Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 16
Um 150 manns mættu á opnun sýningar Hjördísar Henrysdóttur föstudaginn 10. janúar þrátt fyrir aftakaveður. Veðrið rímaði reyndar ágætlega við verkin en flest málverk Hjördísar eru af bátum sem berjast í ólgusjó. Hjördís hefur persónulega tengingu við efnið því hún er dóttir Henrys Hálfdánarsonar sem lengi var formaður Slysavarnafélags Íslands og stjórnaði mörgum björgunaraðgerðum á sjó. Verkin á sýningunni eru til sölu og seld- ist meirihluti þeirra á opnuninni. Síðasti sýningardagur er 7. febrúar en þann dag verður Hjördís með leiðsögn kl. 19. Listasalur Mosfellsbæjar Sýning í minningu sjómanna - Bókasafnsfréttir16 Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. VIRÐING JÁKVÆÐNIUMHYGGJA MOSFELLSBÆR Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar sérstaklega eftir umsóknum sem efla nýsköpun á sviði lista og menningar. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: • • Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en og eru háðar samþykki bæjarstjórnar. VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar Allir velkomnir! Að þessu sinni lesum við saman bókina Draugahúsið í skóginum eftir Kicki Stridh. Dag nokkurn villist lítil stúlka í skóginum. Það er komið svartamyrkur þegar hún leitar skjóls í skuggalegu draugahúsi þar sem hinar ýmsu ófreskjur leika lausum hala. Óvenjuleg og bráðskemmtileg saga um litla stúlku sem kann ekki að hræðast. Allir velkomnir! Fimmtudaginn 30. janúar kl. 16:45 Rauði krossinn auglýsir eftir karlmönnum. Kynningarfundur á verkefninu Karlar í skúrum Mosfellsbæ verður þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi kl. 16:00 í Þverholti 7 í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ. áhugasömum karlmönnum til þess að hefja þetta verkefni í Mosfellsbæ. Karlar í skúrum er verkefni sem byrjaði fyrir tæplega tuttugu árum í Ástralíu, undir nafninu Men in Sheds. Áhugasamir hafið samband við Hörð Sturluson í síma: 694-1281 og 570-4220. Getið líka sent tölvupóst á hordur@redcross.is eða mætt á fundinn. Kaffi og meðlæti í boði. Karlar í skúrum Allstaðar hefur þetta verkefni gengið einstaklega vel. Í dag eru til dæmis um 420 „skúrar“ bara á Írlandi. Í dag eru þrír skúrar starfræktir á Íslandi, í Hafnarfirði, í Breiðholti og í Vesturbyggð. Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur karlmönnum stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Rauði krossinn leitar að Viljayfirlýsingu um byggingu þjónustu- íbúða fyrir eldri borgara við Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Mosfellsbær hefur skrifað undir viljayf- irlýsingu ásamt Eir öryggisíbúðum, Arion banka og Ásgeiri Erni Hlöðverssyni fjárfesti og ráðgjafa fyrir hönd væntanlegs eiganda og framkvæmdaaðila óstofnaðs eignar- haldsfélags um þróun og uppbyggingu íbúðar- og þjónustuhúsnæðis fyrir eldri borgara við Bjarkarholt. Byggingarreiturinn er sunnan við nú- verandi öryggisíbúðir Eirar. Unnið er að kaupum á lóðunum sem um ræðir og nýju deiliskipulagi þar sem núverandi skipulag gerir ráð fyrir hefðbundinni íbúðarbyggð. Íbúðirnar verða ýmist leigðar eða seldur íbúðaréttur og verður öll þjónusta í samráði við Eir og sambærileg þeirri þjónustu sem er í dag. Fjöldi íbúða sem fyrirhugað er að reisa ræðst af þeirri vinnu sem fer fram í þróun og skipulagi á verkefninu. Stefnt er að því að fyrsta áfanga framkvæmda ljúki að þremur árum liðnum. Mosfellsbæ Opið hús samfylkingin í Mosfellsbæ verður með opið hús í Þverholti 3 laugardaginn 8. febrúar milli kl. 11:00 og 12:30. Kaffi og með því. Gestur á opnu húsi verður Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar. Allir velkomnir í skemmtilegt spjall. Þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara • Nýtt deiliskipulag Vilja byggja þjónustu- íbúðir í Bjarkarholti Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.