Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 24
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi - Íþróttir24 Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu stóð á dögunum fyrir fótboltamóti ætluðu 8. flokki barna. Mótið var haldið í Fellinu og var þetta fyrsta mótið í nýja knattspyrnu- húsinu. Mótið var vel sótt en 35 lið tóku þátt frá 7 félögum, alls rúmlega 210 kepp- endur. Aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna stóð þétt við bak sinna kvenna en mótið bar nafnið Lambhagamótið með rentu. Meist- araflokkur og meistaraflokksráð kvenna stefna að því að gera viðburðinn árlegan með möguleikann á að stækka mótið um helming á næsta ári. Lambhagamótið er og verður því eitt af þeirra aðal fjáröflunum. Þar sem Mosfellsbær styður við heilsu- eflandi samfélag fannst mótshöldurum tilvalið að gefa krökkunum brakandi Lamb- hagasalat og ferskt, íslenskt vatn á flöskum í mótsverðlaun, sem vakti mikla lukku. Fyrsta fótboltamótið í Fellinu Meistaraflokkur kvenna hélt vel heppnað Lambhagamót fyrir börn í 8. flokki Fimleikasalurinn til leigu fyrir viðburði Hægt er að leigja út fimleikasalinn að Varmá fyrir ýmsa viðburði eins og afmæli eða bekkjarkvöld. Nú á vorönn eru lausir tímar á fimmtu- dags- og föstudagskvöldum og kl. 12:30-16:00 á laugardögum. 1,5 klst. kostar 21.000 kr. og 2 klst. kosta 28.000 kr. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið fimleikasalur@afturelding.is Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 16. janúar. 12 konur og 14 karlar voru tilnefnd. Íþróttakona Mosfellsbæjar var kjörin Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari. Íþróttakarl var kjörin Ingvar Ómarsson, fjallahjól- reiðamaður. Auk þess var fjöldi íþróttamanna bæjarins veittar viðurkenning- ar fyrir árangur á árinu 2019. Viðurkenningar voru m.a. veittar þeim sem höfðu orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og þeim sem tekið höfðu þátt í landsliðsverkefnum. Á myndunum má sjá fullt af flottu íþróttufólki úr Mosfellsbæ. Helena Sveinbjörnsdóttir, móðir Ernu Sóleyjar, og Ingvar Ómarsson við íþróttakjörið. Með þeim eru fulltrúar Mosfellsbæjar. Íþróttahátíð Mosfellsbæjar M yn di r/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.