Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 29
að skora upp á 9,3 til 9,4 að meðaltali og það eru mjög fá hótel í heiminum sem eru að ná því. Hótelið er eins og það er en það er líka staðsetningin, náttúran og allt hér í kring sem hefur mikið að segja. Norðurljósin eru dugleg að láta sjá sig hér á veturna og svo höfum við útsýni á Snæfellsjökul, vitana og sólsetrið. Hér er einnig mikið víðsýni. Fólk sem er að koma frá stórborgum sækist í þetta alveg eins og þegar við förum í heitu löndin til að upp- lifa hita og sól. Þau vilja fá eitthvað öðruvísi, eins og kuldann. Kínverj- arnir segjast vera að koma hingað til að hreinsa lungun. Þeir koma hingað og hlaupa um túnin og ég spyr farar- stjórana hvað þeir séu að gera og allt- af er svarið að það sé verið að hreinsa lungun.“ – Er ekki skellur að missa stóran hluta af þessu ári út? „Jú, sérstaklega þegar þú varst búinn að gera ráð fyrir mjög góðu sumri og bókunarstaðan var góð. Þetta er mikill skellur og bara fyrir allt íslenskt samfélag og þá sem eru í ferðaþjónustunni. Sem betur fer eru bankarnir að slá lánum á frest. Núna er frumvarp fyrir Alþingi um lækkun á fasteignafjöldum hjá hótelum og gististöðum. Það er verið að gera mikið til að hjálpa til. Við verðum að passa að missa þetta ekki allt frá okkur núna þar sem það er búin að vera mikil upp- bygging og að fólki finnst gott að koma til Íslands. Ég vinn mikið hér á kvöldin og er að tala við gestina og það eru nær allir með sömu söguna. Þeim finnst Ísland vera einstakt land. Það er eigni- lega hvergi í heiminum sem þú finnur svona náttúru eins og hérna og fólki finnst það vera frjálst og mikið ferðafrelsi hér á landi.“ – Hvernig er nýtingin yfir vetrarmánuðina? „Hún er mjög góð og þá sérstak- lega hjá fólki sem er að sækjast í að sjá norðurljósin. Það fólk er einnig að stoppa lengur og er jafnvel að gista hjá okkur í heila viku. Það er að vona að það nái einum eða tveimur dögum með ljósum. Það rúntar um á daginn og vakir fram- eftir á kvöldin. Oftast tekst að ná einhverju og stundum ekki. Þeir sem ná því að sjá norðurljós eru alveg í skýjunum.“ – Ertu bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Já, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Maður verður líka að vera raunsær og þetta fer mikið eftir því hvað gerist með þessa veiru, hvort mót- efni komi fljótlega eða hvort hún blossi upp aftur. Ef okkur tekst að komast í gegnum þetta núna, þá er ég mjög bjartsýnn.“ Guesthouse Garður er gistiheimili sem er rekið samhliða Lighthouse Inn. VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR // 29 Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg. Úr svítunni á Lighthouse Inn. Gestamóttakan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.