Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 2. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn. sunnudagur 9. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn. sunnudagur 16. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00. Sr. Arndís Linn. - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós4 Stjörnu-Sævar mætir á Safnanótt í Mosó Bókasafnið og Listasalur Mosfells- bæjar taka þátt í Safnanótt föstudag- inn 7. febrúar í tengslum við Vetrar- hátíð á höfuðborgarsvæðinu. Boðið verður upp á ratleik allt kvöldið og myndlistarsýning stendur yfir í Listasaln- um. Kl. 18:00 mætir Stjörnu- Sævar í Bókasafnið og segir frá stjörnu- himninum yfir Íslandi. Tilvalið fyrir krakka að kíkja. Kl. 19:00-21:00 spjallar Hjördís Henrysdóttir við gesti í Listasalnum og kaffishúsastemning verður í Bókasafninu fyrir fullorðna. Kvennakórinn Concordia kemur fram kl. 19:30 og kl. 19:50 mæta nemendur úr Listaskólanum og flytja tónlistaratriði. Boðið verður upp á kertaljós og léttar veitingar. Ytra mati lokið á Varmárskóla Menntamálastofnun hefur lokið ytra mati á Varmárskóla. Til mats voru stjórnun og forysta, nám og kennsla, vinnubrögð við innra mat og skólabragur. Tveggja manna matsteymi Menntamálastofnunar vann að matinu. Að auki kom einn matsmaður að vettvangsathug- unum. Meginefni matsins hefur verið kynnt fyrir starfsfólki skólans, fræðslunefnd og fulltrúum foreldra auk þess sem foreldrar fengu bréf frá Menntamálastofnun. Skólastjór- ar vinna nú að tímasettri umbóta- áætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í ytra matinu og verður það gert fyrir 10. mars. sunnu- daga- skóli alla sunnudaga kl. 13:00 í lágafellskirkju. Berglind, Þórður og Petrína taka vel á móti krökkunum. Fermata nýr ungmennakór Fermata fyrir fólk á aldrinum 16-30 ára Æfingar alla þriðjudaga mill 18:30 og 19:30 í Safnaðarheimilinu á 3. hæð. Glæný könnun Gallup • Ótrúlegar lestrartölur á bæjarblaði 90% bæjarbúa lesa Mosfelling — skv. Gallup Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080Einar Páll Kjærnested • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is eign vikunnar www.fastmos.is Fálkahöfði - glæsilegt útsýni103,8 m2 3ja herbergja endaíbúð með sérinngangi og glæsilegu útsýni á 2. hæð (aðeins gengið upp eina hæð) og 29,2 m2 endabílskúr. Íbúðarrými skiptist í forstofu, sjónvarpshol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu og borðstofu með útengi á góðar svalir til suðvesturs. Vinsæl staðsetning í Mosfellsbæ. Stutt í skóla, leikskóla, sund, líkams-ræktarstöð, golfvöll og veitingastaðinn Blik. V. 51,9 m. MOSFELLINGUR R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð IJóns B. ehf Flugumýri 2, MosfellsbæSímar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.iswww.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabaS tjónaskoðun ný skiptum um framrúður 12. tbl. 18. árg. fimmtudagur 3. október 2019 DrEift frít t inn á öll hEiMili og fyrirtæKi í MoSfEllSbæ, á K jalarnESi og í K jóS Vefútgáfawww.mosfellingur.is Fylgstu með okkur á Facebookwww.facebook.com/fastmos Mosfellingurinn Júlíana Rannveig Einarsdóttir blómaskreytirDraumurinn rættist um að flytja út fyrir bæinn 20 laus strax Miklar framkvæmdir standa yfir í hús-inu sem áður hýsti Arion banka í mið-bæ Mosfellsbæjar. Félagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson ætla að breyta Arion í Barion. „Hér mun opna sportbar, hverfisbar, veitingastaður eða hvernig sem við viljum orða það. Við erum að búa til félagsheimili fullorðna fólksins. Þetta verður ekki beint mathöll en alla vega tveir matsölustaðir á einum stað og Hlölli hluti af því. Við munum bjóða upp á steikur, salöt, rif, borgara og al-mennt góðan mat.