Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Side 29

Víkurfréttir - 28.05.2020, Side 29
að skora upp á 9,3 til 9,4 að meðaltali og það eru mjög fá hótel í heiminum sem eru að ná því. Hótelið er eins og það er en það er líka staðsetningin, náttúran og allt hér í kring sem hefur mikið að segja. Norðurljósin eru dugleg að láta sjá sig hér á veturna og svo höfum við útsýni á Snæfellsjökul, vitana og sólsetrið. Hér er einnig mikið víðsýni. Fólk sem er að koma frá stórborgum sækist í þetta alveg eins og þegar við förum í heitu löndin til að upp- lifa hita og sól. Þau vilja fá eitthvað öðruvísi, eins og kuldann. Kínverj- arnir segjast vera að koma hingað til að hreinsa lungun. Þeir koma hingað og hlaupa um túnin og ég spyr farar- stjórana hvað þeir séu að gera og allt- af er svarið að það sé verið að hreinsa lungun.“ – Er ekki skellur að missa stóran hluta af þessu ári út? „Jú, sérstaklega þegar þú varst búinn að gera ráð fyrir mjög góðu sumri og bókunarstaðan var góð. Þetta er mikill skellur og bara fyrir allt íslenskt samfélag og þá sem eru í ferðaþjónustunni. Sem betur fer eru bankarnir að slá lánum á frest. Núna er frumvarp fyrir Alþingi um lækkun á fasteignafjöldum hjá hótelum og gististöðum. Það er verið að gera mikið til að hjálpa til. Við verðum að passa að missa þetta ekki allt frá okkur núna þar sem það er búin að vera mikil upp- bygging og að fólki finnst gott að koma til Íslands. Ég vinn mikið hér á kvöldin og er að tala við gestina og það eru nær allir með sömu söguna. Þeim finnst Ísland vera einstakt land. Það er eigni- lega hvergi í heiminum sem þú finnur svona náttúru eins og hérna og fólki finnst það vera frjálst og mikið ferðafrelsi hér á landi.“ – Hvernig er nýtingin yfir vetrarmánuðina? „Hún er mjög góð og þá sérstak- lega hjá fólki sem er að sækjast í að sjá norðurljósin. Það fólk er einnig að stoppa lengur og er jafnvel að gista hjá okkur í heila viku. Það er að vona að það nái einum eða tveimur dögum með ljósum. Það rúntar um á daginn og vakir fram- eftir á kvöldin. Oftast tekst að ná einhverju og stundum ekki. Þeir sem ná því að sjá norðurljós eru alveg í skýjunum.“ – Ertu bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Já, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Maður verður líka að vera raunsær og þetta fer mikið eftir því hvað gerist með þessa veiru, hvort mót- efni komi fljótlega eða hvort hún blossi upp aftur. Ef okkur tekst að komast í gegnum þetta núna, þá er ég mjög bjartsýnn.“ Guesthouse Garður er gistiheimili sem er rekið samhliða Lighthouse Inn. VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR // 29 Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg. Úr svítunni á Lighthouse Inn. Gestamóttakan.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.