Spássían - 2010, Side 7

Spássían - 2010, Side 7
7 „Það var á tímum svarthvítu myndanna, í fortíðinni þegar við lýstum eftir framtíð sem aldrei kom. Í staðinn kom nútíðin aftur og aftur og snerist aftur á bak og áfram um sjálfa sig“, segir aðalsögupersónan í Blómunum frá Maó og beinir þannig athyglinni að því að byltingar virðast stundum hluti af reglulegri endurtekningu sögunnar frekar en umbreyting hennar. Bókin felur í sér síðbúið uppgjör við kommúnískar byltingarhugsjónir 8. áratugar síðustu aldar. Kveikjan er búsáhaldabyltingin sem fær aðalsögupersónuna, Boggu, til að rifja upp fortíð sína í samtökunum Ösp m-l. Nafnið vísar til samtakanna Eik m-l, Einingarsamtaka kommúnista (marx- lenínista), sem störfuðu á þessum tíma. Upprifjunin hefst á því að Bogga er nýkomin til Reykjavíkur til að stunda háskólanám í félagsráðgjöf. Hún er hálf- einmana og dreymir um að kynnast sætum læknanema á Garðsballi. Fyrir rælni og hálfgerð mistök gengur hún til liðs við byltingarsinnaða Maóista frekar en háskólakórinn. Draugur og byltingarhetja Þar sem svo langt er um liðið lítur aðalpersónan til baka á hið yngra sjálf sitt úr írónískri fjarlægð hins eldra og þroskaðra sjálfs, sem er hefðbundin aðferð ævisagnahöfunda. Þar að auki leggur hún áherslu á að hún hafi í raun allan tímann haldið sömu írónísku fjarlægð gagnvart Asparhreyfingunni. Í raun er hið fyrra sjálf hennar klofið í akureysku stúlkuna sem kölluð er Bogga og sjálfið sem skapast innan hreyfingarinnar og gengur opinberlega undir hinu virðulega nafni Sigurborg Eyfjörð. Að auki fær hún dulnefnið Skotta, draugsnafn sem lýsir raunverulegri stöðu hennar innan hreyfingarinnar. Þótt hún komist smám saman til næstæðstu valda innan hreyfingarinnar eru þau æðstu tryggilega í höndum karla. Þannig gerist það að Sigurborg Eyfjörð verður fyrirmynd íslenskra kvenna sem orðnar eru langeygar eftir jafnrétti á meðan Skotta þarf sífellt að kljást við karlrembu byltingarfélaga sinna – og Bogga horfir skeptísk á úr fjarlægð. Frásögnin verður oft spaugileg, ekki síst þegar kemur að hræðslunni við njósnir KGB, tilraunum til að negla niður stéttaruppruna fólks eða daglegu lífi í kommúnunni sem samtökin setja á fót. Textinn er fullur af húmor en einnig hlýju sem gerir það að verkum að írónían verður sjaldan bitur. Aðalsögupersónunni þykir að einhverju leyti vænt um öll þessi fyrri sjálf sín, þau mótuðu líf hennar til langframa. Inn í fléttast föðurleit en þráin eftir föður virðist ein helsta skýringin á því að söguhetjan lætur glepjast af hreyfingunni. Þar er nóg af föðurímyndum: „Starandi hausarnir af þeim Marx, Engels, Lenín, Stalín og Maó Tse-tung tóku á móti mér í forstofu Teigakommúnunnar.“ (108) Innst inni langar söguhetjuna hins vegar til að „fá einu sinni að ráða“ (147). Byltingarævintýrið verður öðrum þræði uppreisn gegn því mæðraveldi sem hún ólst upp við: „Ömmu hraus hugur við tilhugsuninni um að ég reyndi að hafa uppi á pabba mínum, því þar með myndi vald hennar og vægi minnka.