“ fjórir risaskjáir í tveimur rýmum„Þetta verður skemmtilegur staður til að hittast á og horfa leiki eða stóra við-burði. Við verðum með fjóra risaskjái í tveimur hljóðrýmum. Þá verður svið á staðnum fyrir uppákomur. Hér verður líka hægt að koma með alla fjölskyld-una og fara út að borða. Við höfum stækkað rýmið til að koma öllu fyrir en alls munu komast 140 manns í sæti. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur en stefnt er að því að opna Barion á næstu vikum.“Þeir Sigmar og Vilhelm eru ekki alls ókunnugur veitingabransanum og hafa komið víða við en síðast ráku þeir sam-an Shake&Pizza í Keiluhöllinni. bankahvelfingin flóknustMiklar framkvæmdir hafa átt sér stað í húsinu en Sigmar segir gömlu banka-hvelfinguna hafa verið flókna að vinna sig í gegnum. „Það voru hér sjö menn í fimm daga þegar mest lét að bora og brjóta niður. Það er ekki til steinsög sem ræður við þetta þannig að þetta var erfiðasta verkið hingað til. Við reynum þó að halda í einhverjar minningar sem gefa staðnum ákveðinn sjarma.“ Öll neðri hæðin er lögð undir nýja staðnum en á efri hæðinni eru íbúðir í langtímaleigu. Eigandi hússins er Mos-fellingurinn Óli Valur Steindórsson. sigmar vilhjálmsson og vilhelmeinarsson standa í stórræðum Arion verður Barion•Opna á næstu vikum•Félagsheimili fullorðna fólksins Breyta Banka í Bar Viltu selja?Viltu kaupa?Vantar þig söluVerðmat?endilega hafðu samband og við aðstoðum þig. Fasteignasala Mosfellsbæjar hefur verið rekin í Mosfellsbæ síðan 1998 og hefur lagt metnað sinn í að þjónusta Mosfellinga frá upphafi. Mynd/RaggiÓla „ÉG var bara einn hlekkur í keðju sem vann Gott verk“ Hilmar Elísson bjargaði sundgesti frá drukknun í Lágafellslaug í janúar MOSFELLINGUR R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I Jóns B. ehfFlugumýri 2, MosfellsbæSímar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.iswww.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabastjónaskoðun ný skiptum um framrúður 1. tbl. 19. árG. fimmtudaGur 9. janúar 2020 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós Vefútgáfa www.mosfellingur.isMosfellingur ársins 20 19 NáNar á blaðsíðu 10 Hilmar tekur við nafnbótinni Mosfellingur ársins. Styttan er eftir leirlistakonuna Þóru Sigurþórsdóttur á Hvirfli. Einar Páll Kjærnested lögg. fasteignasali RÉTT INGAVERKSTÆÐ I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabastjónaskoðun ný skiptum um framrúður Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • s. 586 8080 Einar Páll Kjærnested • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is eign vikunnar www.fastmos.is 14. tbl. 17. árg. fimmtudagur 8. nóvember 2018 DrEift frítt inn á öll hEiMili og fyrirtæKi í MosfEllsbæ, á KjalarnEsi og í Kjós Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/fastmos Ástu-Sólliljugata - raðhús MOSFELLINGUR Mosfellingurinn Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona Draumur að finna bleika húsið í Mosfell dalnum Kyndill 50 ára Björgunarsveitin Kyndill var stofnuð í kjallaranum á Brúar- landi árið 1968. Í hálfa öld hefur sveitin byggt upp þekkingu og reynslu til að þess að bregðast skjótt við þeim hættum sem að okkur steðja. Öflugur tækjakostur og markvisst þjálf- unarstarf hefur ávallt fylgt sveitinni. Opið hús verður í höfuð- stöðvum Kyndils að Völuteigi laugardaginn 17. nóvember. Mynd/Raggi Óla 18 Tugir sjálfboðaliða í Björgunarsveitinni Kyndli • Til taks allan sólarhringinn alla daga Nýtt - Fullbúið 176,5 m2 raðhús á einni hæð með bílskúr. Gott skipulag. Fallegar innréttingar og gólfefni. Lóð frágengin með hellulögðu bílastæði. