Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 32
 - Þorrablót Dalbúa32 Birkir og Eyþór hjá Steinaeyjunni taka hér saman lista yfir þá Mosfellinga sem eru með framtíð Mosfellsbæjar í sínum höndum. Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Starfsmaður óskast í þjónustustöð Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í garðyrkjudeild þjónustustöðvar Laust er til umsóknar starf í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Þjónustustöð sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfis- mála, svo sem garðyrkju, aðstoð við vinnuskóla, viðhald og rekstur gatna, umferðarmannvirkja og opinna svæða auk snjómoksturs. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í garðyrkju og öðrum störfum tengdum opnum svæðum Mosfellsbæjar. Starfsmaður aðstoðar við öll verkefni garðyrkjudeildar, er í daglegum samskiptum við verkefna- stjóra og sinnir öðrum tilfallandi störfum þjónustustöðvar. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Þjónustustöð heyrir undir umhverfissvið Mosfellsbæjar. Menntunar- og hæfnikröfur: • Menntun á sviði garðyrkju, skógfræði eða tengdum greinum æskileg • Reynsla af garðyrkjustörfum er kostur • Vinnuvélaréttindi eru kostur • Vinna með ungmennum er skilyrði • Góðir samskiptahæfileikar, nákvæmni og samviskusemi er skilyrði • Góð íslenskukunnátta er skilyrði Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2020. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á ráðningarvef Mosfellsbæjar en auk þess veitir Heiða Ágústsdóttir, fagstjóri garðyrkju og skógræktar upplýsingar í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsókn- um verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni. Kjöreign fasteignasala kynnir: Vandað raðhús við Hrafnshöfða 4. 5 herbergja hús á einni hæð ásamt efra lofti og innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, gang, þvottahús, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi og bílskúr. Milliloft- herbergi/alrými. Lóðin er vel frágengin með hitalögn i bílastæðum og stéttum. Góðir timbursólpallar. Uppl. gefur Ásta María Benónýsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 897-8061 BóKaðu sKoðun þorrablót dalbúa svipmyndir úr harðarbóli

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.