Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 37
Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, er bjartsýnn á sumarið sem er framundan. Hann hefur tekist á við áskoranir í sínu starfi á árinu og upplifir þær sem tækifæri. Haraldur svaraði nokkrum spurningum í netspjalli við Víkurfréttir. – Nafn: Haraldur Árni Haraldsson. – Fæðingardagur: 18. júlí 1959. – Fæðingarstaður: Reykjavík. – Fjölskylda: Eiginkona, þrjú börn, þrjú barna- börn og tengdadóttir. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Öskukall, það var fyrsta djobbið sem heillaði mig. – Aðaláhugamál: Fluguveiði. – Uppáhaldsvefsíða: tonlistarskoli.reykjanesbaer.is – Uppáhalds-app í símanum: Angling iQ. – Uppáhaldshlaðvarp: Flugucastið. – Uppáhaldsmatur: Fiskur og villibráð. – Versti matur: Kræklingur og bláskel, þ.e.a.s. ef það telst til matar. Annars enginn. – Hvað er best á grillið? Allt sem á erindi á grill, verður gott. – Uppáhaldsdrykkur? Klassíska svarið er vatn, sem er gott svar – en kaffið á sterka taug í mér. – Hvað óttastu: Svo sem ekkert sérstakt en ég hef um þessar mundir áhyggjur af afkomu sveitarfélaganna og afdrifum íslenska hagkerfisins. – Mottó í lífinu: Að gera eins vel og ég get. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Engan sérstakan. – Hvaða bók lastu síðast? Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. – Ertu að fylgjast með ein- hverjum þáttum í sjónvarpinu? Ég reyni að ná þættinum Úti. – Uppáhaldssjónvarpsefni? Bíómyndir. – Fylgistu með fréttum? Já. – Hvað sástu síðast í bíó? Avatar. – Uppáhaldsíþróttamaður? Guðjón Valur Sigurðsson. – Uppáhaldsíþróttafélag? Þau eru tvö: UMFN og Derby County. – Ertu hjátrúarfullur? Nei. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Flestöll. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Síbyljutónlist er afar þreytandi. Sumar stöðvar eru dálítið þar. – Hvað hefur þú að atvinnu? Ég er skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Ekki á starfinu, heldur því hvernig ég sinni því. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Upplifunin er áskoranir og sumar þeirra fela í sér ný tækifæri. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, heldur betur. – Hvað á að gera í sumar? Vinna, ferðast og veiða. – Hvert ferðu í sumarfrí? Það er óráðið ennþá, nema að það verður innanlands. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi byrja á því að sýna þeim fallega bæinn minn, Reykjanesbæ. Síðan færi ég með gestina Reykjanes- hringinn, með viðkomu á sem flest- um af þeim stórkostlegu stöðum sem þar er að finna. Auk þess myndum við heimsækja hin sveitarfélögin á Suðurnesjum. Það yrði örugglega bjart og fallegt veður í þeirri hring- ferð, svo ég myndi trítla með gestina upp á Þorbjörn til að þeir upplifðu glæsilegt útsýnið yfir svæðið. Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR // 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.