuskapandi, bæði á framkvæmdatíma og til lengri tíma. Reykjaneshöfn er tilbúin til fram- kvæmda strax eins og hefur komið fram í ályktun frá stjórn Reykjanes- hafnar sem SAR tekur heilshugar undir. Samtök atvinnurekenda frábiðja sér þras um verkefnin og krefjast þess að aðilar snúi bökum saman og sýni einhug í að koma þessum verk- efnum í gang hið fyrsta og er SAR til- búið að koma að þessum verkefnum ef þess er óskað sama á hvaða stigi það er.“ Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg. 64 // VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.