Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 30
Kraftur Kolvetnanna Kolvetnin hafa átt undir högg að sækja undanfarið. Það hefur verið sótt að þeim úr ýmsum áttum og mataræði á borð við Primal, Paleo og Ketó hafa farið sigurför um heimsbyggðina. Ég stökk á Primal- vagninn á sínum tíma. Mér leið ágætlega á því, þannig séð, en vant- aði samt einhverja orku yfir daginn. Ég daðraði við Paleo-mataræðið en komst aldrei almennilega inn í það. Kannski af því að mér líður einfald- lega best þegar ég fæ kolvetnin mín. Ég hef undanfarið verið að stúdera bæði langlífismataræði og keppnismataræði. Langlífismatar- æðið byggir á mörgum rannsóknum úr ýmsum geirum. Þær sýna að þau samfélög þar sem fólk lifir lengst – og heldur heilsunni lengi – eiga það sameiginlegt að fólk borðar mikið plöntufæði. Kolvetni fyrst og fremst. Úr nærumhverfi yfirleitt. Það sem hægt er að rækta á staðnum. Þeir langlífu borða yfirleitt ekki mikið af dýraafurðum, fá mest af próteinum sínum úr jurtaríkinu og fituna sömuleiðis. Ólívuolíu til dæmis. Ef margar rannsóknir á langlífi og góðri heilsu sýna að kolvetni úr grænmeti, ávöxtum og öðrum plöntum hafi jákvæð áhrif á langtíma heilsu okkar, er þá ekki ástæða til að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til þess að sýna kolvetnunum virðingu og vinsemd og gefa þeim góðan sess í daglegu mataræði okkar? Við hjónin erum þessa dagana á kafi í Spartan Race þjálfaranámskeiði – það snýst um allt sem kemur að undirbúningi og þátttöku í þessum dásamlegu utan- vegarhindrunarhlaupum. Næring er þar mikilvægur hluti. Á námskeiðinu er útskýrt vel af hverju íþróttamenn verða að fá nóg af góðum kolvetnum til þess að komast í gegnum erfiðar keppnir á borð við Spartan Race. Prótein og fita eru ekki nóg. Sem sagt, kolvetnin eru okkur nauðsynleg bæði sem orka fyrir mikla hreyfingu og sem lykill að langlífi og góðri heilsu. Þau lengi lifi! Heilsumolar Gaua - Heilsufréttir og Kvenfélagið30 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 Kvenfélag Mosfellsbæjar var stofnað annan dag jóla árið 1909. Félagið er því orðið 110 ára og er með elstu félögum í Mosfellsbæ. Tímamótunum var fagnað á einn og ann- an hátt, m.a. með hátíðarfundi með flottri dagskrá í desember. Í dag eins og fyrir 110 árum er þörf fyrir konur sem starfa í kven- félögum og með kraftmiklu sjálfboðliða- starfi gera sitt til að bæta lífsgæði fólksins í landinu. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þann 1. febrúar 1930 og er samstarfsvett- vangur og málsvari kvenfélaganna í land- inu. Stofndagurinn var útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar“ árið 2010 og með því móti er vakin athygli á hinu óeigingjarna starfi sem fer fram í 154 kvenfélögum um allt land. Þennan dag eru kvenfélagskonur hvattar til að halda upp á daginn með einhverjum hætti og setja þannig gullkant á tilveruna í dagsins önn. Kvenfélagskonur í Mosfellsbæ ætla að gera sér dagamun með því að hitt- ast á Blik Bistró og grill og njóta matar og samveru í hádeginu. Ef þú lesandi góður hittir kvenfélagskonu á „degi kvenfélagskonunnar“ væri ekki úr vegi að gefa henni knús eða alla vega segja hæ! Kvenfélagasambandið efnir til fjáröflun- ar í samstarfi við kvenfélög um allt land í tilefni 90 ára afmæli þess. Kvenfélagskonur munu sjá um sölu á gullfallegum armbönd- um og dásamlega góðu súkkulaði. Söfn- uninni verður formlega ýtt úr vör á sjálfan afmælisdaginn 1. febrúar á Bessastöðum, en forseti Íslands er verndari Kvenfélaga- sambandsins. Safnað verður fyrir gjöf til Kvennadeild- ar Landspítalans LSH; gefin verða tæki og hugbúnaður sem nýtast munu um allt land. Konur á landsbyggðinni þurfa þá ekki í eins ríku mæli og áður að ferðast til Reykjavíkur til að fá greiningu á ýmsu sem upp getur komið og öryggi þeirra eykst umtalsvert varðandi meðgöngu, fæðingu eða kvensjúk- dóma. Um er að ræða „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“. Sjá nánar í næsta tölublaði Hús- freyjunnar, sem er jákvætt og hvetjandi tímarit sem KÍ hefur gefið út í 70 ár. Kvenfélag Mosfellsbæjar tók á dögun- um þátt í uppsetningu Þjóðleikshússins á leikritinu Englinum, sýningu byggðri á verkum Þorvalds Þorsteinssonar. Þetta samstarf var virkilega skemmtilegt þar sem kökubasar Kvenfélagsins var innsetning í sjálfu leikritinu. Kvenfélagskonur í Mosfellsbæ horfa með bjartsýni fram á árið sem er rétt að byrja, enda alltaf nóg af verkefnum sem við viljum styrkja og styðja í nærumhverfi okkar. Kærar þakkir til allra þeirra sem hafa stutt okkur og aðstoðað í gegnum tíðina og hjálpað okkur að hjálpa öðrum. Gildi kvenfélaganna á Íslandi eru „Kær- leikur, samvinna, virðing“ og endurspegla þá samkennd sem einkennir starf kven- félagskvenna. Kvenfélag Mosfellsbæjar fundar fyrsta mánudag hvers mánaðar í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, gestir eru velkomnir til okkar á félagsfundi sem sam- anstanda af gamni og alvöru. Láttu sjá þig! Stjórn KM Dagur kvenfélagskonunnar 1. febrúar Nú er rétti t íminn ti l að bóka tíma í fermingarmyndatökuna Helga Dögg Ljósmyndir www.helgadogg.is / helgadogg@helgadogg.is F E R M I NG Nú er rétti t íminn ti l að bóka tíma í fermingarmyndatökuna Helga Dögg Ljósmyndir www.helgadogg.is / helgadogg@helgadogg.is F E R M I NG Nú er rétt t íminn ti l að bóka tíma í fermingarmyndatökuna Helga Dögg Ljósmyndir www.helgadogg.is / helgadogg@helgadogg.is F E R M I NG Nú er rétti t ími n ti l að bóka tíma í fermingarmy d tökuna Helga Dögg jósmyndir www.helgadogg.is / hel ado g@helgadogg.is F E R M I NG

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.