Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Þórdís Sara fæddist 15. október 2019 og var 13 merkur og 50 cm. Foreldrar hennar eru Margrét Sæunn Axelsdóttir og Haraldur Grétar Haraldsson. Í eldhúsinu Takk fyrir síðast! Þá er þessum frábæra viðburði lokið . .. því miður. Árshátíð okkar Mosfellinga er lokið í bili og ég er strax farinn að hlakka til næsta árs enda er þetta frábær skemmtun í alla staði. Ég er að sjálfsögðu að tala um Þorrablót Aftureldingar, partý ársins á hverju ár i. Þetta gekk glimrandi vel og borðskrey t- ingarnar, kynnirinn, skemmtiatriðin og gestirnir frábærir í alla staði ásamt veitingunum líka. Það er erfitt að segja hvað mér fannst standa upp úr enda úr mjög mörgu að velja. En ég verð þó helst að nefna tvennt sem gerði kvöldið geggjað en það var tríóið Kókos og gylltu folarnir þar ásamt kynninum Þorsteini sem mér fannst standa upp úr og hljóta þa u þökk frá mér fyrir kvöldið. Hver þarf á Stebba Hilmars og Matta í Pöpunum a ð halda þegar við höfum svona snillinga innan bæjarmarkanna, þó svo þeir séu nú ágætir. Þessi skemmtun er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir félagið okkar Aftureldingu og það hefur sýnt sig í gegnum árin að það sem safnast þarna skiptir mjög miklu máli. Það er nú ekk i oft sem við getum sagt það með góðri samvisku að maður geti verið kærulau s á barnum og leyft kreditkortinu að blæða hressilega enda er þetta allt í þágu barnanna. Þannig að þeir sem voru aðeins ryðgaðir á sunnudeginum máttu vera það með góðri samvisku. Ég var að mæta á blótið (í matinn, en þó oft farið á ballið), í fyrsta skipti í ár og það er skömm fyrir uppalinn Mosfelling eins og mig að ég hafi aldre i farið áður. Já, ég hef skammast mín lengi. Og það er nú ekki auðvelt að stíg a fram hér á síðum þessa blaðs og koma út úr skápnum með svona opinberani r. En batnandi mönnum er víst best að lifa og allt það. En það er pottþétt eftir svona skemmtun að ég mæti að ári og hvet alla Mosfellinga til að láta sér þet ta frábæra blót ekki fram hjá sér fara. En svo er bara næsta skref hjá þér og okkur öllum að vera dugleg að mæta á leiki hjá flokkunum okkar að Varmá og að sjálfsögðu útileiki líka og halda áfram að styðja okkar fólk. Áfram Afturelding! Gunnar og Bergþóra skora á Mumma og Erlu að deila með okkur næstu uppskrift Gunnar A. Ólafsson og Berg- þóra Þorsteinsdóttir deila að þessu sinni með Mosfellingi uppskrift af einföldum hægelduðum lambapottrétti. Innihald: (fyrir 4-5) • Lambakjöt t.d. súpukjöt í bitum, rúmlega 2 kg • 3-4 laukar • 3-9 hvítlauksgeirar • Tómatpure 1-2 litlar dósir • Tómatsósa, slatti • 2-3 bollar heitt vatn • 1 rauðvínsglas (má sleppa) Lambakjötið er léttsteikt á pönnu við nokkuð háan hita til að loka og fá skemmti- lega áferð. Steikið upp úr smjöri eða olíu og kryddið t.d. með Season All. Færið yfir í steikarpott. Sósugerðin: • Saxið lauk og hvítlauk. • Steikið vel við meðalhita upp úr smjöri eða olíu eftir smekk. • Látið malla vel eða þar til laukur er orðinn brúnn og vel mjúkur. • Bætið tómatpure, tómatsósu og heitu vatni (soðnu) við (eða rauðvíni). • Látið malla vel, kryddið eftir eigin smekk, má einnig bæta við kjöt- og/eða sveppakrafti en ekki nauðsynlegt. Hellið sósunni vel yfir kjötið í steikarpottin- um. Bakið í ofni vel og lengi eða a.m.k. í 90 mínútur við 160 C, má vel vera lengur en passa þarf að hafa næga sósu. Kjötið á að losna án fyrirhafnar af beinum. Kartöflustöppu með hvítlauki og smjöri er gott að hafa með (eða hefðbundna) og vænt magn af salati eftir smekk.   Verðiykkuraðgóðu. Högni snær - Heyrst hefur...32 Lambapottréttur hjá gunnari og ber gþóru heyrst hefur... ...að Landinn á Rúv hafi mætt á Þorrablót Aftureldingar til að taka út borðaskreytingarnar. ...að Sóli Hólm verði með uppstand í Hlégarði 15. feb og 13. mars en uppselt er á fyrra kvöldið. ...að ljósmyndastofan Myndó sé að fara að flytja í Kardemommubæinn. ...að Blackbox sé búið breyta matseðl- inum og lækka hjá sér verðskrána. ...að það sé þorrabingó á Barion í kvöld, fimmtudagskvöld, þar sem vinningarnir séu fyrir meira en 600 þúsund krónur. ...að Eiður Smári hafi verið í miklum fíling á þorrablóti Aftureldingar. ...að þorrablót Dalbúa verði haldið í Harðarbóli á föstudagskvöldið. ...að Afturelding mæti ÍR í 8-liða úrslitum í CocaCola bikar karla miðvikudaginn 6. febrúar. ...að Edda Davíðs hafi haldið glæsilegt fimmtugsafmæli í Hörpu í upphafi þorra. ...að Gunni Birgis og Velina hafi eignast stúlku á dögunum. ...að Halla Karen ætli að halda mikið íþróttaafmæli í byrjun febrúar þegar hún verður fimmtug. ...að veiðst hafi risafiskar á dorg í Hafravatni í byrjun árs. ...að Sigga Kling ætli að mæta á Barion föstudaginn 7. febrúar og stjórna hópkarókí. ...að veitingastaðurinn Blik sé að byrja með bröns á laugardögum. ...að Nilli á Helgafelli verði fertugur um helgina. ...að mikil ásókn sé í nýja og stærri stöð World Class í Lágafellslaug. ...að Mosfellingurinn Marta Carrasco sé komin alla leið í úrslit í þáttunum Allir geta dansað en úrslitastundin fer fram á föstudagskvöldið. ...starfsfólk Helgafellsskóla hafi unnið Vinnustaðabikar Mosfellsbæjar. ...að búið sé að stofna nýjan kór í Lága- fellskirkju sem nefnist Fermata. ...að níu af hverjum tíu Mosfellingum lesi Mosfelling samkvæmt nýrri lestrarkönnun Gallup. ...að hljómsveitin Kaleo hafi gefið út tvö ný lög á dögunum. ...að mosfellska hljómsveitin Pipar- korn hafi slegið í gegn á Sunnudjass- kvöldi á Barion. ...að Kalli Tomm og Lína hafi gift sig óvænt á dögunum í fallegri athöfn í Lágafellskirkju. ...að knattspyrnumaðurinn Bjarki Steinn hafi nýverið verið á reynslu í Örebro í Svíþjóð. ...að bræðurnir Hermann Daði og Bjarki Eyþórssynir hafi báðir eignast sín fyrstu börn í janúar. ...að Fiffi verði þrítugur um helgina. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.