Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.is Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Halldór Sigurðsson 1. varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu - Fréttir úr bæjarlífinu8 Þann 28. febrúar lýsti ríkislögreglustjóri yfir hættustigi almannavarna vegna COVID-19 veirunnar sem nú hefur verið uppfært í neyðarstig almannavarna enda er staðfest að veiran smitast milli manna og getur valdið alvarlegum veikindum. Starfsmenn Mosfellsbæjar hafa uppfært viðbragðsáætlun bæjarins vegna COVID-19 til að tryggja skipulögð og samræmd við- brögð við þær aðstæður sem nú ríkja, draga úr smithættu á starfsstöðvum sveitarfélags- ins, tryggja rekstur mikilvægrar þjónustu komi til aukinna fjarvista starfsmanna og skilgreina þá þjónustu sem Mosfellsbær verður að veita öllum stundum. Hreinlæti með áherslu á handþvott Mosfellsbær vill beina því til allra að mik- ilvægt er að fylgja í hvívetna leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að gæta hreinlætis með áherslu á handþvott. Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til þess að kynna sér nýjustu upplýsingar á hverj- um tíma á heimasíðu landlæknis. Einnig er hægt að fara á síðuna í gegnum hnapp efst á heimasíðu Mosfellsbæjar sem vísar beint á heimasíðu landlæknis þar sem er að finna uppfærðar upplýsingar og ráð vegna COVID-19. neyðarstjórn virkjuð í varúðarskyni Neyðarstjórn Mosfellsbæjar hefur verið virkjuð í varúðarskyni en henni er ætlað það hlutverk að samhæfa aðgerðir innan sveitarfélagsins og grípa til ráðstafana ef neyðarástand skapast. Hlutverk hennar er að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða. Öll þessi vinna er unnin í varúðarskyni þannig að til staðar sé skilgreint viðbragð ef til neyðarstigs kemur. Á neyðarstigi er verkefnum forgangsraðað og grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins varðar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Pössum upp á hvert annað „Við hjá Mosfellsbæ höfum jafnt og þétt unnið að því að tryggja órofinn rekstur sveitarfélagsins komi til frekari áfalla,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Allt er þetta gert í varúðarskyni undir skýrri leiðsögn almannavarnayfirvalda og nú embættis sóttvarnalæknis. Mig langar að nýta tækifærið og þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar kærlega fyrir þeirra aðkomu að undirbúningi viðbúnað- ar hjá okkur og hvetja alla íbúa til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda um stóraukið hreinlæti með áherslu á handþvott. Við þurfum sérstaklega að hafa í huga að allt beinist þetta að því að draga úr líkum á frekara smiti en um leið að verja þá hópa sem eru í viðkvæmri stöðu til dæmis vegna undirliggjandi sjúkdóma eða fyrir aldurs sakir. Þetta er í raun ósköp einfalt, við þurf- um að passa upp á hvert annað og byrja á okkur sjálfum.“ 26.03.2020 Mosfellsbær stendur að tónleikaröðinni Mosótónar og er markmið hennar að gefa áheyrendum tækifæri á að njóta mosfellskrar menningar í heimabyggð. Stórsveit Íslands efnir tiltónleika í Hlégarði fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 Stórsveit Íslands var hóf starfsemi sína árið 2009 undir nafni Stórsveit Öðlinga og hélt til og æfði í sal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði. Árið 2016 flutti hljómsveitin í Mosfellsbæ. Með stórsveitinni koma fram söngvararnir Davíð Ólafsson, Vigdís Ásgeirsdóttir, Kristjón Daðason. STÓR TÓNLEIKAR Verð: 2.000 kr. 1.500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja. Miðasala við innganginn. Húsið opnar kl. 19:30, tónleikarnir hefjast kl. 20:00. tIlMælI veGna CovID-19 veIrunnar Kæru vinir, í ljósi þess að COVID-19 veiran hefur sett mikinn svip á okkar frábæra starf þá hvetjum við ykkur, kæru eldri borgara og aðra viðkvæma hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu og hugsa vel um ykkur. Göngutúrar fyrir þá sem geta eru alltaf góðir með hæfilegri fjarlægð milli manna :) Í dag liggur starfið því niðri í þeirri mynd sem við erum vön en þetta eru sérstakir tímar sem breytast dag frá degi. Staðan er endurmetin mjög reglulega og biðjum við ykkur öll að sýna því skilning og fylgjast með. Og vonandi getum við sem allra fyrst hafið starfið að nýju. Hlökkum til að sjá ykkur sem fyrst :) Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá 15–16. FélaG alDraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Starfsmenn Mosfellsbæjar uppfæra viðbragðsáætlun Viðbúnaður mosfells- bæjar vegna CoVid-19 Tilvalin fermingargjöf Verið velkomin til okkar á Völuteig 6 að skoða sængurnar, erum með opið milli 8 og 16 alla virka daga Íslensk ullarsæng

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.