Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 8
Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá 15–16. Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.is Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Halldór Sigurðsson 1. varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is StJÓrn FaMoS FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Eirhamra. Kolla kennir og allir velkomnir að vera með í skemmtilegum dansi. Minnum á að alla þriðjudaga er bridge spilað kl. 13:00 í borðsal, félagsvist alla föstudaga kl. 13:00 og KANASTA fimmtu- daga kl. 13:00. Ekkert kostar að taka þátt í spilunum, verið velkomin. Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Örnámskeið 3. febrúar kl. 16:00 að Eirhömrum Eru eldri ökumenn hættulegri en yngri ökumenn í umferðinni? Hreiðar Örn Zoega Stefánsson ökukennari heldur ör- námskeið um akstur eldri borgara. „Þegar við eldumst hrakar sjón, heyrn, viðbragð og hreyfigetu en á móti kemur að þá forðumst við erfið skilyrði og tökum ekki áhættu. Við notum reynslu okkar til að vega upp á móti eðlilegri hrörnun.“ Fjöl- mennum og hlustum á athyglisverðan og skemmtilegan fyrirlestur Hreiðars Arnar. lJÓSÁlFar-BaSarHÓPUr Vilt þú vera með okkur í hóp að gera fallega muni fyrir basarinn sem verður í nóvember 2020? Við ætlum að hittast næsta þriðjudag 4. febrúar kl. 13:00 í handverksstofu. Ef svo er þá erum við alla þriðjudaga kl. 13:00 á Eirhömrum að skemmta okkur saman. Við hlæjum mikið og töfrum fram fallega muni. Allt efni er skaffað á staðnum og er því ekkert nema að mæta með góða skapið. Allir velkomnir að vera með. Hlökkum til að sjá ykkur öll. aUKaSÝnInG hjá Endur- minningaleikhúsinu Verður í samkomusalnum á Eirhömrum í Mosfellsbæ 20. febrúar kl. 20:00. Um er að ræða leiksýningu þar sem meðlimir leikhópsins deila endurminningum sínum með áhorfendum í bland við leik, söng og tónlist. Meðlimir úr Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ sér um söng og Hrönn Helgadóttir um píanóundirleik. Hægt er að panta miða á endurminningaleikhus@gmail. com, eða skrá sig fyrir miða hjá Elvu í félagsstarfinu, annaðhvort á staðnum eða í síma 698-0090. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna en sætafjöldi er takmarkaður svo mikilvægt er að bóka. Nánari upplýsingar veitir Andrea Katrín í síma 616-7960 eða í tölvupósti á endur- minningaleikhus@gmail.com. danS, danS, danS Dansinn hjá Auði Hörpu byrjar miðvikud. 5. feb. kl. 14:30 og er á 3. hæð í safnaðar- heimilinu Þverholti 3. Mánuðurinn kostar 2.500 krónur og greiðist á staðnum (erum ekki með posa). Þetta verður frábært stuð og mikil tilhlökkun að byrja. Dansinn hentar jafnt körlum sem konum. Nánari upplýsingar og skráning hjá Elvu Björgu Pálsdóttur forstöðumanni félagsstarfs Mosfellsbæjar. Sími 586-8014 eða 698-0090 Áætuð hópferð í Flyover Iceland og kaffihús Ferðanefndin er að skipuleggja ferð í síðustu vikunni í febrúar í FlyOver Iceland sem er sýning sem fer með okkur yfir allt landið í háloftunum (en þó ekki). Farþegar sitja í sætum sem hreyfast svo raunveruleikinn mikill. Ætlunin er svo að keyra aðeins um miðbæinn og sjá breytta ásýnd miðborgarinnar og enda síðan á kaffihúsi. Áætlað er að fara um 13:00 og vera komin til baka um 16:00. Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við okkur í félagsstarfinu á elvab@mos.is eða í síma 586-8014/6980090. Farið verður með rútu og áætlaður kostnaður ekki komin í ljós ennþá en eins og alltaf er öllu verði stillt í hóf. nýr gönguhópur hefur verið stofnaður, vertu með Gönguhópur 60+ fyrir þá sem vilja ganga rösklega hefur verið stofnaður og það hefur verið frábær þátttaka. Fólk hittist við íþróttahúsið að Varmá kl. 14:00 á þriðjudögum og labbar þaðan í ca. klukkustund. Í bígerð er einnig að hittast við fellin okkar hér í kring en þeir sem hafa áhuga á göngu og útivist endilega gangi í göngugrúbbuna okkar á Face- book sem heitir Gönguhópur Mosó 60+, þar fáið þið alltaf nýjustu upplýsingarnar. GaMan SaMan Gaman saman er næst 6. og 20. febrúar í borðsal okkar á Eirhömrum, allir vel- komnir að vera með. Kaffi alltaf selt eftir skemmtun í matsal á 500 krónur. lÍnUdanS Línudans er alla mánudaga nema fyrsta mánudag í mánuði kl. 15:30 í borðsal - Fréttir úr bæjarlífinu8 BÓKASAFN MOSFELLSBÆJAR – LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR Dagskrá föstudaginn 7. febrúar 2020 kl. 18 - 21 Kl. 18.00 - 21.00 Allt kvöldið Ratleikur allt kvöldið – fimm heppnir fá verðlaun. Myndlistarsýning í Listasalnum. Hjördís Henrysdóttir – HAFIÐ: Í minningu sjómanna. Safnanæturleikur á samfélagsmiðlum. Svara þremur spurningum frá þremur söfnum. Kl. 18.00 - 19.30 Börn og fjölskyldur Kl. 18.00 Stjörnu-Sævar kemur í heimsókn og segir frá stjörnuhimninum yfir Íslandi. Stjörnuskoðun (ef möguleg) á torginu. Skrifað í stjörnurnar – Gestabók. Kl. 19.00 Léttar veitingar fyrir börnin. Kl. 19.00 - 21.00 Fullorðnir Kl. 19.00 - 19.30 Listasalur. Hjördís Henrysdóttir spjallar við gesti um sýningu sína. Kaffihúsastemning: Kl. 19.30 - 19.50 Kvennakórinn Concordia. Kl. 19.50 - 21.00 Nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar flytja tónlistaratriði. Kertaljós og léttar veitingar. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Ný 940 m2 viðbygging við World Class í Mosfellsbæ var tekin í notkun laugardag- inn 11. janúar. Líkamsræktarstöðin var fyrst opnuð í Lágafellslaug í lok árs 2007 en nú hefur hún tvöfaldast að stærð. Boðið er nú upp á stærri tækjasal, infra- red heitan sal, hjólasal með ic7 hjólum, fjölnota sal, tvo nýja búningsklefa, infrared gufu, þurrgufu og auðvitað aðgang að Lága- fellslaug. Hjónin Halla Karen Kristjánsdóttir og Elías Níelsson hafa hvatt Mosfellinga til hreyfingar í fjölda ára og starfa bæði hjá World Class. Þrír æfingasalir í stað eins „Þetta fer mjög vel af stað og Mosfellingar hafa tekið stækkuninni gríðarlega vel. Það er troðfullt í alla tíma og viðtökurnar langt umfram væntingar. Þrír nýir salir hafa verið teknir í notkun sem gerir það að verkum að hægt er að bjóða upp á þrjá ólíka líkams- tæktartíma í stað eins áður. Einn salurinn er fjölnota, annar infrared heitur og sá þriðji sér hjólasalur. Þá mun tækjasalurinn á neðri hæðinni einnig stækka og eru ný tæki á leiðinni. Auk þess er komin ný búningsaðstaða og ný gufuaðstaða.“ Í takt við stækkandi heilsusamfélag Halla Karen bætir við að sundlaugin og sú frábæra aðstaða sé mjög stór partur af þessu líka og hafi mikið aðdráttarafl. „Sigurður Guðmundsson hjá Mosfellsbæ á heiður skilið fyrir að koma þessu á lagg- irnar með World Class. Þetta er algjörlega í anda heilsueflandi samfélags og í takt við stækkandi bæjarfélag. Mosfellingar eru al- mennt mjög duglegir að hreyfa sig og þessi bætta aðstaða á bara eftir að hjálpa ennþá frekar til. Við erum með fullt af nýjum kennurum í World Class og ótrúlega mikið af tímum. Aðstaðan hér fyrir var orðin barn síns tíma og nú sér maður það vel, alveg svart og hvítt. Hingað kemur líka fólk úr nágrenni Mos- fellsbæjar og svo er gaman að geta þess að eldri borgararnir eru farnir að mæta nánast daglega.“ Það er greinilegt að engu hefur verið til sparað við stækkun stöðvarinnar í Mosfells- bæ og viðtökur Mosfellinga frábærar. „Auðvitað eru alltaf smá hnökrar í byrjun en við kippum því í lag,“ segir Halla Karen sem hlakkar til að sjá bæjarbúa vera dug- lega að hreyfa sig um ókomna tíð. heilsuhjónin halla karen og elli níelsar Algjör bylting á aðstöðu í World Class Lágafellslaug Viðtökurnar langt umfram væntingar formleg opnun 11. janúar glæsilegur hjólasalur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.