Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 67

Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 67
Super Mario í Njarðvík Körfuknattleiksmaðurinn Mario Matasovic hefur ekki setið auðum höndum í öllum þeim takmörkunum sem COVID-19 hefur haft í för með sér. Njarðvíkingurinn tók sig til og reif vel í járnin, reyndar svo vel að ein karfan í Njarðtaksljónagryfjunni varð að gefa eftir! Vanalega rífa menn eitthvað úr spjaldinu með þegar svona nokkuð gerist en Super Mario sleit járnið í sundur. Með þessu áframhaldi þarf að sér- styrkja hringina fyrir átökin í Domino’s þegar Super Mario fer á flug í húsum landsins. Ljónatemjararnir sameinaðir á ný Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistara- flokks karla í Njarðvík og bætist því í hópinn með Halldóri Karlssyni en báðir munu þeir aðstoða Einar Árna Jóhannsson með Njarðvíkurliðið á komandi tímabili. Það má því segja að Ljónatemjararnir séu sameinaðir á ný en Einar Árni steig sín fyrstu skref í efstu deild karla sem aðstoðar- þjálfari Friðriks Inga í Njarðvík. Halldór Karlsson framlengdi einnig samningi sínum við félagið. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fagnar því vel og inni- lega að endurheimta í félagið einn af sínum dáðustu sonum í Friðriki Inga en það þarf ekki að fjölyrða um hæfni hans á þjálfarastól. Ásamt því að gerast aðstoðarþjálfari þá mun Friðrik einnig taka að sér þjálfun drengja- og unglingaflokks í Njarð- taksgryfjunni. „Við erum ofboðslega spennt fyrir samstarfinu við Friðrik Inga og ekki síst fyrir því að iðkendur í elstu yngri flokkum okkar fái einnig að njóta handleiðslu hans,“ sagði Kristín Örlygsdóttir, formaður körfuknatt- leiksdeildar UMFN. „Mér líst afar vel á þetta verkefni og er ánægður að verða í eldlínunni með Njarðvík í Domino’s-deildinni á komandi tímabili. Þá er ég einn- ig spenntur fyrir því að vinna með drengja- og unglingaflokki til að efla þá á leið sinni yfir brúna úr elstu yngri flokkum félagsins og upp í meistaraflokk. Ég tel Njarðvík fært um að skapa góðan vettvang fyrir þessa ungu leikmenn til að taka framförum og verða betri,“ sagði Friðrik Ingi Rún- arsson. Super Mario með hringinn í Njarðtaksgryfjunni. Þjálfarar meistaraflokks karla ásamt Brenton Birmingham, varaformanni, og Kristínu Örlygsdóttur, formanni. Mynd/JBÓ Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR // 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.