“ (80) Upphefð Sigurborgar Eyfjörð verður svo mikil að hún fer til Kína og fær fund með sjálfum Maó en hann reynist bara gróteskur, gamall dónakarl, holdgerving hins spillta valds. Þá er Bogga reyndar þegar gengin af trúnni og mun brátt snúa baki við byltingarhetjunni Sigurborgu Eyfjörð og draug hennar, Skottu. Raunverulegri og nærtækari baráttumál krefjast athygli hennar. Hún verður aftur Bogga frá Akureyri, aðeins sjálfstæðari og þroskaðri en áður. Hugsjónalaus kynslóð? Sögumaðurinn í Blómunum frá Maó horfir ekki aðeins til fortíðarinnar heldur lítur einnig til framtíðar. Sonur Boggu gengur um tíma anarkisma á vald og hneykslast á því að móðir hans hafi fallið fyrir einföldum og lúterskum maóisma. „Æ, ég held þetta hafi verið hans leið til að slíta sig frá mér sem var nauðsynlegt“, ályktar hún (82). Seinna geta þau hlegið að þessu saman en móðirin telur uppgjöri kynslóðanna þó ekki lokið. Er sannfæring hinna ungu af einhverjum öðru toga en þeirra sem eldri eru og geta þeir ekkert lært af fortíðinni? Varstu eða varstu ekki sannfærður kommúnisti, spurði hann. Eða var þetta allt ein allsherjaruppgerð, fals og hégómi? [...] Nú vill hann ólmur niður á Austurvöll beint frá Beijing og taka þátt í bumbuslætti sem miðar að því að brjóta niður gamalt þjóðfélag svo nýtt geti risið á grunninum. [...] En vill hann byltingu, trúir hann á hana eða er bumbuslátturinn einvörðungu listræns eðlis, leið til að slá almennilega í gegn frekar en hluti af pólitískri sannfæringu? Við eigum eftir að ræða það. (83-84) Sögupersónurnar í Píslarvottum án hæfileika eru af þessari nýju kynslóð. Terroristasamtökin sem þau stofna eru anarkísk að því leyti að þau eru höfuðlaus, stefnulaus og nafnlaus her. Örvæntingarfull leit að einhvers konar tilgangi rekur þau áfram en það hefur verið flett ofan af öllum hugsjónum og þau hafa engar tálmyndir um heiminn. Meðvitundin um tilgangsleysið verður því alltaf yfirþyrmandi. Jafnvel þegar einhver lætur lífið er það slys, persónulegur harmleikur, og hefur enga pólitíska merkingu. Dauðinn er bara hluti af þeim subbulegu tilviljunum sem líf okkar er. Tilgangsleysi og tilviljanir Frásagnaraðferðin undirstrikar þetta. Höfundurinn lýsir fólki utan frá og við fáum aldrei nema óbeinar lýsingar á tilfinningum persónanna, í gegnum orð þeirra, klæðnað og gjörðir. Hann er næstum óþægilega hlutlaus, vinsar ekki úr það mikilvægasta heldur þylur upp lýsingar á persónum og umhverfi, stundum að því er virðist af handahófi. Lesandinn þarf sjálfur að ákveða hvað skiptir máli, lesa í orð, svipbrigði og látbragð. Þetta er vissulega tilbreyting frá þeim stíl að leggja út af nánast öllu sem sögupersónurnar gera og hugsa, eins og jafn ólíkir höfundar og Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson hafa verið duglegir við. Í staðinn fáum við reyndar misáhugaverðar vangaveltur sögupersónanna um lífið og tilveruna og tilraunir þeirra til að túlka heiminn í kringum sig. Oft enda þær hins vegar í lausu lofti, án þess að neitt nýstárlegt komi fram eða farið sé út fyrir þreyttar klisjur. Þessi frásagnaraðferð hentar því sögunni ágætlega, tilgangsleysinu sem gefið er í skyn, hversu tilviljunum háð örlög okkar Framtíðin sem aldrei kom Byltingar eru íslenskum höfundum hugleiknar þessa dagana. Í tveimur nýlegum skáldsögum, Blómunum frá Maó eftir Hlín Agnarsdóttur og Píslarvottum án hæfileika eftir Kára Tulinius, eru misheppnaðar byltingartilraunir í brennidepli, bæði hinar kómísku og tragísku hliðar þeirra. Í báðum bókum leiða hinar misheppnuðu byltingartilraunir óvænt til fæðingar einhvers nýs – þótt útkoman verði alls ekki sú sem stefnt var að í upphafi. bækur

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.