Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Side 67

Víkurfréttir - 28.05.2020, Side 67
Super Mario í Njarðvík Körfuknattleiksmaðurinn Mario Matasovic hefur ekki setið auðum höndum í öllum þeim takmörkunum sem COVID-19 hefur haft í för með sér. Njarðvíkingurinn tók sig til og reif vel í járnin, reyndar svo vel að ein karfan í Njarðtaksljónagryfjunni varð að gefa eftir! Vanalega rífa menn eitthvað úr spjaldinu með þegar svona nokkuð gerist en Super Mario sleit járnið í sundur. Með þessu áframhaldi þarf að sér- styrkja hringina fyrir átökin í Domino’s þegar Super Mario fer á flug í húsum landsins. Ljónatemjararnir sameinaðir á ný Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistara- flokks karla í Njarðvík og bætist því í hópinn með Halldóri Karlssyni en báðir munu þeir aðstoða Einar Árna Jóhannsson með Njarðvíkurliðið á komandi tímabili. Það má því segja að Ljónatemjararnir séu sameinaðir á ný en Einar Árni steig sín fyrstu skref í efstu deild karla sem aðstoðar- þjálfari Friðriks Inga í Njarðvík. Halldór Karlsson framlengdi einnig samningi sínum við félagið. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fagnar því vel og inni- lega að endurheimta í félagið einn af sínum dáðustu sonum í Friðriki Inga en það þarf ekki að fjölyrða um hæfni hans á þjálfarastól. Ásamt því að gerast aðstoðarþjálfari þá mun Friðrik einnig taka að sér þjálfun drengja- og unglingaflokks í Njarð- taksgryfjunni. „Við erum ofboðslega spennt fyrir samstarfinu við Friðrik Inga og ekki síst fyrir því að iðkendur í elstu yngri flokkum okkar fái einnig að njóta handleiðslu hans,“ sagði Kristín Örlygsdóttir, formaður körfuknatt- leiksdeildar UMFN. „Mér líst afar vel á þetta verkefni og er ánægður að verða í eldlínunni með Njarðvík í Domino’s-deildinni á komandi tímabili. Þá er ég einn- ig spenntur fyrir því að vinna með drengja- og unglingaflokki til að efla þá á leið sinni yfir brúna úr elstu yngri flokkum félagsins og upp í meistaraflokk. Ég tel Njarðvík fært um að skapa góðan vettvang fyrir þessa ungu leikmenn til að taka framförum og verða betri,“ sagði Friðrik Ingi Rún- arsson. Super Mario með hringinn í Njarðtaksgryfjunni. Þjálfarar meistaraflokks karla ásamt Brenton Birmingham, varaformanni, og Kristínu Örlygsdóttur, formanni. Mynd/JBÓ Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR // 67

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.