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, samliggjandi eldhús, stofu og borðstofu, sjónvarpshol, rúmgott baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, forstofu og bílskúr. V. 72,9 m. lauststrax Gallup stóð fyrir lestrarmælingu í Mosfells- bæ í desember og voru 714 íbúar Mosfells- bæjar, 18 ára og eldri, í úrtaki. Bæjarblaðið Mosfellingur kemur ákaflega vel út úr könnuninni og mælist með 89,3% lestur meðal bæjarbúa. Mest fer lesturinn upp í 96% hjá íbúum 55 ára og eldri. Þetta er í fyrsta sinn sem lestur er mældur á bæj- arblaði í Mosfellsbæ svo vitað sé. Mosfell- ingur hefur verið gefinn út frá árinu 2002 og ávallt dreift frítt í öll hús. Pappírinn ekki á útleið „Þetta eru virkilega ánægjulegar niður- stöður og gaman að sjá þetta svona svart á hvítu, segir Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mosfellings. „Þessar tölur eru í raun ótrú- legar og hvetja okkur til að halda áfram á sömu braut. Það eru jú viðbrögð Mosfellinga og væntumþykja um blaðið sem heldur okk- ur gangandi. Þetta segir okkur það að pappírinn er ekki á útleið, síður en svo. Fólk vill fá fréttir úr sínu nærsamfélagi og ég held að það hafi gaman af smá sveitastemningu. Að blaðinu kemur frábær hópur en margir halda að við séum öll í fullri vinnu hjá blaðinu. Öll höfum við þó sinnt blað- inu meðfram okkar vinnu og stöðugildin afskaplega lág. Við segjum stundum að blaðið sé gefið út af hugsjón, enda höfum við öll áhuga á því sem er að gerast í bæj- arlífinu.“ Jákvæðar og skemmtilegar fréttir Hvaða þýðingu hefur svona góð nið- urstaða? „Aðallega viðurkenning á okkar störfum og sýnir að Mosfellingar kunni að meta þessa þjónusta. Auðvitað sjá líka auglýsendur að þeirra boðskapur skilar sér best hjá okkur. Á sama tíma eru stórir prent- miðlar t.d. Morgunblaðið með 26% lestur og Fréttablaðið 45% á höfuðborgarsvæðinu. Við munum halda áfram okkar striki og upplýsa bæjarbúa á jákvæðan og skemmti- legan hátt um það sem gerist í Mosó. Fjölmiðlafrumvarpið mun ekki styðja við okkar útgáfu því gefa þarf út blað vikulega til að hljóta náð mennta- og menningarmála- ráðherra. Við viljum frekar gefa sjaldnar út og hafa flottara og efnismeira blað. Á meðan auglýsendur sjá hag sinn í því að auglýsa í blaðinu og bæjarbúar taka blaðinu svona vel þá höldum við ótrauð áfram.“ Hilmar Gunnars- son ritstjóri Mosfellings Hugsjónafólk sem kemur að blaðinu: Raggi Óla, Hilmar, Helga Dögg, Anna Ólöf, Ruth og Inga. Öll tölublöð Mosfellings frá upphafi eru nú aðgengileg á timarit.is en það er Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn sem rekur vefinn. Um 300 blöð frá síðastliðnum 17 árum eru aðgengileg á stafrænu formi á vefnum. öll tölublöð á timarit.is DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345 Mosfellingi er dreift frítt inn á öll heiMili Í tilefni af 90 ára afmæli Klébergsskóla færðu Karl Magnús oddviti og börn úr Kjósarhreppi sem stunda nám á Kjalarnesi skólanum gjöf. Sigrún Anna skólastjóri tók á móti gjöfinni sem er gjafabréf til kaupa á stórum margmiðlunar- skjá sem nýtist í skólastarfinu. Skólinn á einn slíkan skjá fyrir og verður því hægt að nýta skjá á báðum hæðum skólans. kjósarhreppur færði klébergsskóla flotta afmælisgjöf kjósverjar á kjalarnesi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.